Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Blaðsíða 109
Alþingi
109
fovorki eru vel að sjer nje nógu samviskusamir til þess
að vera fulltrúar þjóðarinnar. Stundum hefur almenning-
ur og sent drykkfelda menn á þing, og stundum þröng-
sýna, ósjálfstæða menn og hringlanda, menn, sem tala
áður en þeir hugsa, eða geta ekki breytt eins og þeir
tala og kenna í sjálfum þingsalnum.
Petta má eigi eiga sjer stað. Almenningur má eigi
fara svona að ráði sínu. Hann breytir illa, afarilla, gegn
sjálfum sjer og öllu þjóðfjelaginu með því að gera slíkt.
Afleiðingin af þessu hefur verið sú, að margt hefur
farið illa hjá þingi og þjóð. Svo hefur alþingi verið
skammað botnlaust og vitlaust, sbr. t. a. m. blöðin »f*jóð-
stefnu« og »Pjóðina«, sem nafnlaus maður gaf út í
Reykjavík fyrir skömmu. Stundum hafa menn látið sjer
þau orð um munn fara, að rjett væri að afnema alþingi.
Slík orð eru fjarstæða, fyr en annað betra er fundið í
staðinn.
En alþingi þarf að laga og bæta, bæði með því að
almenningur velji hæfari og samviskusamari menn á þing, en
ósjaldan á sjer stað, og með því að laga vinnuaðferð þingsins.
Hjer skal nú bent á eitt atriði, sem bráðnauðsynlegt
er að laga.
Því verður ekki neitað með rjettu, að alþingi er það
sjerstaklega að kenna, að fjárhagur landsins er svo bág-
borinn eíns og raun er á orðin. Bæði hefur það fjárráð-
in á hendi ásamt landsstjórninni, og svo velur það ráð-
herrana, fjármálaráðherrann eigi síður en aðra. Pað hefur
stundum gætt þess að velja menn eftir hæfileikum í ráð-
herraembættið, en stundum hefur það alls ekki gætt þess.
En svo gætir það þess ekki heldur, að vinna saman með
ráðherrunum í fjárhagsmálum eins og vera ber. Pað
gerir þó hvert löggjafarþing í hverju mentuðu landi, að
minsta kosti ávalt er það hefur áhrif á, hverjir eru ráð-
gjafar. Tæplega í nokkuru landi er þessa gætt eins vel