Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Blaðsíða 77
Sjóðirnir
77
ar vísindarannsóknir og vísindi og til að styrkja hið and-
lega samband milli Danmerkur og Islands. Til þess
hvorstveggja má telja margt, og skal hjer benda á eitt,
sem snertir andlega sambandið.
Á meðal lögfræðinga á Norðurlöndum og löggjafar-
valdsins er allmikil samvinna, og stefnir hún að því, að
koma á samræmi í löggjöf þessara landa í ýmsum grein-
um, einkum í einkamálum. Nokkrir hinir helstu lögfræð-
ingar, sem til þess eru nefndir af landsstjórninni í hverju
landi, koma saman einu sinni á ári eð.i svo og vinna þá
að þessu. Tetta reynist vel, og viðskifti milli þjóðanna
verða auðveldari, og löggjöfin verður óbrotnari. I þess-
ari samvinnu ættu Islendingar eflaust að taka þátt, því
að það getur orðið mikill hagur fyrir ísland á ýmsan hátt.
Slíkt styrkir og andlega sambandið ekki að eins milli
Danmerkur og lslands, heldur og milli allra Norðurlanda.
Samkvæmt fyrirmælum sambandslaganna má kosta slíkar
ferðir af miljónarsjóðnum í Reykjavík.
ísland á nú sem stendur marga góða lagamenn.
Peir ættu að stofna lögfræðisfjelag í Reykjavík, —
ekki einungis lögfræðingafjelag. — í því ættu að vera
lögfræðingar landsins og þeir menn, sem vilja styðja slíkt
ijelag og hafa áhuga á löggjöf landsins og íslenskri lög-
fræði, þótt þeir hafi ekki próf í lögum. Fjelag þetta ætti
að starfa að endurbótum á íslenskri löggjöf, breiða út laga-
þekkingu, glæða rjettlætistilfinningu manna og vekja virð-
ingu fyrir Iögum. Tað ætti að styðja að því, að Island
fylgdist með löggjöf annara landa, nýjungum og fram-
förum f löggjöf, og einnig styrkja það, sem lýtur að því
að auka þekkingu á íslenskri löggjöf. Pað væri verkefni
fyrir lagadeild háskólans að beinast fyrir þessu.
Finnar eru nú nýlega farnir að tala um að koma á
samræmi á milli löggjafar sinnar og Norðurlanda, því að
þeir sjá, hve mikill hagur er að því. Hið finska lögfræð-