Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Blaðsíða 127
J. C. Christenscn
127
Christensen kom á miklum endurbótum þessi árin, og
segja svo kunnugir menn, að ríkisþing það, sem háð var
1907—08, hafi verið hið mesta löggjafarþing fram til
þess dags.
Eitt af þeim málum, sem Christensen átti við á með-
an hann var stjórnarforseti, var stjórnfrelsismál Islands.
Friðrik konungur 8. og ríkisþingið bauð alþingi heim til
sín 1906, og Christensen fór árið eftir með konungi tii
íslands eins og öllum er enn minnisstætt. Hann var for-
maður af Dana hendi í nefnd þeirri, sem sett var þá um
stjórnarstöðu Islands, en hjer skal eigi fjölyrða um það.
Að eins skal þess getið, að Danastjórn sýndi þá Islandi
einstaklega mikið frjálslyndi og sanngirni, og átti konung-
ur að vísu sjálfur mikinn þátt í því, en stjórnarforsetinn
var honum samtaka. Sem dæmi uppá það, hve mikla
undrun það vakti á Islandi, þá er fregnir bárust þangað
af uppkastinu, hve mikið hefði áunnist, skal þess að eins
getið sem ritstjóri Isafoldar sagði við yfirdómara Jón
Jensson: »Skyldi mannskrattinn (þ. e. Hannes Hafstein)
eigna sjer alt þetta«!
Eftir þinglok í Danmörku varð Alberti að fara frá
völdum 23. júlí 1908; gerðist þá Niels Neergaard,
foringi hinna hæglátari vinstrimanna, ráðgjafi í ráðaneyti
Christensens og virtist það þá traustara en áður. En 8.
september skýrði Alberti frá hinum miklu fjársvikum sín-
um og var hann þá settur í varðhald, en af þessu leiddi
að Christensen sótti um lausn 4 dögum síðar.
Pað var stórkostlegt óhapp fyrir tvö hin fyrstu ráða-
neyti vinstrimanna, og í raun rjettri fyrir alla þjóðina, að
annar eins maður og Alberti hafði átt sæti í þeim, en
sjerstaklega var það mikið óhapp fyrir innanríkisráðgjaf-
ann og ráðaneytisforsetann. Pótt Christensen yrði að
víkja úr völdum, misti hann þó ekki áhrif sín á lands-
málum nje traust almennings. Hann var þegar valinn