Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Blaðsíða 64
64 Sambandslögin 191S
mörku sem danskir ríkisborgarar fæddir þar. Svo eru
þar fjögur ákvæði, er kveða nánar á um þetta.
Hjer er eigi um það að ræða, að veita Dönum nein
ný rjettindi á íslandi, nje heldur íslendingum nein ný
rjettindi í Danmörku, heldur að hvorirtveggju hafi fram-
vegis hvorir í annars landi hin sömu rjettindi (jafnrjettindi),
sem þeir hafa áður haft og hafa enn.
Um ekkert í sambandslögunum hefur verið ritað og
rætt jafnmikið á Islandi sem um grein þessa um jafhrjetti
milli Dana og íslendinga. Mörgum hefur mislíkað það,
að Danir fái framvegis jafnrjetti við Islendinga á Islandi,
jafngildi fæðingarrjettarins; einstaka mönnum hefur enda
líkað það svo illa, að þeir hafa heldur viljað fella sam-
bandslögin en að ganga að því. enda þótt Island yrði
eigi sjálfstætt fyrir bragðið.
Það hefur verið talað um, ab Island væri »nálega
þrem sinnum stærra en öll Danmörk« og að það hafi
»nær óþrjótandi lindir afls og auðs«.
Rjett eins og alt sje komið undir stærð landanna!
Halda menn þá, að hið mikla nágrannaland vort Græn-
land sje auðugra og meira búsældarland en Islandr
Bygt land á Islandi er um 14000 ? km., nálega
þrem sinnum minna en í Danmörku, og afl og auðsupp-
sprettur eru margfalt meiri í Danmörku en á íslandi.
Pað er sannleikurinn. Ódáðahraun, Stórisandur og Sprengi-
sandur, Vatnajökull og Mýrdalsjökull og önnur öræíí ís-
lands eru landinu fremur til skaða en hagsældar. Pá er
um landsgæði er að ræða, má telja 'þetta frá, enda hefur
það aldrei verið talið fram til tíundar.
011 þessi umræða er harla lærdómsrík, því að hún
sýnir, hve rjettlæti hefur enn náð litlum þroska á íslandi.
Lagaskýringar manna eru eftir því, en ekki er rúm til að
minnast á þær.
Ekki einn einasti maður, sem er á móti jafnrjetti