Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Blaðsíða 14
14
Þorv. Thoroddsen
vildi kannast við. í rauninni er last Schillers, honum óaf-
vitandi, eintómt lof um náttúrufræðinginn Humboldt, það
sýnir, að Humboldt hafði einmitt þá kosti sem náttúru-
fræðingur þarf að hafa; Schiller lifði hugsjóna og drauma-
lífi og hefur þá þegar verið farinn að hneigjast að nátt-
úru- og hugspekinni þýsku, sem litlu síðar einmitt hófst
við háskólann í Jena. Allri þeirri stefnu var A. v. Hum-
boldt mjög fráhverfur, og gat hann því, er hann kom
aftur frá ferðum sínum í Ameríku, ekki haldist við á
Pýskalandi, en sneri sjer til Frakklands, flýtti sjer út úr
heimspekismuggunni þýsku í hreinna og tærara loft í
París, og varð þar alveg samgróinn vísindalífinu, sem þar
var þá á mjög háu stigi.
Pegar A. v. Humboldt hafði sagt af sjer námustjóra-
embættinu, byrjaði nýtt tímabil í æfi hans, og var hann
nú í mörg ár á stöðugum ferðalögum fyrst í Európu og
síðan í Ameríku. Pá voru ófriðarár mikil sem kunnugt er,
og var styrjöldin til mikils trafala fyrir allar samgöngur,
þó ekki kæmist alt á eins afskaplega ringulreið eins og
nú í heimsófriðnum mikla. Fyrst fór Humboldt með L.
v. Buch um Alpafjöll og Ítalíu, en allur hugur hans var
á því að komast til heitu landanna, en fyrirætlanir hans
voru óframkvæmanlegar vegna styrjaldarinnar. Humboldt
hafði fyrst ætlað sjer til Egyptalands, svo til Indlands og
Háasíu og loks hugkvæmdist honum að slást í för með
frönskum leiðangri undir forustu Baudin's, sem átti að
fara kringum jörðina, en það fórst líka fyrir. í París kynt-
ist Humboldt Aimé Bonpland (1773—1858), ungum grasa-
fræðingi, sem varð honum mjög handgenginn og lofaði að
ferðast með honum hvert í veröld sem væri. Humboldt
datt þá í hug að reyna að fá leyfi til þess að fara rann-
sóknarferð til Suðurameríku, en þar var ekki greitt að-
göngu, öll Suðurameríka (að Brasilíu fráskildri), Mexicó,
Kúba og Miðameríka heyrðu þá undir Spánarkrúnu og