Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Blaðsíða 111
Alþingi 111
með mikilli alúð og dug, fengið hæst 1700 kr. eftirlaun
eftir 35 ára embættisþjónustu. Hann var 28 ára, er hann
varð embættismaður, og hann á rjett til þess að fá lausn,
er hann verður 70 ára, eða eftir 42 ára embættisþjónustu,
en sjö síðustu embættisárin veita honum eigi meiri eftir-
laun. Jeg veit vel að þessi maður varð embættismaður,
áður en lög þessi voru gefin út, og að hann á rjett til
eftirlauna eftir tilskipun 31. maí 1855, en það breytir því
eigi, sem hjer er verið að sýna, að biskup landsins, eða
einn af hinum helsíu embættismönnum landsins í einu af
hinum þýðingarmestu embættum, getur eigi eftir núgild-
andi lögum um eftirlaun fengið meira en 1700 kr. eftir
40 ára duglega og þýðingarmikla embættisþjónustu.
í>á er ráðherrarnir eru frátaldir, hefur nú enginn
embættismaður eða sýslunarmaður hærri laun úr lands-
sjóði en 6000 kr. Slík laun gefa rjett til 1900 kr. eftir-
launa eftir 35 ára embættisþjónustu. Hærri eftirlaun má
því eigi veita á meðan núverandi eftirlaunalög eru í gildi,
nema alveg sjerstaklega standi á, og að um sje að ræða
mann, sem haíi unnið landinu miklu meira gagn en al-
ment gerist um helstu embættismenn landsins.
Nú í sumar samþykti þó alþingi 4000 kr. eftirlaun
handa Birni Kristjánssyni bankastjóra.
Pað er tvent sem undrun sætir í þessu máli. Fyrst,
að Björn Kristjánsson, sem var einn af þeim þingmönn-
um, er hafði samþykt eftirlaunalögin frá 4. mars 1904,
skyldi vilja sækja um svona há eftirlaun, og annað, að
alþingi skyldi vilja samþykkja þau, þvert ofan í anda
þeirra laga, er það sjálft hafði sett.
Björn Kristjánsson hefur verið sýslunarmaður (banka-
stjóri) í landsins þjónustu um 8 ár, eða síðan 1. janúar
1910 að undanteknum þeim 8 mánuðum, sem hann var
fjármálaráðherra, en ráðherrarnir hafa engann rjett til eftir-
launa. Hann var að vísu settur í bankastjórastöðuna 22.