Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Blaðsíða 49
Natalie Zahle
49
og Fick kom saman um að spyrja Natalie Zahle, hvort
hún viidi ekki taka að sjer að kenna þessum börnum og
stofna með þeim skóia eftir þeim hugsjónum, sem vöktu
fyrir henni. N. Zahle varð glaðari en frá verði sagt og
tók boðinu þakksamlega.
Pegar jómfrú Foersom heyrði þetta, fjell henni alltir
ketill í eld. Hún fór til Natalie Zahle og bað hana að
taka við skólanum sínum í Krónprinsensgötu fyrir hæfi-
lega þóknun; hún sagðist hafa 50 nemendur og vildi hafa
400 ríkisdali á ári meðan hún lifði. N. Zahle gekk að
þessu. En þegar til kom hafði jómfrú Foersom ekki
nema 25 nemendur, og N. Zahle varð samt sem áður að
borga henni 800 kr. árlega í 25 ár, sem jómfrú Foersom
lifði eftir þetta.
Pegar Natalie Zahle tók við skólanum í Krónprinsens-
götu, átti hún ekki einn eyri og var í töluverðum skuld-
um, en nokkrir góðir menn hlupu þá undir bagga með
henni og gengu í ábyrgð fyrir hana, svo hún gat feng-
ið lán.
Börnin, sem höfðu gengið í skóla hja jómfrú Foer-
som, urðu breytingunni mjög fegin. Áður höfðu þau
otðið að læra alt utanað og skiluðu því vanalega í einni
þulu, en N. Zahle heimtaði ekki, að þau lærðu utanbókar;
hún hafði fengið þá reynslu, meðan hún var heimiliskenn-
ari, að börnin lærðu miklu meira við munnlega frásögn
kennarans en við að læra lexíur eingöngu eftir kenslu-
bókum.
Natalie Zahle var brátt mjög hrifin af skólahugmynd-
um Grundtvigs, þótt hún væri honum ekki samdóma í
öllu. Pað var skoðun hans, að öll kensla ætti að fara
fram eftir munnlegri frásögn án þess að nemandanum
væri hlýtt yfir, að ekki ætti að nota kenslubækur eða
gefa einkunnir. Pannig er kensluaðferðin í lýðháskólum
Grundtvigssinna. Natalie Zahle var ekki sammála Grundt-
4