Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Blaðsíða 38
38
Í’orv. Thoroddsen
una miklu (1789), og hann leyndi því aldrei í harðsnúinni
afturhaldstíð, að hann var þeim hugmyndum hlyntur, en
lífsstaða hans gerði, að hann neyddist oft til að sigla milli
skers og báru, enda hafði Humboldt sjerstakt lag á því
að smjúga leiðir, sem aðrir gátu eigi komist, og þótti
sumum hann þá stundum helst til hálsliðamjúkur og var-
færinn, en einmitt á þann hátt gat hann komið ýmsu
fram, sem ekki var annara meðfæri, eigi aðeins til efiing-
ar vísindunum, heldur og til líknar og hjálpar mörgum
nauðstöddum; meðal annars var Humboldt fyr og síðar
kappsamur mótmælandi þrælasölunnar og þrælahalds, og
var mjög andvígur Gyðingaofsóknum, sem þá voru tíðar,
og hann kom mörgum gáfuðum Gyðingum á fratnfæri,
gerði sjer yfirleitt aldrei þjóðamun. Humboldt leit á lífið
frá sjónarmiði æðri þekkingar og langrar reynslu hálf-
brosandi að hinni endalausu heimsku og barnaskap
mannkynsins; þó hann heföi ímugust á höfðingja- og
konungavaldi, þá hafði hann heldur enga oftrú á ágæti
lýðstjórnar, hann hafði á langri æfi sjeð svo margar bylt-
ingar og breytingar, rísandi eins og bylgjur á sjó, en
fallandi jafnóðum niður í sjálft sig án nokkurra verulegra
umbóta, að hann var ekki uppnæmur við hvern goluþyt-
inn. Humboldt kímdi því stundum að fornvini sínum,
hinum ágæta stærðfræðingi og stjörnufræðingi D. F. Arago
(1786 — 1853), sem þaut upp eins og funi og var ákafur
lýðveldismaðnr og harðtrúaður á ágæti alþýðustjórnar, en
það fór af honum mesti gassinn eftir að hann hafði tekið
þátt í stjórnarbyltingunni 1848-og sjálfur verið lýðveldis-
ráðherra um stund, þá varð hann fyrir ýmsum vonbrigð-
um og sá nú þau vandkvæði og þá örðugleika, sem hann
fyrrum hafði ekki lagt trúnað á. Humboldt var föður-
landsvinur, en þó fyrst og fremst vinur hinna andlegu
framfara hjá mannkyninu öllu, hann hafði andstygð á
þjóðernisrembingi (chauvinisme), þó þess sjúkleika gætti