Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1986, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1986, Blaðsíða 45
DV. MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 1986. 45 Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Feðgar á floti Jón G. Hauksson, DV, Akureyri: Steingrímur Sigfússon alþing- ismaður var einn þeirra fyrstu sem leigðu sér lítinn gúmbát á Pollinum á Akureyri á dögunum þegar ný bátaleiga tók þar til starfa. Áð sjálfsögðu fékk litli guttinn, Sigfús, að sitja í bátnum með pabba. Það er Magnús Ólafsson, sjúkraþjálfari á Akureyri, sem rekur leiguna. Svæðið á Pollin- um, þar sem bátarnir sigla, er girt af. Mjög skemmtilegt fram- tak hjá Magnúsi enda eru Akureyringar og ferðamenn þeg- ar farnir að sigla óspart. Steingrimur Sigfússon og sonurinn fljótandi á fleyinu á Pollinum á Akureyri sl. sunnudag. DV-mynd JGH r Lánamál íslenskra náms- manna hafa frá stofnun Lánasjóðsins verið sífellt til umræðu og oft vakið deilur á opinberum vettvang'i. Sjaldan eða aldrei hafa öld- ur þó risið jafnhátt og síðustu mánuði. Sverrir Hermannsson menntamála- ráðherra hefur boðað brey t- ingar á málefnum lána- sjóðsins og fyrir skömmu var hann í París og hélt fund með námsmönnum. Á fund- inum útskýrði Sverrir framtíðarstefnuna i lána- málum fyrir þungbúnum námsmönnum. í umræðum á fundinum kom fram að námsmenn óttuðust mjög að þurfa að hverfa frá námi og voru menn ekki á eitt sáttir um hina nýju framtíðar- skipan. DV-mynd baj Fulltrúar á Sjálfsbjargarþingi snæða kosningasteikina Jón G. Hauksson, DV, Akureyri: Fyrir nokkru var 23. þing Sjálfsbjargar haldið á Stór- utjörnum, Ljósavatns- skarði. 15 félagsdeildir eru í Sjálfsbjörg og sóttu rúm- lega 40 fulltrúar þingið, en með starfsmönnum voru þar á milli 50 og 60 manns. Hús- næðismál voru þar mest rædd en atvinnumál, bíla- mál, félagsmál og trygg- ingamál voru einnig í sviðsljósinu. Þingið var sett laugardaginn 31. maí en að kvöldi þess dags var keyrt til Akureyrar og snædd kosningasteik í boði Út- gerðarfélags Akureyrar. Eftir að hafa sporðrennt steikinni var aftur haldið á þingstað og fylgst með kosningasjónvarpi langt fram á nótt. Ronald Reagan kvik- hefur blað Bandaríkjaforseti og myndaáhugamaður, þann ávana að krota þegar hann situr langa og stranga fundi. Hann teiknar alls kyns verur; hesta, kúreka og fleira og gerir það alls ekki illa. Nú hefur forsetinn fallist á að selja nokkrar teikningar og mun verð þeirra vera 400. 000 kr. Dýrmætt krot það. Ólyginn sagði . . ■ r Elton John knattspyrnuliðseigandanum og poppstjörnunni, hefur þrá- faldlega tekist að vekja athygli með bæði höttum og gleraug- um. Nú hefur kappinn breytt um stíl og er farinn að nota hárið til þess arna. Hann mætti á tónleika í V-Þýska- landi með nýja og frekar pönkaða hárgreiðslu og mæltist þetta uppátæki hans vel fyrir. Ekki getur Elton kall- inn heldur kvartað yfir eftir- tektarleysi því síðustu daga hafa fjölmiðlar kepptst við að birta myndir af Elton John og nýju klippingunni. Linda Evans hefur að undanförnu hámað í sig pizzur með góðri lyst og án samviskubits. Framleið- endum og leikurum Dynasty-þáttanna fannst Krystle Carrington vera orðin heldur of grönn og báðu hana að gera eitthvað í málunum. Linda hefur því farið í „fitun" og segist búast við að ná „réttri" þyngd eftir skamman tíma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.