Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Blaðsíða 161
Jón í^órðarson Thoroddsen 161
til Hafnar. Þeir Gísli Brynjólfsson og Jón Thoroddsen voru
miklir mátar, báðir skáldmæltir og unnu mjög frelsishugsjón-
um þeim, sem þá hlupu eins og eidur í sinu um alla Norður-
álfuna, þeir tóku sig saman um að gefa út tímarit og fram-
kvæmdu það um vorið, þá kom út fyrsti árgangur af »Norð-
urfara< 1848 og annar árgangur 1849; varð það tímarit mjög
vinsælt á íslandi, einkum vegna hinna gullfallegu kvæða, sem
það hafði inni að halda. Þar ritaði Jón Thoroddsen líka
hina fyrstu skáldsögu sína: »Dálítil ferðasaga«. Hið sama
ár lentu Danir í ófriði við Þjóðverja út úr hertogadæmunum;
gerðist Jón Thoroddsen þá sjálfboðaliði í liði Dana og hjelt
á stað til vígstöðvanna hinn 19. aprfl 1848; kom hann frá
Flensborg með herflokki sínum til Slesvíkur einmitt páskamorg-
un rjett um það leyti þegar bardaginn var að byija, tók þátt
í honum og orustunni við Oversö, en svo ljetu Danir undan
síga ofureflinu og fóru til Als til að hvíla liðið. í byijun
ófriðarins höfðu Danir unnið mikinn sigur á uppreisnarmönn-
um við Bov, en þá komu Prússar þeim til hjálpar, með ofur-
efli liðs; lenti þeim og Dönum saman við Slesvík og urðu
Danir að láta undan síga, því Prússar voru þrisvar sinnum
fleiri. Prússar settust að sunnan til á Jótlandi og ljeku Jóta
harðlega, en Danir biðu um stund átekta á eynni AIs, en
hjeldu svo aftur til meginlands og unnu sigur á Þjóðverjum
við Dybböl 28. maí, var Jón Thoroddsen líka í þessari or-
ustu eins og dr. Jón Hjaltalín segir f erfiljóðum eftir hann:
Dybböls háu hæðum frá
hörfa sá hann fjendur.
Stóð svo í þrauki milli Prússa og Dana fram eftir sumrinu,
uns 7 mánaða vopnahlje var samið 26. ágúst í Málmey, og
hjeldu Prússar þá aftur suður á bóginn. Leit nú ekki út
fyrir nein tíðindi fyrst um sinn og stóðu leiðtogar Dana og
Þjóðveija í sífeldu þjarki um haustið og allan veturinn og
gekk ekki saman og byrjaði stríðið svo aftur um vorið 1849.
En um haustið hafði Jón Thoroddsen fengið lausn úr her-
þjónustu, þótti lítill frami eða ánægja í 'því að halda kyrru
fyrir með setuliði, sem ekkert hafðist að. Seinna bar það við
í samkvæmi íslendinga í Höfn að Grímur Thomsen, sem al-
þektur var fyrir glettur sínar og stríðni, skopaðist að því við
Jón Thoroddsen, að hann, eftir bardagann við Slesvík, hefði
flúið með Dönum yfir á Als. Þá orti Sveinbjörn Egilsson,
sem var viðstaddur, stöku þá, sem stendur í kvæðabók hans.
Sá hefur brandi brytjað öld
bifað landi málma,