Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Blaðsíða 59
Gleðileg málalok
59
þjóðfjelagsins. — Jú, við það hvorttveggja hafði hann
orðið var. — En því skyldu menn þá ekki gleðjast, þegar
meiri þjóð í fyrsta sinni á æfiferli mannkynsins upp-
fylti skyldu sína við minni þj óð ?
Og enn er ástandið í grein þessari svo á jörðunni,
að meiri hluti mannkynsins telur það enga skyldu, að
sýna minni þjóð fult rjettlæti nje veita henni jafnrjetti við
sig. Meiri hluti manna í öðrum ríkjum áleit Dani hafa
veitt Islendingum meira sjálfstæði, meira frelsi og meiri
hlunnindi, en þeir væru skyldugir til og dæmi væru til.
í riti þessu hefur áður verið bent á, hve ríkin eða
þjóðirnar eru komnar skamt á leið í siðalögmáli sín á
milli, miklu skemra en einstakir menn, sjá Ársrit 2. ár,
bls. 91—92. En vonandi er að þetta breytist nú til
batnaðar, þá er ófriðnum lýkur. Pað er sannarlega mál
komið til þess, að hatrið og ræningjahátturinn hverfi, en
að rjettlæti fái í þess stað að ráða í viðskiftum þjóðanna.
Að því ættu allir góðir menn að vinna, og það því frem-
ur sem hætt er við, að alt þetta eigi enn langt í land, þá
er þess er gætt, hvernig leiðtogar og stjórnendur stór-
þjóðanna tala þessa dagana og miljónir manna víða um
lönd. Menn hugsa svo mikið um hefndir, að þeir eiga
erfitt með að taka sáttum og fyrirgefa. Stórveldin hafa
hingað til verið hefndargjörn í meira lagi. Hugsunarhátt-
urinn þarf að breytast.
II.
Undirtektirnar í öðrum ríkjum. Viðsjáverðir
vinir. Málalokin milli Dana og íslendinga hafa vakið
eftirtekt í öðrum ríkjum og hafa flestir fagnað þeim og
glaðst. Peirra hefur verið getið með hlýjum hug bæði
austan hafs og vestan. í »New York Tribune*, einu
hinu merkasta blaði í Ameríku, segir t. a. m. að danska
stjórnin hafi með aðferð sinni gefið mannkyninu sann-
verulegt dæmi upp á rjettlæti, göfuglyndi og víðsýni.