Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Blaðsíða 42
42
Ingibjörg Ólafsson
konu með stórt, gáfulegt andlit. Ókunnugur vegíarandi
nemur ósjálfrátt staðar og virðir þetta andlit fyrir sjer;
ekki af því að það sje svo framúrskarandi fagurt, en það
er eitthvað svo aðlaðandi við það, drættirnir lýsa við-
kvæmni og viljaþreki.
Natalie Zahle stendur á steininum.
Neðan undir andlitsmyndinni eru tvær aðrar myndir;
þær eru af ungri stúlku með opna bók í keltunni, og
stúlkubarni, sem stendur við hlið hennar og horfir á hana
með mikilli eftirtekt. Myndir þessar eru ekki af neinum
sjerstökum, en eiga að tákna æfistarf Natalie Zahle,
kenslustarfið.
Myndastytta þessi var afhjúpuð í maímánuði 1916,
og þóttu það mikil tíðindi, því að engri danskri konu
hefur hlotnast slíkur heiður fyr, nema einni drotningu.
Hjer skal getið helstu æfiatriða Natalie Zahle, en þar
verður fljótt yfir sögu að fara. Peim, sem vilja vita
meira um hana, vil jeg ráða til að ná sjer í æfisögu
hennar.1) í*að er ágætisbók, og ættu allir kennarar og
kenslukonur, sem skilja dönsku, að lesa hana.
Natalie Zahle var fædd 11. júní 1827 í Assens við
Horsens á Jótlandi. Par var faðir hennar, Sophus Zahle,
prestur nokkur ár. Skömmu eftir að Natalie fæddist, fekk
faðir hennar Hvedstrup prestakall, skamt frá Hróarskeldu.
Frá Hvedstrup hafði Natalie hinar bestu og fegurstu
bernskuminningar sínar.
Foreldrar hennar voru fyrirmyndarhjón, bæði bráð-
hinni ungu stúlku, hinni uppvaxandi kenslukonu mikla og áreiðanlega
þekkingu, til að þroska Ijósa hugsun hjá henni og alvarlega starfslöngun,
hef jeg aldrei mist sjónar á aðaltakmarkinu: hreinleikd hjartans og
styrkleika viljans. J) Natalie Zahle: I, Mit Liv, N. Zahles efter-
ladte Papirer ved Th. Moltke. II. N. Zahle i sit Liv og sin Virken, af
Henriette Skram. 2. Oplag. Köbenhavn 1914. Det Schönbergske For-
lag 309 bls. Verð 4,50, í bandi 6,25. I bókinni eru 26 myndir.