Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Blaðsíða 115
Island er illa statt, en alt getur það batnað
nytsamt. Sumir þeirra hafa þegar sýnt það með fjár-
framlögum, að þeir hafa hug á því, og er það bæði gott,
þarft og virðingarvert.
Undirstaðan undir allri langvarandi farsæld er sið-
ferðið, andlegur hreinleiki og rjettlæti, samfara
starfsemi og framtakssemi og nægjusemi. Ef
hugarfarið er eigi í rjettu horfi, verður hvorki þekkingin
nje auðurinn að fullu gagni. Hugarfarið, aðalfestan,
er grundvöllurinn.
En er það eigi íhugunarefni, að íslenskan, svo auðug
sem hún annars er, skuli eigi eiga neitt orð, sem svarar til
»karakter«? Eað bendir á, að þjóðin hafi eigi sýnt þeim
eiginleika svo mikla rækt, að tunga vor hafi eignast heiti
á honum. Lund, skap, geð, lundarfar, geðslag, skapferli,
skapsmunir, og önnur þau orð, sem notuð hafa verið yfir
»karakter«, svara eigi vel til þess orðs. »Karakter« er við-
tækara og merkir þann aðal, þá festu og þau gæði, sem
fólgin er í skapi mannsins. Orðhagir menn ættu að koma
með nýtt orð, snjalt og viðeigandi. Mjer datt nú í hug
aðalfesta.
Ef vjer virðum fyrir oss blöðin á Islandi, má sjá að
þau hafa ofurlítinn áhuga á því, sem er til sannra þjóð-
þrifa. Pau leiðbeina eigi nje fræða, eins og þau ættu að
gera, og þau finna eigi að, eins og þau ættu að finna að.
Það vantar þó ekki aðfinningar hjá þeim, en þær eru
mest um pólitiska mótstöðumenn og oft hlutdrægar og
stundum algjörlega ósannar: Uar eru flokksmenn sem
finna að flokksmönnum. Ear eru og ribbaldar og fjár-
glæframenn, sem klóra yfir gjörðir sínar og glepja mönn-
um sýn. Ear eru menn, sem berjast um völdin, í stað
þess að það ætti að standa á sama, hver færi með völd-
in, að eins ef farið er með þau vel og samviskusamlega,
og með einlægu rjettlæti og miklum dug og framtakssemi.
8*