Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Síða 4
4
1 ’orv. Thoroddsen
garðar, stöðuvötn, jöklar og bæir í Ameríku, í Asíu og
á Grænlandi eru enn kendir við hann.
Humboldts-ættin er upprunnin frá Pommern og hafði
lengi haft aðsetur sitt á óðalsjörð sinni, sem heitir
Zamens. Faðir þeirra bræðra hjet Alexander Georg von
Humboldt, hann var fæddur 1720, var majór í herliði
Prússa og síðar kammerherra, hann átti auk óðalseignar-
innar ýmsar stórjarðir aðrar og tók í erfðafestu höllina
Tegel hjá Berlín, þar bjó hann oftast á s.einni árum.
Majór Humboldt giptist 1766 ekkju, sem hjet Maria Eli-
sabeth, fríherrafrú von Hollwede, og fekk með henni all-
miklar eignir. Pau hjón áttu tvo sonu og eina dóttur,
sem dó ung. A. G. v. Humboldt dó 1779, en bræð-
urnir Wilhelm og Alexander ólust upp hjá móður sinni í
Tegel og nutu hinnar bestu kenslu í öllum greinum, sem
hægt var að fá; hinir ágætustu kennarar voru teknir til
að fræða þá bræður, enda komu þegar í ljós frábærar
gáfur hjá báðum.
Vjer munum þá stuttlega geta um æfiferil Wilhelms
von Humboldts, hann var fæddur 22. júní 1767, dó 8.
apríl 1835. Eftir ágæta undirbúningskenslu stundaði hann
fornfræði, málfræði og heimsspeki við ýmsa háskóla,
komst hann þegar á ungum aldrei í kynni við marga
ágæta rithöfunda, skáldin Goethe, Schiller o. fl. og varð
þeim mjög handgenginn, hann ferðaðist víða og dvaldi
lengi í París, á Italíu, Spáni og vjðar, en stundum bjó
hann á jarðeignum sínum á Fýskalandi. Á Spáni rann-
sakaði hann forntungu þá, sem Baskar tala í Pyrenea-
fjöllum, komst þar inn á samanburðar málfræði og samdi
jafnframt ýmsar óvanalega frjálslyndar ritgjörðir um stjórn-
mál, en sumar þeirra fengust ekki prentaðar fyrr en eftir
dauða hans, stjórnarvöldunum þóttu þær of frjálslyndar.
Á árunum 1801 —1808 var hann sendiherra Prússa í
Róm, sökti sjer þar niður í fornsögu og fornlistir og var