Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Blaðsíða 159
Jón Pórðarson Thoroddsen 159
Þóroddur ljet sjö syni sína sigla til Kauprnannahafnar og
Íærðu þeir sína handiðnina hver, en enginn þeirra »stúderaði«.
Elsta dóttirin, Sigríður, giftist Jóni Thorberg verslunarstjóra á
Patreksfirði og áttu þau 12 börn, og eru allmargir afkomend-
ur sumra þeirra í Danmörku; hin fræga leikkona Josefine
Eckhardt við konunglega leikhúsið 1 Höfn var ein af þeim.
Þórður var sjöunda barn Þórodds á Vatneyri, hann sigidi
sem bræður hans og lærði beykisiðn í Kaupmannahöfn, hann
tók líka þátt á vörn borgarinnar gegn Englendingum, en fór
litlu síðar heim til íslands, stundaði aldrei iðn þá, sem hann
hafði lært, en fór að búa á Reykhólum 1810 og bjó þar
góðu búi í 36 ár. Faðir Þórodds á Vatneyri var Þóroddur
Þórðarson (1697 —1765) kennari við Hólaskóla eða »heyrari«
sem þá var kallað, og guðfræðiskandidat frá háskólanum í
Höfn. Að sögn Gísla Konráðssonar má rekja ætt hans til
hinna fornu Reykhólamanna Þorleifs Svartssonar, Ólafs tóna
o. s. frv. Þóroddur heyrari átti fj'óra syni Þórð, Þórodd,
Ólaf og Sigurð, sem var afi Þorsteins Daníelssonar á Skipa-
lóni. Elsti sonurinn, Þórður, útskrifaðist úr Hólaskóla, sigldi
og stundaði búfræði og náttúrufræði f Danmörku og Svíaríki
og dvaldi lengi í Uppsölum hjá hinum fræga náttúrufræðingi
Karl Linné. Þórður tók sjer ættarnafn og kallaði sig
Thoroddi og er það hið elsta og rjettasta nafn þessarar ættar,
en Þórður á Reykhólum breytti því í Thoroddsen að dönsk-
um sið, eins og altítt var á íslandi framan af 19. öld, og
hefur það haldist þó ljótara sje. Þórey móðir Jóns Thorodd-
sens var dóttir Gunnlaugs prests Magnússonar á Ríp, en
faðir hans var Magnús Pjetursson prestur á Höskuldsstöðum,
fróðleiksmaður og annálaritari; hann var giftur Asgerði Páls-
dóttur, systur Bjarna Pálssonar landlæknis. Páll Bjarnason
faðir hennar, prestur á Hvanneyri, var í beinan karllegg sjö-
undi maður frá Guðmundi Arasyni ríka á Reykhólum. Þannig
yar Jón Thoroddsen í báðar ættir kominn af hinum fornu
Reykhólamönnum.
Jón Thoroddsen var hjá foreldrum sínum á Reykhólum
tvö fyrstu ár æfinnar, en fór svo í fóstur til Jónasar bónda
Jónssonar í Sælingsdalstungu og var þar í 9 vetur, fór svo
heim aftur að Reykhólum. Arið 1832 var honum komið
fyrir hjá síra Sigurði Jónssyni á Hrafnseyri, föður Jóns forseta,
var hann þar 4 vetur og nam almennan skólalærdóm; 1836
fór hann suður á Álftanes og dvaldi vetrartíma við nám hjá
Sveinbirni Egilssyni skólakennara á Eyvindarstöðum, og bjó
sig undir skólann. Haustið eftir gekk hann inn í Bessastaða-