Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Blaðsíða 56
56
Ingibjörg Ölafsson
skólastörfum. Henriette Skram tók þá við yfirforstöðukonu
embættinu, en hefur nú sagt af sjer vegna elli, og fröken
Martha Steinthal hefur nú tekið við yfirstjórn skólans.
Hann heitir enn þann dag í dag »N. Zahles skóli«.
Síðustu árin bjó fröken Zahle mest í Vedbæk. f*ar
átti hún dálítiö hús með fallegum blómsturgarði. Hún dó
ii. ágúst 1913, 86 ára. Við dauða hennar var mikið
ritað um hana i blöðin, mörg fögur og sönn orð voru
rituð og sögð um það, hve mikla þýðingu hún hefur haft
fyrir danska menningu. »Að ganga í þvílíkan skóla«,
skrifar ein af nemendum hennar í eftirmæli um hana,
»hefur jafnmikla þýðingu og að vera alin upp á góðu
heimili*. Börnin eru hálfan daginn { skólanum og ósjálf-
rátt flytja þau heim með sjer áhrifin þaðan, svo þau
hljóta að hafa þýðingu fyrir heimilið, vonda eða góða,
eftir því sem skólinn er og kennararnir.
Það er ábyrgðarmikil staða að hafa kenslu á hendi,
því börn og unglingar eru svo móttækileg fyrir öll áhrif.
Allir góðir foreldrar eiga því að láta sig það miklu skifta,
hvernig þeir kentiarar eru, sem kenna börnum þeirra.
Natalie Zahle skildi til fulls, hve háleitt hlutverk
kennarinn hefur á hendi og hversu mikla þýðingu skólinn
hefur fyrir hinn uppvaxandi æskulýð og hve afaráríðandi
það er, að kennarinn geri sitt til þess að vekja og glæða
alt það, sem er gott og göfugt í sál nemandans, því
þjóðinni ríður á, að hver einstaklingur verði að nýtum
manni.
Natalie Zahle lagði jafnframt stúnd á að kenna sjer-
hverri af öllum þeim aragrúa af kenslukonum, sem hafa
lært hjá henni, að skoða kenslustarfið sem heilagt hlut-
verk. Með því hefur hún gert dönskum æskulýð, sem nú
lifir, og komandi kynslóðum í Danmörku, ómetanlegt gagn.
Ing-ibjörg Ólafsson.