Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Blaðsíða 148
148 Landmælingadeild herfaringjaráðsins
landsmönnum að mesta gagni í verklegu tílliti. Lands-
stjórninni eru þeir að miklu liði við alla vegagjörð og við
símalagningu. Ef uppdrættir þessir hefðu verið til, þá er
byrjað var að leggja akvegi á Islandi, hefðu sumir veg-
irnir verið betur lagðir, svo sem vegirnir frá Reykjavík
austur yfir Mosfellsheiði og Hellisheiði. En uppdrættir
þessir geta og orðið allri alþýðu að miklu gagni. Hver
bóndi getur haft gagn af þeim, þá er hann vill gera
jarðabætur eða nota svo vel jörð sína og haganlega sem
verða má. Peir verða og sveitamönnum að liði, þá er
þeir senda smala á afrjetti. Peir verða mönnum að liði,
er þeir spyrja til vegar. Pað má ferðast eftir uppdrátt-
um þessum; á þeim sjást allar götur, og vilji menn fara
eftir sjónhendingu, má mjög ráða af þeim, hvort það
muni fært eða ekki. í fám orðum sagt, þeir verða hinn
besti leiðarvísir og ráðanautur um bygðir og óbygðir, þá
er verki landmælingamannanna verður lokið.
Uppdrættir þessir ættu nú að verða til þess að lands-
menn tækju að safna s[taðanöfnum og leggja meiri
rækt við þau en verið hefur; hefur oflítið verið unnið
að því verki, þótt nokkuð hafi verið unnið í þá átt, eins
og nokkrar ritgjörðir í Safni til sögu íslands (bæja-
nöfn eftir Finn Jónsson og fleira) bera vitni um. Við
rannsókn á staðanöfnum Islands geta uppdrættirnir
komið að miklu liði. Nú ættu menn að kaupa upp-
drætti þessa, hver bóndi af sinni jörð eða sveit og svo
ættu hinir kunnugustu menn í hverri sveit eða á hverri
jörð að rita eða láta rita þau staðanöfn á þau, sem vanta.
Peir menn í sveitum, sem vilja gera þetta, þurfa venju-
lega eigi að kaupa nema eitt blað; eru því peningaútlátin
að eins ein króna; en sumir búa svo að þeir þurfa á
tveimur blöðum að halda og verður þá kostnaðurinn tvær
krónur. En líka ætti einhver mentastofnun á íslandi að
gangast fyrir þessu, svo sem t. a. m. háskólinn (heim-