Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Blaðsíða 96
Verkefni íslendinga
-96
aðarlaus og alin eru upp á sveit. Pó má eigi gleyma
hinum.
Svo eru sum börn úrkynja og spilt. Pau þurfa sjer-
staka meðferð og það er venjulega eigi fyrir aðra að ala
þau upp og leiðbeina þeim en þá, sem annaðhvort hafa
sjerstakt lag í þá átt, eða mikla æfingu og reynslu við
slíkt. Handa slíkum börnum og þeim börnum, sem van-
-rækt eru, þarf sjerstök barnaheimili eða barnahæli. Og
nauðsynin á slíkum heimilum á íslandi verður nú því
meiri sem kaupstaðirnir verða stærri.
Á þessu verður þjóðfjelagið að ráða bót, og lands-
sjóður að styðja eða kosta, þótt menn með almennum
samskotum hjálpi til þess að koma slíku á stofn.
í Danmörku t. a. m. eru ekki færri en 16 slíkar upp-
eldisstofnanir handa vanhirtum börnum, sem ríkissjóður
kostar að öllu leyti eða styrkir. Alls er varið til þeirra
um 880000 kr. á ári úr ríkissjóði. Pá eru og þar til
stofnanir, barnaheimili og fjelög, til þess að hjálpa foreldra-
lausum eða munaðarlausum börnum, og fá þau árlega
,225000 kr. úr ríkissjóði til styrktar.
Margir menn á Islandi gera góð verk, er þeir ala
vel upp munaðarlaus börn, en góðgerðasemi er líka mikil
í Danmörku, og gefa einstakir menn árlega meira fje til
slíkra stofnana og fjelaga en ríkissjóður.
Takmark þjóðfjelagsins á að vera, að'öll börn lands-
ins fái gott uppeldi og góða uppfræðslu og að ekkert
mannslíf fari til ónýtis.
X.
Lýðskólar og samvinna, verslun og samgöng-
ur, sparisjódir og bankar. En svo eru líka margar
endurbætur, sem ættu að geta komist á, án þess að lands-
sjóður kosti þær eða landsstjórnin beinist fyrir þeim.
Sumar þeirra þurfa ef til vill einhvern lítilsháttar styrk úr