Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1986, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1986, Blaðsíða 13
DV. MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 1986. 13 Raddirneytenda Raddir neytenda „Ég vil fá hvalkjöt og það strax“ Jón hringdi: „Hvemig stendur á því að kaup- menn hér í Reykjavík hafa ekki hvalkjöt á boðstólum? Ég hef siað- ið í því í allan morgun að hafa samband við og fara í verslanir og hvergi, í þeim 15 verslunum sem ég hef farið í, er hvalkjöt til. Nú, eins og við öll vitum eru hvalveið- ar hafiiar aftur og ætti þvi nóg af hvalkjöti að vera til. Svörin sem ég fékk í verslununum voru mjög mismunandi en eins og margir neytendur kannast við er margt skondið og snúið sem gerist hjá kaupmannastéttinni. Ég er í eng- um vafa um það að kaupmenn hafa ekki hvalkjöt á boðstólum vegna þess hve ódýrt það er en leggja áherslu á alls kyns lamba- og nauta-, guð má vita hvað. Nöfn- in á öllu þessu fína og flotta kjöti, sem þeir troða á okkur neytendur, kann ég ekki að nefiia. En ég vil endilega fara að sjá hvalkjöt, sem mér og mörgum öðrum finnst herramannsmatur, í kjötborðum kaupmanna sem fyrst. Við neyt- endur látum kaupmenn ekki komast upp með annað eins, þetta er skandall. Neytendasíðan kannaði þetta mál nánar. Svörin sem við fengum í verslunum voru annaðhvort eng- in eða að „hvalkjöt væri ekki fáanlegt eins og er, því miður.“ Við höfðum samband við Hval h/f og fengum þær upplýsingar að nóg væri til af hvalkjöti hjá þeim en kaupmenn pöntuðu ekkert. Hvalkjöt frá síðustu vertíð hefði ekki heldur selst upp þannig að það hefði aldrei þurft að vanta í verslanir. En nú væri nóg til af nýju kjöti og selja þeir það í 15 kg pakkningum á 120 kr. hvert kíló. -RóG. UTSALA VERSLANIR PÖNTUN ARLIST ANS FRÁBÆRT ^ VERÐ RU B. MAGNÚSSON ■ Hólshrauní 2 - sími 52866 - ph. 410 Hafnarf. Siðumúla 8. SOLSKINSEYJAN maUorka Sértilboð 2. og 23. júlí. Verð frá kr. 23.100 fyrir manninn, miðað við þriggja manna fjölskyldu. GISTISTAÐIR í SÉRFLOKKI. Umboö a Islandi fyrir DINERSCLUB INTERNATIONAl dtunvm Feröaskrifstofa, Hallveigarstía 1. Símar 28388-28580. Vegna hagstæðra innkaupa erlendis frá getum við boðið mjög hagstætt verð á LYDEX pústkerfum í flestar gerðir bifreiða. KYNNTU ÞÉR OKKAR VERÐ ÁÐUR EN ÞÚ LEITAR ANNAÐ HVER BÝÐUR BETUR? Gæðavara úr álseruðu efni sem gefur 70-80% betri endingu gegn ryði. A -fcLp- YAI\ll\l TAY AWAB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.