Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1986, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1986, Blaðsíða 14
14 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÚNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 450 kr. Verð í lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr. Hallareksturinn Ríkissjóður er rekinn með gífurlegum halla. Ríkis- stjórnin gerir sér ekki vonir um, að reksturinn verði hallalaus næstu ár. Ætlunin er að draga smám saman úr hallanum, þannig að hann verði enginn eftir þrjú ár. í kjölfar síðustu kjarasamninga fylgdu efnahagsað- gerðir, sem bæði höfðu í för með sér tekjumissi og aukningu útgjalda fyrir ríkissjóð. Eftir samningana var talið, að halli ríkissjóðs mundi fyrir vikið aukast í ár um 1650 milljónir króna, frá því sem gert var ráð fyrir í fjárlögum. Eftir það var búizt við, að hallinn yrði 1,5 milljarður króna í ár eða um 1,1 prósent af áætlaðri framleiðslu þjóðarinnar. Hallinn var 2,3 prósent af frám- leiðslunni í fyrra, en 1984 varð afgangur upp á eitt prósent af framleiðslunni. Ætlunin var að rnæta þessari miklu aukningu tekjuhallans í ár með stórauknum inn- lendum lántökum eða sem næmi 1,5 milljarði króna. Þessi aukning lántöku innanlands mundi keyra upp vexti, það er raunvexti, vexti umfram verðbólgu. En jafnvel þessi spá, sem gerð var strax eftir kjarasamning- ana, ætlar ekki að standast. Nú er búizt við, að hallinn á ríkisrekstrinum verði í ár um tveir milljarðar króna. Ríkisstjórnin sér einnig fram á mikinn halla á næsta ári. Hún ætlar ekki að reyna að eyða hönum strax. Því er um þessar mundir miðað við, að hallinn á næsta ári, 1987, verði ekki meiri en 1,3 milljarður. Síðan megi enn minnka hallann árin 1988 og 1989. Þetta er eitt það mál, sem veldur landsfeðrum hvað mestum áhyggjum. Þetta er eitt af því, sem fylgismenn haustkosninga nefna máli sínu til stuðnings. Verði ko- sið í haust, þyrfti ríkisstjórnin sem sé ekki að gera alvörufjárlög. Þau yrðu gerð eftir kosningar af nýrri stjórn, þar sem jafnvel gæti orðið um aðra flokka að ræða. Haustkosningar eru þó ólíklegar um þessar mund- ir. Flest bendir til þess, að núverandi ríkisstjórn ætli ekki að hlaupa frá fjárlögum ógerðum. Erfitt er að eyða rekstrarhallanum fljótlega nema þá með miklu nýjum sköttum. Niðurskurður ríkisútgjalda verður að vera aðalleiðin. Forsætisráðherra gat nýlega í viðtali við DV um áætlunina um að eyða hallanum á þremur árum. Til- raunin til að hafa hallann 1,3 milljarð á næsta ári er hluti af slíku. Dæmið gæti því gengið upp. Hins vegar munu menn gagnrýna með réttu, að núverandi stjórn skilji ríkisbúskapinn eftir með hallarekstur, þegar næst verður kosið. Hún ætli næstu ríkisstjórn að fást við vandann. Mestu skiptir hvernig fjár verður aflað til að standa undir hallanum. Þar má alls ekki verða um er- lendar lántökur að ræða. Fráleitt væri að slá lán erlendis til að standa undir kjarabótum hér heima fyr- ir. Erlendu skuldirnar mega ekki vaxa. Halli á ríkisrekstri veldur meiri verðbólgu að öðru óbreyttu. Þótt ríkisstjórnin næði markmiðinu um að koma hallanum niður, mun vafalaust koma í ljós, að stjórnarflokkarnir hafa ekki gengið eins langt og skyldi í niðurskurði ríkisútgjalda til að eyða hallanum. Halli þarf ekki að vera. Þó skiptir mestu, að ekki verði farin leið skattahækk- ana til að draga úr hallanum. Hækkun skatta yrði svik við samningana. Þá er skömminni skárra að sitja uppi með halla, sem mætt verði með lántökum innanlands. Haukur Helgason. DV. MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 1986. Kjarasamningamir 1986 komu í veg fyrir kostnaðarsamar vinnudeilur og þeir voru ekki verðbólgusamningar. Samningsrétturínn tekinn af einstaklingunum Mannúðarríki Vesturlanda eru umfram allt ríki fijálsra samninga, eins og stjómarskrár þeirra em til vitnis um. Einstaklingamir berjast ekki blóðugri baráttu rnn lífsgæðin, heldur semja sin á milli um skiptingu þeirra. Jafirfallegt orð og „þjóðar- sátt“ hljómar því mjög vel í eyrum margra, en það var óspart notað í kjarasamningunum í ársbyrjun 1986. Mig langar til þess að víkja hér stuttlega að þessu vígorði, en einnig að sjálfum kjarasamningunum, því að mér finnst margir ekki gera sér fulla grein fyrir hinum mikla muni, sem er á beinum og fijálsum samn- ingum einstaklinganna annars vegar og samningum fulltrúa ein- hverra heildarsamtaka í nafiii einstaklinganna hins vegar. Ofbeldi í vinnudeilum Tökum einfalt dæmi. Starfsmenn fyrirtækis fella niður vinnu, því að þeir vilja hærra kaup. Segjum sem svo, að eigandi fyrirtækisins geti ráðið aðra menn á sama kaupi til sín. Sætta starfsmennimir sig við það, að þeim sé sagt upp og aðrir menn ráðnir í þeirra stað? Öðm nær. Þeir og stéttarfélag þeirra setj- ast um fyrirtækið, kalla hina nýju starfsmenn „verkfallsbijóta" og „hvítliða“ og meina þeim með hreinu ofbeldi að hefja þar störf. Eins og allir vita, hefur hvað eftir annað eitthvað svipað gerst í vinnu- deilum. Núverandi starfsmenn fyrir- tækjanna og stéttarfélög þeirra hafa öðrum best kominn í höndum ein- staklinganna, hvers og eins. Sjálfs er höndin hollust. Ef menn vilja mynda félög til þess að bæta samn- ingsaðstöðu sína, þá er auðvitað engin ástæða til þess að meina þeim Frjálshyggjan er mannúðarstefna KjaUarinn Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson það. Fijálslyndir menn geta síður en svo verið á móti stéttarfélögum, ef þau em fijáls félög. En þeir hljóta hins vegar allir að vera andvígir því, að slík félög geti beitt ofbeldi til „Ég spái því þess vegna, að sú stefna, sem mörkuð var í kjarasamningunum í árs- byrjun 1986, verði ekki langlíf. Austurríski korpóratisminn á hér ekki við.“ tekið samningsréttinn úr höndum eigenda fyrirtækjanna og hugsan- legra starfsmanna þeirra. Þeir hafa bannað öðrum að gera fijálsa samn- inga sín á milli. Þeir hafa þannig með ofbeldi haldið uppi hærra verði á þjónustu sinni en ella hefði líklega um samist (þótt þeir hafi líklega taj> að mest á því sjálfir, þegar til lengri tíma er litið, en það er önnur saga). „Þjóðarsátt“ hverra? Frjálslyndir menn telja, að samn- ingsréttur sé í kjaramálum sem þess að meina einstaklingum að gera samninga sín á milli. Fyrir mörgum árum skopuðust menn að „þjóðinni á Þórsgötu eitt“, þar sem skrifstofur Sósíalistaflokks- ins gamla voru. Auðvitað getur enginn einn aðih talað í naíhi þeirra ólíku einstaklinga, sem mynda sam- an eina þjóð. En með orðinu „þjóðar- sátt“ er venjulega ekki átt við, að einstaklingamir fái að gera sjálfir út um sem flest mál í fijálsum samn- ingum sín á milli, heldur hitt, að einhverjir menn með misjafnlega haldbært umboð taki ákvarðanir fyrir þá, jaihvel gegn vilja þeirra. Þetta orð merkir því ekki annað en hrossakaup þeirra manna, sem hafa atvinnu af því að telja fólki trú um, að það sé bættara við forsjó þeirra en eigin forsjá. Austurríski korpóratisminn Lítum í þessu ljósi á kjarasamn- ingana í ársbyrjun 1986. Tvennt er gott um þá að segja: þeir komu í veg fyrir kostnaðarsamar vinnudeilur, og þeir voru ekki verðbólgusamn- ingar í sama skilningi og kjarasamn- ingar hafa oft áður verið. En mér sýnist ekki betur en með þeim sé reynt að hverfa inn á þá braut, sem Austurríkismenn hafa gengið síð- ustu þrjá óratugi og kenna má við korpóratisma: Þar fara stjómmála- menn í mörgum efnum, einkum þó verðlags- og kjaramálum, eftir því, sem fulltrúar heildarsamtaka vinnu- veitenda og launþega koma sér saman um. Þótt þetta kerfi hafi reynst sæmi- lega í Áusturríki, hefur það að dómi fijálslyndra fræðimanna tvo megin- galla. Það er í fyrsta lagi mjög ólýðræðislegt, þar sem samnings- rétturinn er ekki í höndum einstakl- inganna, heldur fulltrúa heildarsam- taka. I annan stað þykir þetta kerfi lítt sveigjanlegt og óþjált, enda er ekki unnt í heildarsamningum að taka tillit til eins margra lítilla stað- reynda um atvinnulífið og í fijálsum samningum, sem einstaklingar gera sín á milli. Á ekki við á íslandi Því er síðan við að bæta, að skil- yrði eru sennilega miklu hagstæðari fyrir korpóratisma í Austurríki held- ur en hér á íslandi. Tenging austur- ríska skildingsins við þýska markið setur hagstjóm og kjarabaráttu í Austurríki nokkrar skorður, en ís- lendingar hafa ekkert slíkt peninga- legt aðhald, og sennilega er af sögulegum ástæðum samhugur líka meiri með austurrísku þjóðinni en hinni íslensku, svo að slíkir heildar- samningar em þar auðveldari í framkvæmd. Ég spái því þess vegna, að sú stefha, sem mörkuð var í kjara- samningunum í ársbyrjun 1986, verði ekki langlíf. Austurríski korp- óratisminn á hér ekki við. Sú þjóðarsátt, sem gæti tekist ó íslandi, væri sátt um það, að fólk fengi sjálft að leysa úr sem flestum málum með fijólsum samningum sín á milli. Hannes Hólmsteinn Gissurarson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.