Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Blaðsíða 87
Framkvæmdin. 87
VIII.
Framkvæmdin. Ad sníða sjer stakk eftir vexti.
Til þess að ísland komist úr skuldum, þarf það að sníða
sjer stakk eftir vexti. Það er listin, að öllu verði nú vel
og viturlega fyrir komið, og það tekið fyrst til fram-
kvæmda, sem mest nauðsyn er á. Pað er nauðsynlegt
að byrja á að bæta uppeldi og uppfræðslu þegar í stað,
og reisa góð og holl skólahús sem allra fyrst. En það
er t. a. m. engin nauðsyn á því nú þegar, að setja á stoín
hæstarjett í Reykjavík. Ef ætti að setja þar sæmileg-
an hæstarjett á stofh, mundi það og kosta 2400x2 kr. á
ári. Pað er óhæfa að færri menn sætu í æðsta dómi Is-
lands en sjö, — helst ættu þeir að vera níu, — einkum
ef yfirdómurinn væri afnuminn, eins og talað er um, og
dómstigin að eins tvö. Pað yrði því að bæta fjórum
dómendum við þá þrjá dómara, sem eru í landsyfirdómn-
um. En síðan peningar fjellu í verði, eða verð á öllum
nauðsynjum steig, eru laun yfirdómaranna óhæfilega lág.
Pau þarf því að hækka upp í hjer um bil 6000 kr., eða
láta þá byrja með svo sem 5400 kr. og stíga fjórða
hvert ár um 400 kr. upp í 6200 kr., ef sú aðferð væri
höfð. Dómstjóri ætti þá ávalt að hafa 620C kr. Með
6000 kr. launum nú eru yfirdómendurnir tæplega eins vel
settir eins og með 3500 til 4800 kr. fyrir hjer um bil 30
árum, þá er laun þeirra voru ákveðin (sbr. launalögin 9.
des. 1889).
Hæstirjettur í Kaupmannahöfh getur enn um hríð
dæmt þau hin fáu íslensku mál, sem kann aö verða skot-
ið til hans, á meðan ísland er að komast úr skuldum og
koma á nauðsynlegustu endurbótum innanlands. Nú hefur
Island rjett til þess að breyta þessu. er það vill, og er
það gott, en það á eigi að nota þann rjett fyr en það
hefur almennilega ráð á því, því að engin nauðsyn krefur
að þetta sje gert þegar í stað. í hæstarjetti er hið mesta