Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Blaðsíða 165
Jakob Jakobsei
n 165
lotinn 1 herðum, breiðleitur og kringluleitur, augun grá og
snarpleg, nefið í þykkara lagi og varirnar, dökkur á hár og
skegg, þjettvaxinn og hvatlegur á fæti, snar og fylginn sjer«.
Dr. phil. Jakob Jakobsen, Færeyingur. Færeyingar
urðu fyrir miklum skaða við fráfall dr. Jakobs Jakobsens 13.
ágúst 1918. Hann var fremstur allra færeyskra fræðimanna
og sannur vísindamaður, hinn mesti málfræðingur, sem Færey-
ingar hafa átt, og lætur hann eftir sig mikið vísindalegt starf.
Hann lagði stund á
norræna málfræði,
en sjerstaklega á
færeysku og leifar
norrænnar tungu á
Hjaltlandi og i
Orkneyjum. Hann
lagði þessar skosku
eyjar undir norræna
málfræði, því að
enginn hafði rann-
sakað »norn«, hina
norr. tungu Hjalt-
lendinga og Orkn-
eyinga, áður. Hann
gerði það upphaf-
lega í þeim tilgangi
að verða fróðari um
móðurmál sitt. Hann
vann fósturlandi
sínu stórmikið gagn
og norrænni mál-
fræði, og hann
hafði þýðingarmikil
verk í huga og í
undirbúningi, er hann fjell frá, enda varð aldur hans eigi hár.
Nú sem stendur getur enginn haldið starfi hans áfram, en
þvl sárara var að missa hann, ekki að eins fyrir landa hans
og vini, heldur og fyrir norræn vísindi.
Jakob Jakobsen var fæddur 22. febrúar 1864 í f’órs-
höfn. Faðir hans var bókbindari og bóksali, Hans Nikolaj
Jakobsen, en kona hans og móðir Jakobs var Johanne Marie
Hansdóttir frá Tröðum á Sandi, og var hann yngsta barnið.
Jakob var í báðar ættir kominn af hraustu bændafólki, og er