Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1986, Blaðsíða 11
DV. MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 1986.
11
Viðtalið
Sólveig Lára Guðmundsdóttir, nýkjórinn prestur á Seltjamamesi:
Prestkosningar
ern eldraun
„Ég náði í skottið á sveitamenn-
ingunni hér á höfuðborgarsvæðinu,"
sagði séra Sólveig Lára Guðmunds-
dóttir, nýkjörinn prestur á Seltjam-
amesi. Sólveig er fædd árið 1956 og
uppalin á Reynistað í Skerjafirði.
„Það var algjör sveitasæla í Skerja-
firðinum í þá daga, búskapur í fullum
gangi. Ég ólst upp í kringum hænsni,
svín og kýr. En síðan mátti ég horfa
á fjósin rifin niður og einbýlishúsin
rísa í staðinn.“
Sólveig gekk í Kvennaskólann,
eins og margar aðrar sómastúlkur,
tók landspróf og byrjaði síðan í
Menntaskólanum í Reykjavík. „Ég
náði aldrei góðri samstöðu með mín-
um árgangi í menntaskóla, það var
hálfgert los á honum. Við náðum þó
að smala saman í fommáladeild sem
ekki hafði tekist áður. Þar veltum
við okkur upp úr listum, heimspeki
og bókmenntum fomaldar. Það
fannst mér skemmtilegt nám, fom-
aldarhugsun er mjög djúp og at-
hyglisverð."
Gamla hugmyndafræðin
Áhuginn á þessari gömlu hug-
myndafræði gerði það að verkum að
Sólveig fór í guðfræðideild við Há-
skóla Islands. Hún hætti að vísu eftir
vetrarsetu og hélt til Edinborgar þar
sem hún lagði stund á fomaldar-
grísku og fomaldarsögu í Edinborg-
arháskólanum. Hún kom heim að
ári liðnu. „Ég vissi lítið hvað ég vildi
á þessum árum. Ég byijaði aftur í
guðfræði héma heima og þá fann
ég mig í náminu. Gamla- og Nýja-
testamentisfræðin heilluðu mig
sérstaklega."
Árið 1983 útskrifaðist Sólveig úr
guðfræðideild. „Það var ekki fyrr en
eftir að ég útskrifaðist að ég ákvað
að gerast prestur. Ég fékk starf sem
aðstoðarprestur í Bústaðakirkju og
var vígð til prests í júní 1983. Ég
starfaði hjá Bústaðakirkju þar til ég
tók við prestsembættinu á Seltjam-
amesi.“
Erfið kosningabarátta
Sólveig sagði að baráttan fyrir
prestkosningamar hefði verið mjög
erfið. „Það er skortur á mannrétt-
indum að ein stétt þurfi að ganga í
gegnum þvílíka eldraun. Svona
kosning á milli umsækjenda um
prestsembætti er skemmandi fyrir
allt starf safnaðanna í landinu og
einnig fyrir samstarf presta. Það er
einhver misskilningur að þetta sé
vilji fólksins í landinu."
Sólveig sagðist nú vera á kafi í að
undirbúa vetrarstarf kirkjunnar á
Seltjamamesi. „Nú hef ég tækifæri
til þess að skipuleggja vetrarstarfið
eftir eigin höfði. Ég vona að ég fái
sem flesta til þess að taka þátt í starf-
semi kirkjunnar, ég vil að hún verði
opinn vettvangur fyrir fólk til að
hittast án mikillar fyrirhafhar."
Þriggja herbergja tjald
Sólveig er gift Hermanni Svein-
bjömssyni og eiga þau 6 ára son.
„Við hjónin eigum lítinn sameigin-
legan frítíma. Sem prestur er maður
alltaf í starfinu og þannig á það líka
að vera. En við reynum að skreppa
út í sveit þegar færi gefst, þó ekki
sé nema til þess að sofa eina nótt.
Við reistum stórt tjald með þremur
herbergjum í Borgarfirði og látum
það standa þar tilbúið fyrir okkur
þegar við skjótumst," sagði Sólveig.
-KB
„Nú er ég á kafi að undirbúa vetrarstarfið," sagði Sólveig Lára Guðmunds-
dóttir, nýkjörinn prestur á Seltjarnamesi.
DV-mynd Óskar Öm
Hamborg' er stærsta borg í
Vestur-Þýskalandi og hefur
allt frá dögum Hansa-kaup-
manna verið ein helsta versl-
unarmiðstöð landsins. Hún
er líka einstaklega skemmti-
leg heim að sækja fyrir ferða-
menn. Hamborg er oft kölluð
borgin græna, því skemmti-
garðar eru þar fleiri og stærri
en í öðrum borgum og laða
til sín þúsundir gesta á góð-
um dögum.
Eiginlega má segja að lífið
í borginni færist út á götur,
torg og garða á sumrin, því
þá líður varla svo dagur að
ekki sé einhvers konar uppá-
koma einhvers staðar.
Tónlistarunnendur geta til
dæmis hlýttá Níundusinfón-
íu Beethovens á Ráðhústorg-
inu eða fræga rokkhljóm-
sveit í einhverjum skemmti-
garðanna.
Afkomendur víkinga vijja
kannski ýta úr vör. Það er
hægt á Alster-vatni, sem er í
miðri borginni. Um það sigla
bátar með ferðamenn, en
það er líka hægt að fá leigða
farkosti fyrir þá sem sjálfir
vilja vera skipstjórar.
I Hamborg eru níu yftrbyggöar göngugötur. þar sem
hver verslunin er viö aöra.
Þú getur leigt þér bát og siglt á Alster vatni.
Skemmtanalífið í Ham-
borg er svo alveg kapítuli út
af fýrir sig. St. Pauli er líklega
eitt frægasta lastabæli í heim-
inum, en það er líka fleira í
boði. í borginni eru fjölmargir
bjórkjallarar þar sem menn
skemmta sér á bavariska vísu,
með söng og dansi. Þar er
líka nóg af diskótekum og
næturklúbbum fýrir þá sem
vijja.
Það getur verið talsverður
vandi að fara út að borða í
Hamborg því þar er um að
vejja eina 800 matstaði frá
40 þjóðlöndum. í grennd við
Hamborg eru líka margir
staðir sem gaman er að
heimsækja, svo sem gamlir
kastalar og lítil sveitaþorp.
Þaðan er líka stutt til ann-
arra skemmtilegra borga eins
og t.d. Berlínar og Kaup-
mannahafnar. Það verður
enginn svikinn af heimsókn
til Hambórgar.
SWARNARFLUG
Lágmúla 7, sími 84477