Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Blaðsíða 86
#6 Verkefni lslendinga
verði mjög dýrar, þvert á móti. Ef jarðirnar yrðu mjög
dýrar, gætu eigi nema einstaka menn, efnamenn, orðið
bændur eins og ástandið er nú á Islandi. Aðrir en efna-
mennirnir befðu eigi ráð á því, nema með því að sökkva
sjer í stórskuldir. Búskapurinn mundi borga sig illa, því
að menn mundu eíga svo erfitt með að greiða hið háa
eftirgjald eftir mjög dýrar jarðir, hina árlegu vexti af
miklu jarðarverði. Pess vegna hafa mjóg dýrar jarðir við
Reykjavík lagst í eyði (sbr. Ársrit fræðafjelagsins 2. ár,
bls. 110).
Á núgildandi fjárlögum (1918—1919) eru tekjur ís-
lands áætlaðar um 2350000 kr. að meðaltali á ári (árs-
tillagið úr ríkissjóði fellur burtu síðara árið), en skuldir
landssjóðs voru í sumar taldar 19 miljónir eða hjer um
bil 8 sinnum meiri en árstekjurnar. Petta eru óhæfilega
miklar skuldir. Ársrentan er um 900000 kr. á ári, eða
með öðrum orðum helmingur af tekjum landssjóðs verður
að ganga í rentur og afborgun. Alþingi og fjármálaráð-
gjafi heíur eigi heldur borið hamingju til þess að sjá um
það í tíma, að hæfilega mikið af því fje, sem einstakir
menn hafa grætt á ófriðarárunum, rynni í landssjóð, og
er það stórkostleg yfirsjón. Hinn nýja tekjuskatt á fyrst
að innheimta 1919 (sbr. lög nr. 54, 26. oktbr. 1917),
Hinu mikla gróðaári 1916 er slept.
Pað hefur eigi heldur verið sjeð fyrir því,'að ísland
ætti landsskuldabrjef eða ríkisskul dabrjef, eins og
rjett verður að nefna þau, þá er ritgjörð þessi kemur út.
Ríkisskuldabrjef ætti þó landið að gefa út, til þess að ná
í lán hjá landsmönnum sjálfum og þurfa eigi að lána svo
mikið hjá öðrum þjóðum. Skuldabrjef þessi gætu sýslu-
menn haft á boðstólum, svo að sveitamenn þyrftu eigi
að leita til Reykjavíkur, er þeir vildu kaupa slík brjef;
gætu þeir þá eignast þau án mikillar fyrirhafnar.