Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Blaðsíða 4
4 Þorv. Thoroddsen
garðar, stöðuvötn, jöklar og bæir í Ameríku, í Asíu og
á Grænlandi eru enn kendir við hann.
Humboldtsættin er upprunnin frá Pommern og hafði
lengi haft aðsetur sitt á óðalsjörð sinni, sem heitir
Zamens. Faðir þeirra bræðra hjet Alexander Georg von
Humboldt, hann var fæddur 1720, var majór í herliði
Prússa og siðar kammerherra, hann átti auk óðalseignar-
innar ýmsar stórjarðir aðrar og tók í erfðafestu höllina
Tegel hjá Berlín, þar bjó hann oftast á seinni árum.
Majór Humboldt giptist 1766 ekkju, sem hjet Maria Eli-
sabeth, fríherrafrú von Hollwede, og fekk með henni all-
miklar eignir. Pau hjón áttu tvo sonu og eina dóttur,
sem dó ung. A. G. v. Humboldt dó 1779, en bræð-
urnir Wilhelm og Alexander ólust upp hjá móður sinni í
Tegel og nutu hinnar bestu kenslu í öllum greinum, sem
hægt var að fá; hinir ágætustu kennarar voru teknir til
að fræða þá bræður, enda komu þegar í ljós frábærar
gáfur hjá báðum.
Vjer munum þá stuttlega geta um æfiferil Wilhelms
von Humbo/dts, hann var fæddur 22. júní 1767, dó 8.
apríl 1835. Eftir ágæta undirbúningskenslu stundaði hann
fornfræði, málfræði og heimsspeki við ýmsa háskóla,
komst hann þegar á ungum aldrei í kynni við marga
ágæta rithöfunda, skáldin Goethe, Schiller o. fl. og varð
þeim mjög handgenginn, hann ferðaðist víða og dvaldi
lengi í París, á Italíu, Spáni og yíðar, en stundum bjó
hann á jarðeignum sínum á Pýskalandi. Á Spáni rann-
sakaði hann forntungu þá, sem Baskar tala í Pyrenea-
fjöllum, komst þar inn á samanburðar málfræði og samdi
jafnframt ýmsar óvanalega frjálslyndar ritgjörðir um stjórn-
mál, en sumar þeirra fengust ekki prentaðar fyrr en eftir
dauða hans, stjórnarvöldunum þóttu þær of frjálslyndar.
Á árunum 1801 —1808 var hann sendiherra Prússa í
Róm, sökti sjer þar niður í fornsögu og fornlistir og var