Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Blaðsíða 103
Verslun og- samvinna
io3
og frá því, hvort sem þær eru fluttar til Reykjavíkur,
Seyðisfjarðar eða Akureyrar eða annara hafna, og láta
umhleðsluna í Reykjavík vera fólgna í flutningsgjaldinu.
Petta yrði þá líkt eins og með brjef og póstsendingar,
og yrði það eigi lítill hagur fyrir kaupmenn á sumum út-
höfnum landsins og alla landsmenn í þeim hjeruðum. Á
þennan hátt gætu menn t. a. m. norður í Strandasýslu
eða norður í Fljótum fengið eins góða verslun eins og
er í Reykjavík. Hingað til hefur verslunin verið mjög
misjöfn á íslandi. Menn hafa til skams tíma kvartað
undan því, að sumstaðar væri jafnvel einokunarverslun,
en með þessu lagi gæti verslunin orðið jafngóð um alt
land. En Reykvíkingar ynnu það við þetta fyrirkomulag
og reyndar allir landsmenn, að þeir fengju stöðugar og
reglulegar samgöngur við önnur lönd einu sinni eða tvis-
var á viku, t. a. m. tvisvar alt sumarið. Innanlandssam-
göngurnar yrðu líka miklu betri. Alt landið, öll þjóðin
mundi vinna mjög mikið við breytingu þessa.
Verslun manna í Reykjavík þyrfti eigi að verða dýr-
ari fyrir þetta; þótt flutningsgjaldið yrði að líkindum ofut-
lítið dýrara fyrir kaupmenn Reykvíkinga, ynnu þeir að
öðru leyti svo mikið við þessa breytingu, að það bætti
það fyllilega upp, Verslun Reykjavíkur ykist stór-
kostlega og ýmsar framfarir bæjarins í sambandi við hana.
Kaupmenn bæjarins gætu nú selt vörur sínar miklu víðar
en áður, án nokkurs sjerstaks flutningsgjalds.
Pað verður að hafa hag alls landsins fyrir augum í
verslunarmálinu eins og í öðrum málum, en ekki fárra
kaupstaða og hjeraða. Jeg sje eigi, að menn í neinum
hluta landsins eigi einkarjett á góðri verslun fram yfir
aðra hluti þess. Takmarkið hlýtur að vera, að sjá um
að allir landsmenn fái góða verslun.
Nú á landssjóður eimskip og landsmenn eimskipafje-
lag. Pjóðin er því betur stödd en nokkru sinni fyr á