Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Blaðsíða 121
Fijálslyndi vinstrimanna við lsland
121
þeir hafa þó verið frjálslyndari við ísland, en Gladstone og
aðrir hinir frjálslyndustu stjórnmálamenn Englendinga við
írland, þrátt fyrir það þótt oss þættu þeir eigi frjálslynd-
ir við oss íslendinga.
Eað var mörgum íslendingum ljóst, einkum þeim,
sem kunnugir voru »pólitík« Dana, að vinstrimenn mundu
verða frjálslyndari gagnvart Islandi en hægrimenn, ef þeir
kæmust til valda. Ýmsir þeirra höfðu sýnt það í orðí
og verki við ýms tækifæri, og þarf eigi annað en að
minna á einn hinn helsta foringja þeirra Christen Berg,
sem talaði máli íslendinga stundum í blaði sínu í Kaup-
mannahöfn eða leyfði öðrum að gera það. Skoðanir
vinstrimanna voru gagnólíkar skoðunum hægrimanna, og
ekkert var það í fari þeirra, sem benti á, að þeir skoð-
uðu sig yfirmenn annara eða hinn æðsta flokk í þjóðfje-
laginu, er væri sjálfkjörinn til þess að stjórna landinu.
Meginhluti þeirra voru sveitamenn, bændur og barnakenn-
arar, og í liði þeirra voru hinir frjálslyndu menn meðal
lærðra manna, borgara og annara bæjarmanna.
Rjett áður en vinstrimenn komu til valda, höfðu þrír
þeirra, tveir fólksþingsmenn og einn landþingismaður, fall-
ist á íslenskt frumvarp til stjórnarskipunarlaga um að stjórn
íslands skyldi verða flutt til landsins, og lofað að vinna að því
af alefli, er þeir kæmu til valda. Einnig ætluðu þeir að
standa harðlega á móti því, að stjórnarskipunarpólitík
Nellemanns, sem kend var við flutningsmann hennar á
alþingi, fengi framgang í ríkisþinginu. Fleiri merkir vinstri-
menn höfðu og tjáð sig því hlynta, að stjórn íslands
flyttist þangað. Pó þetta væri ókunnugt á Islandi, glaðn-
aði þó yfir mörgum íslendingum, er vinstrimenn komust
til valda, en því miður hjeldu nokkrir menn dauðatökum við
stjórnarskrárpólitík Nellemanns á alþingi 1901, og það
varð til þess að spilla fyrir stjórnfrelsismáli íslands það
ár og á næstu árum.
Annað spilti og fyrir því, en það var óhapp vinstri-