Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Blaðsíða 118
Verkefni íslcnding;
118
manna á þeim. Jeg hef minst á þetta við ýmsa menn
af íslandi, og hafa þeir allir mælt, að þeim manni mundi
ekki verða vært í landinu, sem það gerði. En skyldi það
eigi vera skakt? Jeg hygg það. Hitt er annað, að slíkt
mundi verða svo óvinsælt, að fáir munu þora að gera
það hlutdrægnislaust, en það þurfa aðfinningarnar
einmitt að vera, og með tímanum mundu menn þá sjá,
hve þarfar þær eru, og þá mundi mönnum lærast að
meta þær rjettilega. En ísland vantar óháða, góða og
þrekmikla menn, og verk þetta er svo erfitt, að enginn
getur gert það svo í lagi sje, nema sá, sem ann meira
Islandi og hinni íslensku þjóð en sjálfum sjer.
En þetta getur breyst, ef góðar mæður vildu venja
börn sín þegar í bernsku á sannleiksást. Ef þeim væri
með alúð kent, að þau mættu aldrei segja ósatt, mundi
tæplega nokkurt barn vera svo tornæmt, að það gæti
eigi lært það. »Það er ómögulegt fyrir mig að leiðbeina
þjer«, sagði móðir ein á íslandi við barn sitt, »efþúsegir
mjer ekki satt. Jeg bið þig eigi um það til þess að geta
refsað þjer, ef þú gerir eitthvað, sem þú mátt eigi gera.
Jeg get ekki hugsað mjer að þú getir gert neitt, sem jeg
get eigi fyrirgefið þjer, en jeg get eigi leiðbeint þjer, ef
þú segir mjer eigi satt*.
Svo þarf og að leggja alla stund á að styrkja
»karakter« barnsins, svo það falli eigi fyrir freistingum,
og venja það á starfsemi, svo að hamingjan fylgi því.
Ef hin rjetta undirstaða er lögð þegar í bernsku og
æsku, mun það bera ávöxt á manndómsaldrinum. Og
íslendingar þurfa þá ekki að kvíða framtíðinni. f*að er
sumt betra hjá litlum þjóðum en stórum, ef vel er á
öllu haldið; smáþjóð á þá hægra með að verða fyrir-
myndarþjóð en stór þjóð. Meðal stórþjóðanna eru margir
troðnir undir í fjöldanum. Og heimsófriðurinn hefur sýnt