Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Blaðsíða 97
Lýðskólar og samvinna
97
landssjóði í fyrstu; en skemtilegast er það fyrir alla, að
geta gert eitthvert gagn og unnið nokkuð til þjóðþrifa.
án þess að fá styrk úr landssjóði. Það er líka best, ekki
að eins fyrir landssjóð, sem er nú illa staddur, heldur og
fyrir þjóðina sjálfa. Hún, öll alþýðan, þroskast mest á
því, að reyna sjálf að komast sem best áfram og vinna
að fullkomnun sinni styrklaust, þá er það er hægt,
Hugsum oss nú að í hverju skólahjeraði væri búið
að reisa góð skólahús, eins og fyr er talað um. I hverju
skólahúsi verður að vera ein allstór kenslustofa og aðrar
minni. I skólunum fer engin kensla fram á sumrum, og
standa þá skólastofurnar ónotaðar, sumstaðar í sex mán-
uði, en sumstaðar í fimm eða hálfan fimta mánuð. Stærstu
stofuna eða kenslustofurnar allar gætu þá hjeraðsmenn
fengið til fundarhalda á helgidögum.
Hugsum oss enn fremur að landsmenn tækju upp
þann hátt, að læra meira hver af öðrum en þeir hafa
gert hingað til. Peir gætu gengið í skóla hver hjá öðr-
um á þann hátt, að menn kæmu saman á sunnudögum
eða er tækifæri byðist, og ræddu þar um ýms málefni,
framfarir landsins og framfarir í hjeruðum, eða það sem
gerðist markverðast á íslandi eða í öðrum löndum. Menn
slíýrðu þar frá reynslu sinni og athugunum, og stundum
fengju menn fróða menn úr öðrum hjeruðum til þess að
koma og taka þátt í umræðunum, eða skýra frá tíðindum
eða öðru markverðu, eða ræða með sjer þau mál, sem
væru á dagskrá. Þeir, sem kynnu að fara utan, segðu
frá ferð sinni og þeim nýjungum, er þeir sæju að ís-
landi mætti að gagni verða, o. s. frv. Þótt þetta gengi
heldur stirðlega í fyrstu, og menn kinokuðu sjer við að
tala, mundi það þó aldrei fara svo, að það yrði ekki til
góðs. Með tímanum mundu menn æfast í því að láta
hugsanir sínar í ljós, og eigi nóg með það, menn tækju
að hugsa meira en þeir hefðu áður gert. Væri mikið
7