Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1986, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1986, Blaðsíða 12
12 DV. MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 1986. Neytendur Neytendur Neytendur Höldum húsdýrunum hraustum og fjörugum - þau þarfnast vrtamína rétt eins og fólk Húsdýrin okkar þurfa, rétt eins og við mennimir, á öllum næringareín- um að halda þótt þarfir þeirra séu vissulega ekki þær sömu og okkar. Fullorðinn hundur þarf 4,4 g af prótíni á dag ásamt 1,4 g af fitu, 0,4 g af línólsýru og 15,4 g af kolvetnum. Hvolpar þurfa tvöfalt magn. Hvítuefnin eru hundinum nauð- synleg til vaxtar og viðhalds. Hvítuefni með mikið lífrænt gildi, s.s. egg, fiskur, sojabaunir, mjólk og ger, eru best. Viljirðu gefa hundinum þínum egg verða þau að vera soðin. f hrárri eggjahvítu er avidin sem kemur í veg fyrir frásog bíotíns. Þó að mjólk sé góð fyrir hunda getur hún valdið niðurgangi. f stað hennar er mælt með jógúrt og kotasælu. Kolvetnin nota hundar í orku en mælt er með að aðeins 50-60% af mat þeirra innihaldi þau. Fita, sem er samþjöppuð upp- spretta orku, leggur til nauðsynlegar fitusýrur fyrir húð og feld. Fituskort- ur getur dregið úr vaxtarhraða hvolpa og valdið stríðum feldi og flögnun. Teskeið af maís- eða sól- blómaolíu út á þurra hundamatinn getur bætt úr því. Haldið kisu frískri Kettir þarfnast mikillai’ hvítu, töluvert meiri en hundar eða mann- fólkið. Og kettlingar þurfa 1/3 meira af hvítu en fullorðnir kettir. fnn- matur, fiskur, fuglakjöt, ostar, egg og mjólk eru góðar hvítulindir. Gefir þú kettlingi mjólk skaltu nota þurr- mjólk í tvöföldum þeim styrkleika sem ungabam myndi fá, kúamjólk er ekki nógu næringarrík fyrir kettl- ing. Kolvetni eru kettinum ekki nauðsynleg en þau nýtast sem orka. Fita er stærsta orkulind kattarins. Kettir geta neytt allt að 64% fitu að staðaldri án merkjanlegra æða- vandamála. Fjölómettuð fita er ekki góð fyrir ketti, of mikið af henni vinnur gegn E-vítamíni og fituforði kattarins líður fyrir það. Kettir þurfa mikið A-vítamín. Fiskur, smjör, mjólk og ostar innihalda mikið af því. Kettir þurfa almennt tvöfalt meira B-vítamín en hundar og getur það valdið B-hópskorti að gefa ketti hundamat í lengri tíma. Fái köttur hins vegar eingöngu fiskmeti getur það valdið E-vítamínskorti. Lystar- leysi, hiti, sársauki og tregða til hreyfinga eru sígild einkenni þess. Læður líða sjaldan af blóðleysi ef matur þeirra inniheldur innmat, soð- inn fisk og kjúkling, grænmeti og vítamínbættan þurrmat. Munið að kettlingafullir og mjólkandi kettir, sem gjaman borða 300 til 450 gr matar á dag, þurfa tvö- eða þrefaldan vítamínskammt meðalkattar. -RóG. Hundar eru oft kallaðir bestu vinir mannsins. Þeir, sem og önnur húsdýr, eiga skilið að fá næringarrikan og hollan mat rétt eins og við mennirnir. Hvað kostar bílaleigubíllinn? Neytendafélag Reykjavíkur og ná- grennis og aðildarfélög ASÍ og BSRB gangast fyrir könnun á verði bíla- leigubíla dagana 23.- 25. júní. Könnunin nær aðeins til hluta alira þeirra bílategunda sem í boði eru hjá bílaleigunum. Hvorki er tekið tillit til fylgihluta né árgerða bílanna. Hér er um sumarverð að ræða sem nýlega tók gildi. Bílaleigumar gefa í öllum tilfell- um upp verð án söluskatts en hér hefur honum verið bætt við. Athygli er vakin á því að um ýmiss konar afslátt getur verið að ræða ef bíll er tekinr á leigu til lengri tíma, t.d. í eina viku. Launþegum, sem þurfa á bílaleigubíl að halda, er bent á að kanna hvort aðild þeirra að stéttar- eða starfsmannafélagi veiti þeim rétt- indi til afsláttar. Nefna má sem dæmi að Bílaleiga Akureyrar veitir aðilum margra slíkra félaga afslátt. Sjálfsábyrgð leigutaka getur verið mismunandi há eftir bílaleigubílum. Á það er bent að sumar bílaleigumar bjóða upp á fulla kaskótryggingu gegn aukagjaldi. Skýringin á lágu verði hjá Bílaleig- unni Bónus er sú að þar em flestir bílar af árg. ’79- ’80. -RóG. VIiltDKÖNNUN 8 © § NRON ódýrasti fólksbillinn, daggjald / kin.gjald Litill jeppi 4x4 daggjald / kni.gjald StÆrri jeppi 4x4 daggjald / km.gjald 8-12 sæta bilar, daggjald / km.gjald A G bilaleiga Tangarliöföa 8-12, R Fiat Uno 1313/13,13 Mitsub. Pajero 2438/24,30 Subaru 8 sæta 1750/17,50 Ford Econol. 12 s. 2188/21,88 ALT, bilaleigan Illaöbrekku 2,Kóp Fiat Uno 1238/12,38 Lada Sport 1813/18,13 Mitsub. Pajero 2188/21,88 Mitsubishi 9 sæta 1813/18,13 Ford Club W. 12 s. 2188/21,88 Bilaberg, bilaleiga Hraunbergi 9,R Fiat Uno 1188/11,88 Bílaleiga Akureyrar Skeifunni 9,R Lada seckm/station 1188/11,88 Lada Sport 2000/20,00 Suzuki Fox 2063/20,63 Iand I’over 2063/20,63 Mitsub. Pajero 2438/24,38 Mitsubishi 9 sæta 2250/22,50 Ford Econol. 12 s. 2500/25,00 Bilaleiga Flugleiða Reykjavikurflugvelli Fiat Uno 1244/12,44 Suzuki Fox 2075/20,75 Mitsub. L 200, yfir- byggður 2438/24,38 VW diesel 8 sæta 2338/23,38 Bilaleiga Ilúsavikur Hanvu’shöfóa 8,R Daihatsu Qiarade 1244/12,44 Lada Sport 1750/17,50 Mitsubishi 9 sæta 2000/20,00 Bilaleigan As Skógarhlið 12,R Mazda 323 1244/12,44 Dailiatsu Taft 2063/20,63 tozda diesel 12 s. 2438/24,38 Bilaleigan Ðónus v/Lhif erðamiðstöðina, R Daihatsu Qiarade 825/8,25 Bilaleigan Geysir Borgartúni 24,R Fiat Uno, Lada 1313/13,13 Lada Sport 1850/18,50 Dailiatsu Rocky Mitsub. Pajero 2475/24,75 Range Rover Mitsubishi 9 sæta 2313/23,13 Bilaleigan ós Langholtsvegi 109,R Colt, Datsun Qierry 1313/13,13 Bilaleigcin Portið Reykjavikurv. 64, Hafn. Datsun Pulsar 1500/15,00 BÍlcileigan Vik v/Miklatorg,R Nissan Micro 1375/13,75 Lada Sport 2063/20,63 Daihatsu Rocky 2475/24,75 E G bilaleigan Borgartúni 25,R Fiat Panda 1125/11,25 SH bilaleigan Nýbýlavegi 32,K Daihatsu Charmant 1244/12,44 Lada Sport 1813/18,13 Tóyota diesel 2625/26,25 Mazda diesel 9 s. 2438/24,38 Ford Econol. 12 s. 2313/23,13 Raddir neytenda Víða óliðlegt starfsfólk Berti hringdi: „Ég vildi bara aðeins vekja athygli á hve víða óhæft starfsfólk er til stað- ar í verslunum og á veitingastöðum. Vissulega er það mjög misjalht, á sum- um stöðum er starfsfólkið ekkert nema liðlegheitin en alltof oft verður maður var við að afgreiðslufólkið nennir bara alls ekki að afgreiða eða er að drepast úr fylu. Ég ætla nú ekki að nefna nein nöfn núna en þar sem mér finnst skipta svo miklu máli að fá vinsamlegt við- mót, er maður er að versla, gat ég ekki setið á mér. Ég er viss um að verlsunareigendur em tilbúnir til að hvetja starfsmenn sína til að vera dá- lítið glaðlegri því það er eitthvað sem maður tekur eftir og skiptir miklu máli.“ Neytendasíðan getur vel tekið undir þessi orð Berta því víða er pottur brot- inn í þessum efhum. Sjálfsagt er að láta viðkomandi verslunar- eða veit- ingahússeigendur vita verði fólk vart við sérstaklega óviðkunnanlegt við- mót afgreiðslufólks. Eigendur þessa staða yrðu eflaust fegnir því oft vita þeir sjálfir ekkert um hvemig starfs- fólkið hagar sér dags daglega. -RóG. Mikill verðmunur á Ólafsfirði Húsmóðir á Ólafsfirði skrifar: „Nú, á tímum verðkannana, sem em besta aðhaldið að vömverði, er undan- tekning að birtur sé verðkönnunarlisti nema frá Reykjavík og nágrenni. Hér á Ólafsfirði ætti að vera auðvelt að gera verðkönnun því hér em aðeins tvær matvömverslanir, KEA og Val- berg. Ég sendi hér með eitt lítið dæmi: Kjama sveskjugrautur kostar 69 kr. í Valberg en 79.40 í KEA. Þetta er ná- kvæmlega sama vara og sami fram- leiðsludagur. Hér er um að ræða mál sem getur orðið stærra sé ekkert að gert því eitt er dýrara í KEA og annað í Valbergi en mjög stutt er á milli þessara verslana." -RóG. ”(6»fc1l»6hfctorw" fiTuTm i i j ’ii W, W mWuiTm Lesandi segir mikinn verðmun vera á Ólafsfirði. Þar eru aðeins tvær versl- anir, Valberg og KEA, og er ein vörutegundin dýrari í Valbergi og önnur i KEA. Hvemig get ég nýtt banana? Ardís hringdi: „Er ekki einhver sem á uppskrift eða sniðuga hugmynd í pokahominu þar sem þroskaðir bananar myndu nýtast vel. Þar sem bananar em vinsælir er gaman að geta notað þá öðmvísi en á hinn hefðbundna hátt. Ég yrði mjög glöð ef einhver kæmi með skemmtilega hugmynd." -RóG. Léttur og sumarlegur réttur Spínat-skinkufrauð I þennan rétt á að nota spínat en allt eins má nota brokkál, grænkál eða eitthvert annað kál og smátt skoma skinku. Tilvalin uppskrift þar sem af- gangar em gerðir að spennandi rétti. 1 msk. 'smjörl. 2 msk. hveiti 3/4 bolli undanrenna eða léttmjólk 3/4 bolli rifinn ostur (ekki of feitur) 4 eggjarauður 1 bolli spínat(eða annað kál) 1/2 bolli smátt skorin skinka 4 eggjahvítur Bræðið smjörl. í potti og hrærið hveit- inu út í. Sjóðið upp með mjólkinni og hrærið vel í. Bætið rifha ostinum út í og hrærið þar til osturinn er bráðinn. Takið pottinn af hitanum. Hrærið eggjarauðumar þar til þær em orðnar þykkar og ljósgular. Hrærið ostasó- sunni smám saman saman við þær. Bætið spínatinu/kálinu og skinkunni út í. Stífþeytið eggjahvítumar og hræ- rið þeim varlega saman við. Látið í ósmurt frauðfat (með beinum hliðum) og bakið við 220 gráðu hita í 60 mín. Ath. styttri bökunartími ef notuð em einstaklingsskálar. Berið fram STRAX. Það er sagt að það eigi að láta gestina bíða eftir frauði en ekki frauðið eftir gestunum, þá fellur það! Þetta er nægilegt í forrétt handa fjórum. Reiknað er með að hver skammtur sé um það bil 250 hitaein- ingar. Hráefniskostnaður við þennan rétt er ekki mjög mikill, ætti varla að fara mikið yfir 100 kr. -A.BJ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.