Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1986, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1986, Blaðsíða 20
20 DV. MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 1986. Barnatjöld afýms- um gerðum. Verð 1.072 f“ og 1.745,- Póstsendum. ^lageror ■ tyíaslód 7, Reykiavik - Pósthólf 659 sími 13320 og 14093 HANDVERKFÆRI margar tegundir RAFMAGNS- HANDVERKFÆRI SLÍPIVÖRUR fjölbreytt úrval l&ROTr BÍLDSHÖFÐA 18, SfMI 672240 KJÖTMIÐSTÖÐIN Laugalæk 2. Simi 686511. Minna en 1% fita. Diet nautahakk 399,- Nautahakk aðeins 250,- 5 kg. í poka. Lambahakk 210,- Kindahakk 185,- Baconsneiðar 275,- Baconstykki 199,- Marinerað lambal. 310,- Marineraðar lambakótel. 328,- Marineraðar lambasn. 366,- Marineruð lambasteik 218,- Krydduð lambarif 126,- Svínabógar, reyktir, 290,- Nýr svínsbógur 247,- Reykt svínalæri 295,- Ný svínalæri 245,- Svínarif 178,- ítalskt gúllas 370,- kr. kg. MATAR Ökuleikni BFÖ - DV Frábær árangur Fáskrúðsfírðingar eiga nú tvo af 5 efstu keppendum yflr landið í eldri riðlinum Gunnar Skarphéðinsson setti met i hægaþrautinni, var 26 sekúndur að bakka 1 metra. Hann er nú í 6. sæti yfir landið með 136 refsistig. Ökuleikni var haldin í fyrsta skipti á Fáskrúðsfirði sl. föstudagskvöld í blíðskaparveðri, sem hefur verið á Austurlandi undanfama daga. Keppt var á planinu fyrir framan skólann og íjöldi fólks notaði góða veðrið til að fylgjast með keppninni. Keppendur voru 12 í ökuleikninni, bæði í karla- og kvennariðli. Guðný Þorvaldsdóttir á Volvo 144 sigraði í kvennariðli með 257 refei- stig. Önnur varð Jóhanna Guð- mundsdóttir á Mazda 929 með 278 refeistig og Aðalheiður Sigurbjöms- dóttir varð þriðja á Toyota Cressida með 308 refeistig. í karlariðli sigraði Gunnar Skarp- héðinsson glæsilega með 136 refei- stig. Hann setti nýtt met í hægaþrautinni, sem fólgin er í því að bakka eins hægt og unnt er yfir 1 metra langan planka. Hann var 26 sekúndur yfir plankann en fyrra met var 17 setkúndur. Annar varð Þorsteinn Bjamason á Toyota Hilux með 167 refeistig. Ægir Kristinsson varð þriðji með 171 refeistig og má þakka það að hann var sá eini sem hafði allar umferðarspumingamar réttar, enda er hann ökukennari og leigubílstjóri. - . Ægir ökukennari og veitingastað- urinn Snekkjan gáfu verðlaunin í ökuleikninni. Mikill fjöldi keppenda var i reið- hjólakeppninni eða 18 keppendur. í eldri riðlinum var Birgir Ingason efetur með aðeins 48 refeistig. Hann fór villulaust í gegnum brautina, enda er hann nú næstefetur yfir landið. Þorgeir E. Sigurðsson fór einnig villulaust brautina, en á að- eins slakari tíma en Birgir. Hann fékk 53 refeistig. Hann er í 3. sæti yfir landið. ívar G. Jóhannesson varð þriðji með 67 refsistig. Ekki varð árangurinn í yngri riðlinum eins góður og hjá þeim eldri. Sigur- vegari þar varð Guðjón Gunnarsson með 87 refsistig. Annar varð Jósep F. Gunnarsson, bróðir Guðjóns, með 93 refeistig. Það munaði þó litlu að Jósep missti af silirinu, því sá er lenti í 3. sæti var aðeins 1 sekúndu á eftir honum með 94 refeistig. Það var Ágúst Þór Margeirsson. Hann varð hins vegar að sætta sig við bronsið. Hann verður að bíða til næsta árs með að bæta árangurinn. EG Sigurvegarinn í kvennariðli með bestan árangur 3 af 5 efstu konum yfir landið eru frá Eskifirði Enn heldur góða veðrið áfram að leika við keppendur ökuleikninnar. Ef ekki væri Hólmatindurinn til að minna á að keppnisstaðurinn væri Eskifjörður hefði mátt halda að keppnin hefði vérið haldin á Mallorca, slíkt var veðrið. Eins og við mátti búast af Eskfirðingum var fjölmennt lið mætt til leiks. 16 keppendur og þar af 5 i kvennariðli. Konumar stóðu sig aldeilis vel þvi nú eiga Eskfirðingar 3 af 5 efetu konum yfir landið. Ekki nóg með það, heldur á sigurvegarinn í kvennariðlinum besta árangur í brautinni í báðum riðlum. Hún gerði aðeins 1 villu í brautinni og er það það besta til þessa. Þetta var hún Inga Kristinsdóttir sem ók Daihatsu-bíl tengdaföður síns svo faglega í braut- inni. Hún fékk 138 refeistig og er næstefet yfir landið í kvennariðli. Lau- fey Oddsdóttir keppti bæði í reiðhjóla- keppninni og ökuleikninni. Hún varð önnur í ökuleikninni með 168 refeistig, en við skulum láta ósagt um árangur hennar í reiðjólakeppninni. Laufey er í 3. sæti yfir landið. Gyða Rafnsdóttir varð þriðja í kvennariðli með 207 refei- stig. Hún er í 5. sæti yfir landið. Eskfirðingar geta því verið stoltir yfir kvenþjóðinni í akstrinum. í karlariðli sigraði Jósep Snæbjömsson á Chev- rolet Malibu með 129 refeistig. Hann er í 5. sæti yfír landið. í öðm sæti Eins og sjá má voru ýmsar stærðir og gerðir bíla í brautinni. Hér má sjá Scania vörubil. Sá fór mjög létt í gegnum brautina. Hann gerði aðeins villur í bilastæðinu. En ekki dugði það honum til sigurs í þetta sinn. varð Elías Jónsson á Daihatsu-jeppa með 144 refsistig. Hann og Grétar Rögnvaldsson á Daihatsu Charade vom jafnir í 2.-3. sæti eftir aksturinn, en eftir að hafa keppt aftur sín á milli um 2. sætið lenti Grétar í 3. sæti. Verð- launin í ökuleikninni gáfu Benni og Svenni en það var ekki nóg með að fyrirtækið gæfi verðlaunin heldur gaf það vinnu sína við viðgerð á kerru, sem notuð er við ökuleiknina. Forr- áðamenn ökuleikninnar vilja nota tækifærið til að færa fyrirtækinu bestu þakkir fyrir stuðninginn. í reiðhjólakeppninni sigraði Sigurð- ur Nikulás Kristjánsson í yngri riðli með 91 refeistig. Annar várð Grétar Öm Sigfinnsson með 109 refeistig. Sig- uijón Bjöm Bjömsson varð þriðji með 121 refeistig. 1 eldri riðli sigraði Mar- ías Kristjánsson með 70 refsistig. Annar varð Pétur Jónsson með 77 refeistig en í þriðja sæti hafnaði Krist- in H. Snorrason með 80 refeistig. Eins og sjá má var munurinn á þeim ekki mikill, aðeins örfáar sekúndur. Fálkinn gaf verðlaunin í reiðhjóla- keppninni og Bamablaðið Æskan gaf öllum keppendum bækur. EG Úr sólbaði í keppni í ökuleikni Erfiðlega gekk að fá Seyðfirðinga til að taka þátt í ökuleikni sl. sunnudag, enda veðrið þannig að erfitt var að standa í stórræðum, hiti í forsælu mældist allt að 28 stigum. Þó mættu 11 karlmen til leiks, en konumar vant- aði alveg. Þrátt fyrir hitann og sólina tókst þeim sem mættu til leiks að sýna góðan akstur því tveir keppenda fóm í gegnum brautina með aðeins eina villu sem þykir mjög gott. Jón Svein- laugsson sigraði með 131 sem þykir mjög gott. Jón Sveinlaugsson sigraði með 131 refeistig. Hann er í 6. sæti yfir landið. Hann var annar þeirra sem gerðu 1 villu í brautinni. f öðm sæti varð Davíð Gunnarsson á Honda Acc- ord með 166 refeistig. Hörður Hilmars- son fylgdi fast á eftir Davíð með 169 refeistig. Hann gerði einnig eina villu Hann Ingi Þór Oddsson var sá eini er var með allar umferðarspumingar réttar. Hann lenti í 4. sæti. Ingi Þór ekur um á fallegum, innréttuðum Chevy Van. í brautinni. Davíð náði hins vegar for- skoti með spumingunum, enda er hann í lögreglunni á staðnum. Enn vilja forráðamenn ökuleikninn- ar minna á að keppnin er einnig ætluð konum og þykir þeim slæmt hversu þátttaka þeira er dræm. Gefandi verðlauna á Seyðisfirði var Fiskvinnslan á Seyðisfirði. f reiðhjólakeppninni var dræm þátttaka. Sigurvegari í yngri riðli var Eydís Bára Jóhannsdóttir með 125 refeistig en í eldri riðli var það Aðal- heiður Davíðsdóttir með 108 refeistig. Staðan yfir efetu keppendur í öku- leikninni er eftirfarandi: Kvennariðill refsistig 1. Guðný Guðmund., Hellu, 129 2. Inga Kristinsdóttir, Eskifirði 138 3. Laufey Oddsdóttir, Eskifirði 168 4. Sigríður Bergsdóttir, Hellu 182 5. Gyða Raftisdóttir, Eskifirði 207 Karlariðill refsistig 1. Snorri Skúlason, Reykjavík 96 2. Ámi Ó. Friðrikss., Reykjav., 107 3. Garðar Ólafeson, Hellu 121 4. Ómar Ragnarss., Pressuk. 127 5. Jósep Snæbjömss., Eskif. 129 Næstu keppnir: Búðardalur mánud. 30. júní Ólafevik þriðjud. 1. júlí Stykkishólmur miðvikud. 2 júlí Patreksfjörður fimmtud. 3. júlí Þingeyri föstud. 4. júlí Flateyri laugard. 5. júlí ísafjörður sunnud. 6 júlí Hólmavík mánud. 7. júlí Borgames þriðjud. 8. júlí -EG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.