Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1982, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1982, Page 28
DAGBLAÐIÐ & VISIR. LAUGARDAGUR19. JtJNl 1982. Þegar Hol- lendingar fundu skolp- ræsi í miðj- um hallar- garðinum á- kváöu þeir að nota ræs- ið sem út- göngudyr úr prisundinni Colditz. Þeir útbjuggu tvær brúður, Max og Mor- itz. Að lokn- um útiæfing- um voru tveir menn jafnan horfn- ir niður um ræsið en brúðurnar htýddu kalli þýzku varð- anna þegar talning fór fram. Með þessu móti komust fjórir menn undan áður en Þjóðverjarnir uppgötvuðu að Max og Moritz voru brúður en ekki fangart Það er Moritz sem er til vinstri á myndinni. Þjóðverjar lögðu sig alla fram um að tiunda flóttatilraunir fanganna, ekki sizt þær er mistókust. Tilraun þessara tveggja Hollendinga og Englendings var ein þeirra. Þremenningarnir gerðu gat i loftið eins og það er sást á inn- felldu myndinni. Ætluðu þeir svo að hifa sig upp i og komast þannig út i kastalagarðinn. Þeir biðu lengi rétta tækifœrisins en er þeir létu loks tH skarar skriða biðu verðirnir eftírþeim.... Vonandi prentast þessi mynd nægi- lega vel tíl að á henni sjáist svifflug- vólin, hönnuð og smiðuð i risher- bergi kastalans. Vængbreidd hennar var 10 m. Efni vélarinnar var safn alls staðar að úr kastalanum, lengstu borðin voru úr sviði „leik- hússins". Það tók marga mánuði að smíða sviffluguna og þegar hún var loksins fullbúin var komið svo nærri stríðslokum að ekki þótti taka þvi að hætta lifi á flótta. Ætlunin hafði verið að fljúga vélinni yfir kastalaveggina og ótrúlegt að nokkur hafi trúað þvi að slikt tæk- ist: En þeir gáfust ekki upp við að láta sár detta eitthvað i hug, fangam- ir i Colditz, enda voru sifelldar tílraunir þeirra ekki sizt skipulagðar tíl að halda „moralnum" og geðheilsunni i lagi. Einn fanganna, Michael Sinclair, sem Þjóðverjarnir uppnefndu fíauða refinn vegna kænsku hans, reyndi níu sinnum að komast undan en ávallt án árangurs. Að visu komst hann oftast út fyrir kastalann sjálfan en náðist svo á leiðinni tíl svissnesku landamæranna. AO lokum var þrá hans eftír frelsi orðin svo sterk að hann tók einfaldlega á sprettínn i átt tíl gaddavírsgirðingarinnar, sem umkringdi útívistarsvæði fanganna. Verðirnir horföu furöu lostnir á hann klifra upp virana, svo áttuðu þeir sig á hvað var að gerast og skutu hann tíl bana á staðnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.