Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Blaðsíða 160
ióo Jón Pórðarson Thoroddsen
skóla og settist í efra bekk og útskrifaðist þaðan um vorið
1840, á fyrsta ári um tvítugt. Næsta vetur dvaldi Jón Thor-
oddsen á Hrafnagili í Eyjafirði við kenslustörf, en sigldi svo
til háskólans í Kaupmannahöfn með Búðaskipi um sumarið
1841, dvaldi svo tvo vetur í Höfn en fór 1843 snöggva ferð
til Islands aftur og var um sumarið hjá foreldrum sínum á
Reykhólum.
Ekki vissu skólabræður Jóns Thoroddsens til þess, að
hann fengist við skáldskap eða yrti vísur eða kvæði meðan
hann var í skóla, en þó hafði hann snemma borið við að
yrkja, það sýnir vísan um Barmahlíð hjá Reykhólum, sem
hann orti 13 vetra:
Brekkufríð er Barmahlið
blómum víða sprottin,
fræðir lýði fyr og síð:
fallega smíðar drottinn.
Og ári síðar orti hann:
Til bókar er jeg lítt lagaður,
lengi sit ei að;
ætli það verði úr mjer maður?
— ekki held jeg það.
Pað er enginn klaufi sem yrkir svona fyrir innan ferm-
ingu; hagmælskan hefur auðsjáanlega verið honum meðfædd.
Á Nerðurlandi hitti Jón Thoroddsen Bjarna amtmann Thor-
arensen og tók amtmaður honum vinsamlega í frændsemis-
skyni, því þeir voru að þriðja og fjórða frá síra Páli á
Hvanneyri, föður Bjarna landlæknis. Amtmaður varð þess var,
að Jón var hagmæltur og ýtti undir hann að yrkja; þó mun
hann ekki hafa gert mikið að því á þessum árum og fyrstu
árin, sem hann var í Kaupmannahöfn. í Höfn tók Jón
Thoroddsen mikinn þátt í hinu fjöruga stúdentalífi, sem þar
var þá meðal íslendinga, las lögfræði 1 orði kveðnu, en »ljek
meiri hugur á að ganga aðrar leiðir en þær sem leiddu að
embættisprófi«, segir Jón -Sigurðsson. Á þeim árum orti hann
ýms kýmniskvæði og sýndi það sig fljótt, að honum ljet betur
þesskonar kveðskapur en flestum Islendingum öðrum; hann
var eins og Jón Sigurðsson segir »i«anna fyndnastur og orð-
heppnastur, snarpbæðinn, en þó græskulaus*. Pá orti hann
og ýms ættjarðarkvæði, »sem votta brennandi ást til fóstur-
jarðarinnar«.
Vorið 1847 fór Jón Thoroddsen enn til Islands og
dvaldi um sumarið hjá móður sinni á Reykhólum, faðir hans
var dáinn árinu fyr, en um haustið hvarf Jón Þórðarson aftur