Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Blaðsíða 173
I’rír Svíar
'73
kvinnosprák och andra ámner (1900), Fresta duger (1914).
Hann hefur og samið sænska málfræði og margt annað; ótelj-
andi ritdómar og blaðagreinir og þesskonar eru til frá hans
hendi. Hann var og lengi í stjórn hinnar miklu sænsku orða-
bókarútgáfu, er fram fer í Lundi. Hann hefur barist fyrir
málhreinsun með Svíum og vill útrýma útlendum orðum sem
mest og hefur ritað rækilega um það mál. Hann hefur þann-
ig verið einn meðal hinna nýtustu .manna, og eins og sjest af
þessu fáa, sem hjer er nefnt, hefur hann ekki verið eingöngu
málfræðingur, ( þrengstu merkingu þessa orðs. Starf hans
við skólakenslu og fyrir umbótum á henni hefur og verið
mjög mikilsvert. t’rátt fyrir augnamein sitt hefur hann hald-
ið áfram bóklegum störfum með ótrúlegu þreki. Cederschiöld
er hið mesta ljúfmenni í lund og ágætismaður, hinn mesti
samsmaður í hvívetna.
Axel Kock. Axel (fullu nafni: Karl Axel Lichnowsky)
Kock er fæddur 2. mars 1851, einn með frægustu málfræð-
ingum Svía. Hann varð stúdent í Lundi 1870, filos. licentiat
1879, doktor sama ár og dósent við háskólann í norrænum
málum. Svo var hann prófessor í Gautaborg 1890—93, og
tók sjer síðan bústað ( Lundi og var um hríð embættislaus.
1907 var hann kvaddur prófessor við háskólann þar og
rektor 1911. í Svíþjóð eru það lög, að embættismenn fari
úr embættum sínum (með fullum launum), þegar þeir verða
hálfsjötugir. A. Kock varð því að gefa upp stöðu sína 1916.
Býr framvegis í Lundi.
Aðalnámsgrein Kocks er norræn mál bæði að fornu og
nýju og sjerstaklega sænskan sjálf. Hann rannsakar aðallega
hljóð málanna og sýnir, hversu þau hafa breyst, og af hverj-
um ástæðum, frá upphafi, og byggir rannsóknir sínar aðallega
á áherslu orða og samstafna (hljóða); það er áherslan, sem
er aðalorsök margra hljóðbreytinga. Hið fyrsta ritverk hans
var »Sprákhistoriska undersökningar om svensk akcent« í 2
bindum (1878—85); hið næsta meginrit var sStudier öfver
fornsvensk ljudlára« (I—II 1882—86) og ritgjörð á þýsku
um xsænska áherslu að fornu og nýju« (1901). í ritum þess-
um, einkum hinu slðasta, tekur hann og mikið tillittil annara
norrænna mála, einkum fomnorrænunnar. Hann hefur ritað
ótal ritgjörða í ýmsum tímaritum á ýmsum málum um alt
þetta mál og ýmsar greinir þess, og loks hefur hann samið
heljarmikið rit um það alt saman, sem út á að koma í 5 bind-
um og heitir »Svensk ljudhistoria«; af ritinu eru út komin
2 fyrstu bindin og fyrri helmingur af því þriðja. Hjer eru