Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Blaðsíða 27
Alexander von Humboldt
27
óhætt kalla Humboldt föður hennar; þó nokkuð hefði
áður verið athugað þar að lútandi, þá var það alt í mol-
um; Humboldt kom fyrst með heildaryfirlitið og hann
ritaði líka fyrstur um hinn ýmsa svip gróðrarfjelaganna í
ýmsum löndum og veðurbeltum. Pá lagði Humboldt líka
grundvöllinn undir loftslagsfræðina (klimatólogi), hann
sameinaði fyrstur þá staði á hnettinum með línu, er höfðu
hinn sama meðalhita, dró fyrstur jafnhitalínur (isothermer)
um jörðina, hafði þetta síðar mikla þýðingu fyrir vísindin.
Humboldt auðgaði flest vísindi eigi aðeins með nýjum
athugunum heldur líka með nýjum hugmyndum og hann
var snillingur í því að finna lög og reglur og eðlilega
samtenging á sundurlausum athugunum. Humboldt var
brautryðjandi í vísindalegri þekkingu um alment eðli jarð-
arinnar. Fyrir þetta mikla rit fekk Humboldt alls engin
ritlaun og kostaði til þess á annað hundrað þúsund króna
úr sínum eigin vasa, en þá voru peningar meira en helm-
ingi verðmeiri en nú. Humboldt taldi Parísarveru sína,
meðan hann var önnum kafinn við útgáfu þessa mikla rit-
safns, hinn farsælasta hluta æfi sinnar. Nánustu vinir
Humboldts og samverkamenn voru heimsfrægir snillingar,
menn eins og Arago, Cuvier, Guy-Lussac, Lamarck,
Laplace, Latreille, Pictet, Valenciennes, Vauquelin, Wal-
ckenaer o. fl., allir enn í dag skærar stjörnur í sögu vís-
indanna. Gerði dagleg samvera við þessa menn, sem
hver var meistari í sinni grein, ekki lítið til þess að lífga
hinn fjöruga og fjölhæfa anda Humboldts, sem vel hefði
getað dofnað nokkuð í andlausu umhverfi.
Humboldt hafði snemma haft mikla löngun til þess
að ferðast til Asíu, til þess að geta borið náttúru þeirrar
álfu saman við Ameríku, sjerstaklega hafði hann hug á
að kynna sjer hin miklu fjalllendi, sem ganga yfir álfuna
þvera. Hafði Humboldt á ýmsan hátt búið sig undir slíka
ferð, stundað Austurlandamál einkum persnesku og sans-