Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1986, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1986, Blaðsíða 22
22 DV. MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 1986. Iþróttir Iþróttir Iþrottir iþróttir • Sigurður Hallvarðsson skorar hér þriðja mark sitt í leiknum gegn Skalla- grími á laugardag. DV-mynd Gunnar Sverrisson •Nikulás Jónsson skoraði tvö mörk fyrir Þrótt gegn Skallagrími. Hér skorar hann annað þeirra með skalla. DV-mynd Gunnar Sverrisson Ellefu mörk og loks Þróttarsigur Sigurður skoraði þrjú og Þróttur vann UMFS 9-2 Það var mikið skorað af mörkum í leik Þróttar og Skallagríms í 2. deild er liðin léku í Laugardalnum á laugar- dag. Þróttarar unnu sinn fyrsta sigur í deildinni, 9-2, eftir að staðan hafði verið 6-1 í leikhléi. Páll Ólafsson handknattleiksmaðiu- með meiru lék nú sinn fyrsta leik með Þrótti á keppnistímabilinu og hefur ekki glatað skotskónum. Hann skor- aði tvö mörk Þróttar. Enn betur gerði þó Sigurður Hallvarðsson en hann skoraði þrennu. Nikulás Jónsson skoraði tvö mörk og þeir Atli Helga- son og Ásmundur sitt hvort markið. Þór Daníelsson skoraði bæði mörk Skallagríms. Hann náði forystunni fyrir Skallagrím strax á 8. mínútu en þeirri forystu tókst leikmönnum Skall- agríms ekki að halda nema í fimm mínútur. Þá jafnaði Atli Helgason metin. Síðan kom hvert markið af öðru hjá Þrótturum og sigur þeirra á eflaust eftir að hleypa nýju blóði í leik- menn Þróttar sem verið hafa hálf blóðlausir í leikjum sínum til þessa í 2. deildinni. -SK. Sigurður lék á einu undir pari á öðrum fætinum - Þorsteinn og Gunnlaugur sigmðu á 9. GR-open golfmótinu „Það náðu margir kylfingar mjög góðu skori á þessu móti sem við erum í alla staði mjög ánægðir með,“ sagði Björgúlfur Lúðvíksson, framkvæmda- stjóri GR, og mótsstjóri á 9. GR-open golftnótinu sem fór íram i Grafarholti um helgina. Sigurvegarar urðu þeir Þorsteinn Lárusson, GS, og Gunn- laugur Jóhannsson, NK, en þeir kræktu sér í 92 punkta sem er met- fjöldi frá því að mótið var fyrst haldið árið 1978. Margir kylfingar náðu mjög góðu skori á mótinu en mest á óvart kom Sigurður Pétursson íslandsmeist- ari. Hann meiddist mjög illa á knatt- spymuæfingu á gervigrasinu í síðustu viku en mætti engu að síður með golfgræjumar í Grafarholtið um helg- ina. Ekki leist mönnum á blikuna er ljóst varð að Sigurður hugðist keppa með eina hækju en hann gat varla stigið í annan fótinn. Þrátt fyrir þessa „bæklun“ lék Sigurður stórgott golf á næstsíðasta keppnisdeginum og kom inn á einu höggi undir pari sem ótrú- legur árangur. Bestu skori allra á mótinu náði þó Hannes Eyvindsson, GR, er hann lék 18 holumar á 69 högg- um, tveimur undir pari vallarins. Hannes lék seinni níu á fjórum undir pari og þar af tvær holur á tveimur yfir pari. Gulli ætti að komast til útlanda í sumar Sigurvegaramir á mótinu, Þorsteinn Lárusson og Gunnlaugur Jóhannsson, fengu að launum sólarlandaferð með Úrvali. Gunnlaugur krækti sér í aðra utanlandsferð með þvi að vera næstur holu á 17. braut þar sem Seat Ibiza bifreið var í verðlaun fyrir að vera næstur holu. Litlu munaði að Gulla tækist að næla sér í bifreiðina en fyrir að vera næstur holunni fékk hann sem sagt aðra utanlandsferð, nú til Kaup- mannahafhar með Samvinnuferðum Landsýn. Hann ætti því að geta skroppið til útlanda á næstunni. Feðgar í öðru sæti „Tvenn pör“ af feðgum komu mikið við sögu á þessu móti. Annars vegar þeir Guðmundur S. Guðmundsson og Guðmundur Ó. Guðmundsson, báðir í GR, en þeir urðu í öðm sæti og unnu sér inn flugferðir til London fyrir vik- ið. Þeir hlutu 91 punkt, aðeins einum punkti færra en sigurvegaramir. Hins vegar þeir Ólafur Bjarki Ragnarsson og Ragnar Ólafsson, báðir GR. Þeir höfðu forystuna eftir fyrri daginn og vom þá með 50 punkta sem er met á 18 holum í þessari keppni. Sérstaklega lék „gamli maðurinn" Ólafur Bjarki vel en hann kom inn á 75 höggum eftir fyrri daginn. Sýndi hann að lengi lifir í gömlum glæðum en Ólafúr var einn besti kylfingur landsins á árum áður. Hann er 52 ára gamall. Dekk, gullhringir og hóteldvöl í þriðja sæti höfnuðu þeir Lúðvík Georgsson og Viggó Viggósson en þeir hlutu 89 punkta og hlutu að laun- um utanlandsferð með Amarflugi. Hannes Guðmundsson og John Drummond urðu í fjórða sæti með 87 punkta og urðu gullhringjum ríkari. Fjölmörg aukaverðlaun vom veitt á mótinu sem er eitt hið allra kræsileg- asta hvað það varðar hér á landi. Jóhann Einarsson, NK, var næstur holu á 2. braut og hlaut ferð til Salz- burg fyrir vikið. Pétur Elíasson, GK, vann sér inn dekkjagang undir bílinn sinn með þvi að vera næstur holu á 6. braut. John Drummond varð næstur holu á 11. braut og vann sér inn helg- ardvöl á Hótel Stykkishólmi. Gunn- laugur Jóhannsson varð síðan næstur holu á 17. braut eins og áður sagði. Met þátttaka Alclrei hafa fleiri keppendur tekið þátt í GR-open golfmótinu en þeir vom 170 að þessu sinni og slagar þátttak- endafjöldi og umfang þessa móts hátt i landsmót. Framkvæmd mótsins tókst í alla staði mjög vel og var þeim GR- mönnum til sóma. Þess má í lokin geta að næsta mót hjá GR er opið unglingamót, 18 ára og yngri, Nissan-mótið, og fer það fram á morgun. Ræst verður út frá klukkan fimm. -SK Öruggt hjá Úlfari í Eyjum - á unglingameistaramóti íslands í golfi Friðbjöm Ó Valtýsson, DV, Vest> mannaeyjum: Unglingameistaramót íslands í golfi fór fram í Vestmannaeyjum um helg- ina. Mikil þátttaka var á mótinu og var keppnin skemmtileg og spennandi í flestum flokkum. í piltaflokki var það Úlfar Jónsson, GK, sem sigraði á 280 höggum. í öðm sæti varð Þorsteinn Hallgrímsson, GV, á 292 höggum og þriðji varð Sig- urjón Amarsson, GR, á 293 höggum. I drengjaflokki sigraði Bjöm Knúts- son, GK, á 294 höggum. Magnús Karlsson, GA, varð annar á 303 högg- um en Halldór Birgisson, GH, varð þriðji á 306 höggum. I stúlknaflokki sigraði Ragnhildur Sigurðardóttir, GR, ömgglega á 325 höggum. Ámý Ámadóttir, GA, varð önnur en Linda Hauksdóttir varð í þriðja sæti. Karen Sævarsdóttir, GS, varð ör- uggur sigurvegari í telpnaflokki á 364 höggum. Rakel Þorsteinsdóttir, GS, varð örrnur en Andrea Ásgrímsdóttir varð i þriðja sæti. -SMJ „Hirtu ekki um að kynna sér málið sjálfir“ - opið biéf til DV frá Jóni Steinari Gunnlaugssyni vegna máls Sigurðar Björgvinssonar Á íþróttasíðu DV í dag, 27. júní, var fjalláð um mál sem rekin hafa verið fyrir dómstóli KSÍ og varða leikmann frá ÍBK, Sigurð Björgvins- son. Haft er eftir formanni knatt- spymuráðs Keflavíkur að ég hafi, verandi formaður dómstóls KSÍ, ve- rið spurður álits á því hvort ÍBK væri óhætt að láta Sigurð leika með ÍBK gegn Víði. Hafi ég svarað því til að það væri óhætt. f tilefni af þessu og þar sem skrif blaðsins sýnast ekki skýra þetta mál alveg nægilega vel vil ég taka fram eftirfarandi: 1. Fimmtudaginn 12. júní sl. hringdi Hólmbert Friðjónsson, þjálf- ari IBK, í mig og hafði uppi fyrir- spumir um áfrýjanir á dómum og réttaráhrif þeirra. Kom fram í máli Hólmberts að þeim Keflvíkingum hefði borist tilkynning frá héraðs- dómstóli UMSK um að einn leik- manna fBK, Sigurður Björgvinsson, hefði verið dæmdur í leikbann. Ég ráðlagði Hólmbert að þeir Keflvík- ingar skyldu fá sér lögmann í málið og benti honum jafnframt á, að gefnu tilefni hans, að um starfsemi dóm- stóla íþróttahreyfingarinnar giltu svonefnd dóms- og refsiákvæði fyrir ÍSf. Hólmbert spurði hvort áfrýjun á úrskurði héraðsdómstóls um leik- bann frestaði gildistöku leikbanns- ins. Og þó að ég hafi það fyrir reglu að gefa aldrei neinar fyrirfram yfir- lýsingar um sakarefni dómsmála sem til dómstóls KSÍ kann að verða skot- ið taldi ég óhætt að segja Hólmbert það, sem hveijum manni á að vera ljóst, að áfrýjun á úrskurði um leik- bann frestar vitaskuld gildistöku þess, enda væri áfrýjun tilgangslaus ef svo væri ekki. 2. Föstudaginn 13. júní sl. hafði lögmaður nokkur samband við mig og tjáði mér að ÍBK hefði falið sér að áfrýja úrskurði héraðsdómstóls UMSK frá því fyrr í vikunr.i um leik- bann. Ég sagði honum að hann gæti áfrýjað með símskeyti til mín og lát- ið gögnin fylgja síðar. í samtali okkar kom fram hið sama og áður að áfrýjun úrskurðar um leikbann frestar framkvæmd. í hvorugu fram- angreindra símtali tjáði ég mig neitt uramál Sigurðar Björgvinssonar sér- staklega enda vissi ég ekkert um málsatvik í því. Lögmaðurinn sendi mér svo símskeyti daginn eftir þar sem hann krefst þess fyrir hönd Sig- urðar Björgvinssonar að úrskurðað keppnisbann héraðsdómstóls UMSK, dags. 11. júní 1986, verði fellt úr gildi. 3. Þegar forsvarsmenn ÍBK fóru að kynna sér úrskurð þann, sem þeir höfðu áfrýjað, kom í ljós að alls ekki var um að ræða dóm í máli Sigurð- ar, eins og þeir virtust sjálfir hafa talið, heldur var um það að ræða að héraðsdómstóllinn hafði beitt Sig- urði sérstakri bráðabirgðasviptingu hlutgengis í eina viku, þar sem hann hafði ekki mætt á boðað dómþing í málinu. Um slíka ákvörðun dómstóls gilda vitaskuld aðrar reglur varð- andi réttaráhrif áfrýjunar. Aðili getur áfrýjað en brjóti hann gegn bráðabirgðabanni tekur hann sjálfur (eða hans félag) áhættuna af því, hvort bráðabirgðabannið verði stað- fest eða fellt úr gildi. 4. Ég hafði auðvitað, þegar fyrr- greind símtöl áttu sér stað, enga hugmynd um að ákvörðunin sem þeir Keflvíkingar vildu áfrýja væri um bráðabirgðabann. Keflvíking- arnir vissu það raunar ekki sjálfir þar sem þeir höfðu ekkert kynnt sér málið hjá hérðaðsdómstólnum eins og þeir hefðu þó þurft að gera til að vera færir um að gæta hagsmuna sinna. 5. Öllum mönnum á að vera ljóst að ekki er unnt að hafa samband við dómara áður en málsmeðferð hefst og fá frá honum fyrirfram skuld- bindingu um hvemig dæmt verði. Þetta er svo augljóst að það er alveg furðulegt að forráðamenn ÍBK skuli bera það á borð að þeir hafi verið að leita eftir slíku. Svör mín við þá gáfu þeim heldur engin tilefni til þess að misskilja málið með þeim hætti sem þeir gerðu. Misskilningur þeirra stafar sýnilega af því að þeir hirtu ekkert um að kynna sér mál sitt sjálfir áður en þeir tóku ákvarð- anir. Reykjavík 27., júní 1986, Jón Steinar Gunnlaugsson, formaður dómstóls KSÍ. • Janus Guðlaugsson. Janus með í kvöld? - þegar Fram mætir KR Janus Guðlaugsson knattspymu- maður er orðinn löglegur með Fram í 1. deild. 1 kvöld leika Framarar gegn KR í Laugardal og verður að telja mjög líklegt að Janus leiki með Fram- liðinu. Leikur liðanna hefst klukkan átta og ef Framarar sigra verða þeir einir á toppi 1. deildar með þriggja stiga forskot á Val.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.