Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Blaðsíða 112
2
Verkefni íslendinga
nóv. 1909, er Tryggva Gunnarssyni var skyndilega vikið
burtu til sællar minningar, en setningartíð er eigi vant að
telja til eftirlauna, enda þótt um menn sje að ræða, sem
eiga rjett til eftirlauna. Hann fekk fáeina alþingismenn
til þess að flytja bæn sína um eftirlaunin inn á þing.
Hann gekk fram hjá landsstjórninni, og alþingi reyndist
svo illa að sjer í almennum stjórnarfarsreglum, að það
leitaði eigi samþykkis stjórnarráðsins í þessu máli. Sýsl-
unarmenn eiga eigi rjett til eftirlauna, en vilji landsstjórn-
in og alþingi láta þá njóta sama rjettar sem embættis-
menn, verður það að hafa lög þau í huga, sem það hef-
ur sett um eftirlaunin og breyta samkvæmt þeim. Alþingi
getur því ekki veitt hærri eftirlaun en samkvæmt gild-
andi eftirlaunalögum, nema með því að brjóta rjett á öll-
um embættismönnum landsins og allri þjóðinni. 1 þessu
máli hefur alþingi misbeitt fjárveitingarvaldi sínu, svo að
minkun er að, og svo að fjárhag landsins og frelsi þjóð-
arinnar er hin mesta hætta af því búin, ef það er látið
óátalið og eigi er gert við þessu í tíma.
Slíkt ranglætisverk má alþingi aldrei fremja aftur.
JEf það heldur lengra áfram á slíkri braut, þá getur farið
svo illa fyrir þingi og þjóð sem fór fyrir þingi íra og
írum í lok 18. aldar. Petta mál og margt fleira sýnir,
að breyta verður stjórnarfarssköpunum um fjárveitingar-
valdið, ef landið á eigi að sökkva í óþarfa skuldir, og ef
rjettlæti á að rikja á íslandi en ekki ójöfnuður og gjör-
ræði.
Ef löggjafarvaldið sjáift heldur eigi þau lög, sem það
setur, er eigi til mikils að vera að setja lög.
Alþingi hefur á síðustu árum veitt nokkrum sýslunar-
mönnum eftirlaun eða styrktarfje. En það hefur aldrei
numið meiru en fáum hundruðum króna á ári. Rjettast
væri að setja almenn lög um það, og láta sýslunarmenn,
sem rækja vel starf sitt og fara eigi úr sýsluninni sökum