Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1986, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1986, Blaðsíða 5
DV. MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 1986. 5 Fréttir Frétlir Fréttir Fréttir Ný aðferð til að hætta að reykja: Tyggjo með nikotini Um næstu mánaðamót gefet fólki kostur á nýrri aðferð til að hætta að reykja. Verður þá byrjað að af- greiða út á lyfeeðil nýja tegund tyggigúmmís sem er gætt þeim sér- stöðu að innihalda nikótín. Tyggigúmmí þetta er sænskt og heitir Nicorette. Það hefur verið á lyfjaskrá í Svíþjóð i átta ár en skem- ur í Bretlandi, Bandaríkjunum og Noregi. Rannsóknir hafa sýnt að það dregur úr fráhvarfeeinkennum hjá fólki sem er að hætta að reykja, heldur fólki frá því að reykja á með- an þess er neytt og eykur líkumar á því að fólk hætti að reykja til lang- frama. Rannsóknir á Nicorette sem gerð- ar hafa verið hér á landi benda til þess að það geti komið þeim sem vilja hætta að reykja að verulegu gagni. Á lyflæknaþingi, sem haldið var á Akureyri í lok maí, gerði Þorsteinn Blöndal, læknir við lyflækningadeild Landspítalans, grein fyrir hlutanið- urstöðum rannsóknar á Nicorette sem Landspítalinn hefur staðið fyrir á undanfömum tveimur árum. End- anlegar niðurstöður rannsóknarinn- ar munu liggja fyrir snemma á næsta ári. Rannsóknin fór þannig fram að hópi fólks var boðið að taka þátt í tóbaksvamanámskeiði á vegum lungna- og berklavamardeildar Heilsuvemdarstöðvarinnar í sam- vinnu við lyflækningadeild Landsp- ítalans. Fólkinu var veitt fræðsla og meðferð og síðan skipt í tvo hópa. Annar fékk tyggigúmmí með nikót- íni, hinn fékk tyggigúmmí án nikótíns. Haft var samband við fólk- ið á þriggja mánaða fresti og kom þá í ljós að hjá þeim sem vom sér- staklega sólgnir í nikótín vom 54,2% líkur á að þeir sem fengu tyggjó með nikótíni væm í reykbindindi eftir þrjá mánuði og 33,3% líkur á að þeir væm í reykbindindi eftir sex mánuði. Hjá þeim sem ekki fengu nikótín vom líkumar 29,7% og 20, 8%. Niðurstöðumar benda til þess að í hópi eins og þessum, sem fær fræðslu, meðferð og tyggigúmmí, muni um 45% hætta að reykja. -EA Seltimingar mótmæla ólagi á símkerfinu „Ég er ekki að reyna að klekkja á þótt hann gerði það í raun og vem Anton Holt og undirskriftalistarnir. Yfirmaður hjá Pósti og síma átti hugmyndina að mótmælunum. DV-mynd PK Blaðafulltrúi Pósts og síma: Mikið af kvörtunum frá Seltjarnarnesi „Okkur hafa borist mikið af kvört- unum frá Seltjamamesi, sérstaklega eftir að þessi bilun varð í hugbúnaði móðurstöðvarinnar við Múla á þriðju- dag,“ sagði Jóhann Hjálmarsson, blaðafulltrúi Pósts og síma, í samtali viðDV. Múlastöð ér móðurstöð stafræna símkerfisins í Reykjavík en við það em allir símar á Seltjamamesi tengd- ir. „Þetta er eitt fullkomnasta símkerfi sem völ er á, en það er ekki alfullkom- ið,“ sagði Jóhann. „Kerfið var tekið í notkun í upphafi árs 1984 og segja má að það eigi enn við vissa byrjuna- rörðugleika að etja. Sifellt er unnið að endurbótum á kerfinu f samráði við erlenda sérfræðinga og er talið að búið sé að komast fyrir þessar bilanir." -EA Pósti og síma,“ segir Anton Holt, safn- vörður og símnotandi á Seltjamnmesi. „Ég vil bara fá að nota símann mmn.“ Anton gengst um þessar mundir fyr- ir undirskriftasöfhun á Seltjamamesi til þess að mótmæla ólagi á símkerfinu í bænum. Nú þegar hafa hátt á annað hundrað símnotendur skrifað nöfn sín á lista og fleiri bætast við á degi hverj- um. Meðal þeirra sem hafa skrifað undir er Sigurgeir Sigurðsson bæjar- stjóri. Listinn hefur legið frammi á bæjar- skrifetofunni, í apótekinu og víðar á Nesinu. Efst segir: „Við undirritaðfr simnotendur, sem fengum töluna 6 framan við fyrrverandi númer okkar, förum þess hér með á leit við símstjór- ann í Reykjavík að afriotagjald símtækja okkar verði fellt niður á næsta ársfjórðungi sökum langvar- andi óþæginda og skaða sem við höfum orðið fyrir vegna brevtinga og bilana á símkerfi Pósts og síma.“ Að sögn Antons tók að bera á trufl- unum í símkerfinu árið 1984 þegar tölunni sex var skeytt framan við sí- manúmer á Seltjamamesi. Símtöl slitnuðu, erfitt var að fá són, oft var illmögulegt að ná sambandi út fyrir bæinn. Ef menn náðu svo sambandi var yfirleitt um skakkt númer að ræða. Og þegar hringt var út á Nes annars staðar frá virtist sem síminn hringdi ekki. Lítið sem ekkert lát mun hafa orðið á þessum bilunum frá því „sexið“ kom til sögunnar fyrir tveimUr árum. Sím- notendur á Nesinu hafa kvartað til Pósts og síma en með litlum árangri. „Það er eins og þefr viðurkenni ekki vandamálið," segir Anton. „Sumir hafa þó gefið okkur þá skýringu að þetta nýja stafræna kerfi, sem Selt- jamames er tengt við, starfi ekki eðlilega þegar það kemst í samband við gamla mekaníska kerfið." Anton segir að hugmyndin um und- irskriftasöfnun hafi komið frá einum yfirmanni Pósts og síma. „Ég man því miður ekki lengur hvað hann heitir. Hann er deildarstjóri í skrefatalning- unni. En ég hringdi í hann einhvem tíma um áramótin og sagðist ekki ætla borga afnotagjaldið i mótmæla- skyni. Hann sagðist þá galvaskur bara loka á mig í staðinn, en kom síðan með þessa bráðsnjöllu hugmynd að fara af stað með undirskriftasöfnun. Ég ákvað að slá til og í dag hefur 171 símnotandi skrifað nafn sitt, heimilis- fang og síma á þennan lista. Ný nöfri bætast við á hverjum degi.“ Anton reiknar ekki með að afhenda Pósti og síma listann fyrr en í ágúst. „Við ætlumst ekki til mikils," segir hann. „Við viljum bara að þeir kippi þessu í lag. Til hvers em símar ef ekki er hægt að nota þá?“ -EA SPURNINGAKEH SPRENGISANDUR Vinningar i 8. viku 1 hljómtæki frá Hljómbæ 10 Trivial Pursuit spil 10 úttektir á Coke, Hi-C-vörurTT 100 máltíðir á Sprengisandi Dregið í 8. umferð þann 3. júlí 1986. Skilið svörum inn á Sprengisand í síðasta lagi þann 2. júlí 1986. $ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ Frímiði ókeypis Ef þú kaupir einn hamborgara (venjulegan) færðu annan frítt gegn afhendingu þessa miða. Gildir til og með 2. 1986 ★ ★ í ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ l Akifcll bf., S. U'ikttt M t Itim Abfxit, gcfmn út mtx) Ltyfi I Um\ AtJxn tml, 1 xh. ^*^****************************** R • Hvað eru margar brýr yfir Hvítá í Borgarfirði? • Hver lumbraði á andstæðingum sínum í kvikmyndinni Svöitu tígrisaýrín (e. Good Guys Wear Blackp. «Hvaða alþingismaður sagði: „Dag skal að kveldi S j) lofa en mey að morgni og fjárlóg ei fyrr en að ári'? d> C> • í hvaða sögu er sagt frá Eldjárni greifa? • Hvað er hrákalumma? »í hvaða íþrótt atti Gísli kappi við Þorgrím d> O c> o LCÐ 1 Nafn: Heimili: Póstnr.: Staður: Aldur: Sími:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.