Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Blaðsíða 184
184
Saga hinna frönsku mótmælenda.
bent hjer á bók þessa, sem er talin ágæt bók um það efni.
Vörunum er raðað eftir stafrófsröð og í henni eru taldar allar
hinar helstu vörur. Vörunum er lýst, hvar þær fáist, hvernig
þær eru búnar til, hvemig þekkja eigi gæði þeirra og einnig,
ef þær eru sviknar. Þá er og skýrt frá til hvers þær sjeu
notaðar. Bók þessi er ágæt handbók til að fletta upp í. í
henni eru 492 myndir til skýringar. Á hverri blaðsíðu er
viðllka mikið letur sem á 6 bls. í Andvara, svo jeg nefni bók,
sem almenningi er kunnug. Má af þessu sjá, að bók þessi
er mjög stór.
Sag'a hinna frönsku mótmælenda. Otto Anderssen,
De franske Huguenotter. I,—III. bindi. Kristiania 1907 —
1918. Aschehoug & Co. Þetta rit má heita saga Frakklands
frá 1559—1629, en er þó sjerstaklega um útbreiðslu siðbótar
Lúthers á Frakklandi og ofsóknirnar gegn áhangendum henn-
ar. Þá voru ýmsir merkir menn uppi á Frakklandi, nokkrir
ágætir, en aðrir svikulir og illir; gerðust þá mörg tíðindi, og
er tímabil þetta eitthvert hið sögulegasta í sögu Frakka.
Saga þessi er eigi beinlínis rituð handa sagnfræðingum,
heldur handa alment mentuðum mönnum. Hún er öll frá
upphafi til enda mjög skemtilega rituð, ljós og lipur, rjett eins
og hún væri skemtibók; en hún er þó samin af miklum lær-
dómi, og hefur höfundurinn kynt sjer rækilega ýms heimildar-
rit og mörg hin merkustu rit Frakka frá síðari tímum um
timabil þetta, og einnig ýms rit annara þjóða. Norðmenn
eiga tæplega jafnmerkilegt rit frumsamið á sínu máli um
neinn kafla úr almennri mannkynssögu sem rit þetta.
Myndir af nokkrum hinum helstu mönnum á Frakklandi
eru í riti þessu, prentaðar á sjerstök blöð. 2 fyrstu bindin
eru ódýr og kosta því öll bindin að eins 21 kr. 50 a.
Gunner Engberg:, De unge Aar. Aarhus (De unges
Forlag) 1918. 162 bls. 8. Verð 3 kr. Danir hafa á 20.
öld eignast tvær bækur handa æskulýðnum, sem bera af öðr-
um þess konar bókum. Önnur þeirra er »Ungdomsliv«
eftir hinn ágæta kennimann Olfert Ricard; hún kom fyrst út
1905 og nú eru komnar 25 útgáfur af henni Hin er
»Ungdommens Bog« eftir sjera Skovgaard Petersen, og
er hún þýdd á íslensku og alkunn á íslandi. Bók Engbergs
má skipa við hliðina á þessum ágætu bókum. Hún er um
æskuárin, bæði karla og kvenna. Efnið í henni er marg-
breytt. Henni er skift í 12 kafla, og er hinn fyrsti um að
vera ungur, hvort það sje ljett eða erfitt. Einn kafli er um
aðdáun, annar um skapfestu (karakter-baráttu), þriðji um