Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Blaðsíða 51
Natalie Zahle
5»
það einn af hinum þýðingarmestu viðburðum í lífi sínu,
að hatin varð kennari þar: »Ekki einungis vegna þess«,
hefur hann sagt, »að jeg komst í kynni við jafnmerka
konu sem fröken Zahle, og að við urðum vinir upp frá
því, heldur sjerstaklega af þeirri ástæðu, að jeg tók sjálf-
ur þátt í þessu kærleiksstarfi í fjelagsskap með mörgum
ágætiskonum undir hinni frábæru stjórn Natalie Zahles.
Jeg var alveg hissa á dugnaði þessara kvenna og á hinum
næma skilningi, sem þær höfðu á lundarfari hvers ein-
staks barns. Mjer fanst jeg geta unnið þarna alla æfi,
óskaði einungis að jeg væri eins kærleiksríkur og hefði
eins fínan skilning á sálarlífi annara og meðkennarar
mínir. En þó kom sú stund, að jeg varð að flytja burt
úr þessari paradís og reyna að rækta nýja jörð meðal
jótskra bænda á eigin ábyrgð með miklum erfiðleikum.
Jeg minnist þeirra ára, sem jeg var kennari hjá fröken
Zahle, með þakklæti og gleði. Jeg hefði eflaust aldrei
orðið lýðháskólamaður, ef jeg hefði ekki verið þar fyrst.«
Ein af hinum ágætu kenslukonum, sem kendu við
skólann, var Christiane Lund. Faðir hennar, Morten
Frederik Lund, var tíu ár á sýslumaður í Mýrasýslu (1837
—1847), en hún var fædd í Danmörku eftir heimkomu
hans. Hún gerði sjer mikið far um að fræða nemendur
sína um ísland og íslenskar bókmentir, sjerstaklega forn-
sögur okkar. Skólastúlkurnar unnu henni hugástum vegna
þess, að hún tók svo mikinn þátt í kjörum þeirra. Nú er
hún hætt kenslustörfum fyrir nokkru, en skrifast stöðugt
á við fjöldann allan af eldri og yngri nemendum.
Pað fór brátt svo, að það þótti »fínt« að ganga á
»fröken Zahles skóla«. Börn frá hinum fínustu heimilum
borgarinnar voru send þangað, og ungar, efnilegar stúlk-
ur, sem hugsuðu sjer að gerast kenslukonur, vildu helst
læra hjá henni.
Að sama skapi sem tala nemendanna óx, fjölgaði