Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1986, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1986, Page 6
6 DV. MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 1986. Péningamarkaður Innlán með sérkjörum Alþýðubankinn: Stjörnureikningar eru fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Inn- stæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir verða ftillra 16 ára. 65-69 ára geta losað inn- stæður sínar með 9 mánaða fyrirvara, 70-74 ára með 6 mánaða fyrirvara og 75 ára og eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningarriir eru verðtryggðir og með 8% vöxtum. Þriggja stjörnu reikningar eru með hvert innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með 9% nafnvöxtum. Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn- stæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafnvextir eru 15% og ársávöxtun 15%. Sérbók. Við fyrsta innlegg eru nafnvextir 10% en 2% bætast við eftir hverja þrjá mán- uði án úttektar upp í 16%. Ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu er 13,64% á íyrsta ári. Búnaðarbankinn: Sparibók með sér- vöxtum, Gullbókin, er óbundin með 13% nafnvöxtum og 13,4% ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu eða ávöxtun 3ja mánaða verð- tryggðs reikpings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 0,75% í svonefnda vaxtaleið- réttingu. 18 mánaða reikningur er með innstæðu bundna í 18 mánuði á 14,5% nafnvöxtum og 15% ársávöxtun, eða ávöxtun 6 mánaða verð- tryggðs reiknings reynist hún betri. Iðnaðarbankinn: Bónusreikningar eru annaðhvort með 10,5% nafnvöxtum og 10,8% ársávöxtun eða verðtryggðir og méð 3*%, vöxt- um. Hærri ávöxtunin gildir hvern mánuð. Á hreyfðum innstæðum gildir verðtrygging auk 1% vaxta í úttektarmánuðinum. Taka má út tvisvar á hverju 6 mánaða tímabili án þess að vaxtakjör skerðist. Vextir eru færðir 30.06. og 31.12. Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með 13% nafnvöxtum og 13,4% ársávöxtun eða ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt-dragast 0,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. 100 ára afmælisreikningur er verðtryggð- ur og bundinn til 15 mánaða. Vextir eru 7,25% og.breytast ekki á meðan reikningurinji verð- ur í gildi. Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur hefur stighækkandi vexti á hvert innlégg, fyrst 8%, eftir 2 mánuði 8,25%, 3 mánuði 8, 50%, 4 mánuði 9%, 5 mánuði 9,5% og eftir 6 mánuði 12%, eftir 12 mánuði 12,5% og eftir 18 mánuði 13%. Sé ávöxtun betri á 3ja eða 6 mánaða verðtryggðum reikningum gildir hún um hávaxtareikninginn. 18 og 24 mánaða reikningar eru bundnir og verðtryggðir og gefa 7,5 og 8% vexti. Utvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í bankanum, nú 13%. eða ávöxtun 3ja mánaða Ýerðtryggðs reiknings með 1% nafnvöxtum sé hún betri. Samanburður er geröur mánað- arlega en vextir færðir í árslok. Sé tekið út af reikningnum gilda almennir sparisjóðs- vextir, 8(X), þann mónuð. Verslunarbankinn: Kaskóreikningur er óbundinn. Þá ársfjórðunga sem innstæða er óhreyfð eða aðeins hefur veriö tekið út einu sinni eru reiknaðir hæstu vextir sparifjár- reikninga í bankanum. Nú er ársávöxtun annaðhvort 13,1% eða eins og á verðtryggðum 6 mánaða reikningum með 3% nafnvöxtum. Af úttekinni upphæð reiknast almennir spari- sjóðsvextir, 8,5%, og eins á alla innstæðuna innan þess ársfjórðungs þegar tekið hefur verið út oftar en einu sinni. Innlegg fær strax hæstu ávöxtun sé það óhreyft næsta heila ársfjórðung. Vextir færast fjórum sinnum ó ári og leggjast við höfuðstól. I>eir eru alltaf lausir til útborgunar. Sparisjóðir: Trompreikningur er verð- tryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga með 3% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn 3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun með svokölluðum trompvöxtum, 12,5%, með 13% ársávöxtun. Miðað er við lægstu inn- stæðu í hverjum ársfjórðungi. Reynist trompvextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bætt á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður innan mánaðar bera trompvexti sé innstæðan eldri en 3ja mánaða, annars almenna spari- sjóðsvexti, 8%. Vextir færast misserislega. 12 mánaða reikningur hjá Sparisjóði vél- stjóra er með innstæðu bundna í 12 mánuði, óverðtryggða en á 15,5% nafnvöxtum. Þeir eru færðir einu sinni á ári og ársávöxtun er því einnig 15,5%. 18 mánaða reikningar. Nokkrir stærri sparisjóðanna eru með innstæðu bundna óverðtrVggða í 18 mánuði en á 14,5% nafn- vöxtum og 15,2% ársávöxtun. Spariskírteini Spariskírteini Ríkissjóðs íslands eru seld í. Seðlabankanum, viðskiptabönkum, sparisjóð- um, hjó verðbréfasölum og í pósthúsum. Nýjustu skírteinin eru að nafnverði 5, 10 og 100 þúsund krónur, nema vaxtamiðabréf sem, eru 50 þúsund að nafnverði. Þau eru: Hefðbundin, til mest 14 ára. Meö þriggja ára binditíma eru ársvextir 7%, Qög- urra ára 8,5% og sex ára 9%. Verðbætur, vextir og vaxtavextir greiðast með höfuðstól við innlausn. Með vaxtamiðum, til mest 14 ára, innleysanleg eftir Qögur ár. Ársávöxtun er 8,16% á verðbættan höfuðstól hverju sinni og vextir greiðast út 10.01. og 10.07. ár hvert. Við innlausn greiðast verðbætur með höfuð- stól. Gengistryggð skírteini eru til fimm ára. Þau eru bundin safngjaldeyrinum SDR (til- tekin samsetning af dollar, pundi, yeni, þýsku marki og frönskum franka). Vextir eru 8,5%. Höfuðstóll, vextir og vaxtavextir greiðast í einu lagi við innlausn. Almenn verðbréf Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá verðbréfasölum. Þau eru almennt tryggð með veði undir 60% af brunabótamati fasteign- anna. Bréfin eru ýmist verðtryggð eða óverðtryggð og með mismunandi nafnvöxtum. Þau eru seld með afföllum og ársávöxtun er almennt 12 16% umfram verðtryggingu. Húsnæðislán Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkis- ins, F-lón, nema á 1. ársfjórðungi 1986: Til einstaklinga 782 þúsundum króna, 2-4 manna' fjölskyldna 994 þúsundum, 5 manna og fleiri 1.161 þúsundum, 7 manna og fleiri (í sértilvik- um) 1.341 þúsundum. Lánin eru til 31 árs. Lán til kaupa á eldri íbúðum, G-lán, nema á 1. ársfjórðungi 1986: Til kaupa í fyrsta sinn er hámark 391 þúsund krónur til einstakl- ings, annars mest 195 þúsund. 2-4 manna fjölskylda fær mest 497,þúsund til fyrátu kaupa, annars mest 248 þúsund. 5 manna fjöl- skylda eða stærri fær mest 580 þúsundir til fyrstU kaupa, annars mest 290 þúsund; Láns- tími er 21 ár. Húsnæðislánin eru verðtryggð með láns- kjaravísitölu og með 3,5% nafnvöxtum.' Fyrstu tvö árin er ekki greitt af höfuðstól, aðeins vextir og verðbætur. Útlán lífeyrissjóða Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver '■'sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lánsupp- hæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að lánsrétti er 30 60 mónuðir. Sumir sjóðir bjóða aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin stig. Lán eru á bilinu 150 1000 þúsund eftir sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru verð- tryggð og með 5% vöxtum. Lánstími er 15-42 ár. Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur. Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli sjóða eða safria lánsrétti frá fyrri sjóðum. Nafnvextir, ársávöxtun Nafnvextir eru vextir í heilt ár og reiknað- ir í einu lagi yfir þann tíma. Séu vextir. reiknaðir og lagðir við höfuðstól oftar á ári verða til vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri en nafnvextimir. Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á 10% nafnvöxtum verður innstæðan í lok tíma- bilsins 1100 krónur. Ársávöxtunin verður því 10%. Sé innstæðan óverðtryggð í verðbólgu dregur úr raunávöxtun sem því nemur og hún, getur jafnvel orðið neikvæð. Liggi 1000 krónurnar inni í 6 + 6 mánuði á 10% nafnvöxtum reiknast fyrst 5% vextir eft-, ir 6 mánuði. Þá verður upphæðin 1050 krónur og ofan á þá upphæð leggjast 5% vextir seinni .6 mánuðina. Á endanum verður innstæðan því 1.102,50 og ársávöxtunin 10,25%. Dráttarvextir Dráttarvextir eru frá 01.04.1986 2,25% á mánuði eða 27% á ári. Vísitölur Lánskjaravísitala í júní 1986 er 1448 stig en var 1432 stig í rpaí og 1425 stig og í apríl. Miðað er við gr"nninn 100 í júní 1979. Byggingarvísitala á 2. ársfjórðungi 1986 er 265 stig á grunninum 100 frá 1983 en 3924 stig ó grunni 100 frá 1975. Húsaleiguvísitala hækkaði um 5% 01.04. en um 10% næst þar áður, frá 01.01. Þessi vísitala mælir aðeins hækkun húsaleigu þar sem við hana er miðað sérstaklega í samning- um leigusala og leigjenda. VEXTIR BANKA 0G SPARISJÓÐA (%) 21.-30.06. 1986 INNLÁN MEÐ SÉRKJÖRUM SJA sérlista SPARISJÖDSBÆKUR Úbundin innstæða 9.0 9.0 8.0 8.5 8.0 9.0 8.5 8.5 8.5 8.0 SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsögn 10.0 10.25 10.0 9.0 8.5 10,0 8.5 9.0 10.0 9.0 Bmán. uppsögn 12.5 12.9 12.5 9.5 11.0 10.0 10.0 12.5 10,0 12mán. uppsögn 14,0 14,9 14,0 11.0 12.6 9.0 12,0 9.0 SPARNAÐUR - lANSRÉTTUR Sparað S-5 mán. 13.0 13,0 8.5 10.0 8.0 10.0 Sp.Gmán.ogm. 13.0 13,0 9.0 11.0 10.0 10.0 3.0 TÉKKAREIKNINGAR Ávisanareikningar Hlaupareikningar 6.0 4.0 6.0 3.0 2.5 2.5 3.0 3.0 4.0 4.0 4.0 4.0 3.0 3.0 3.0 3.0 3.0 innlAnverðtryggð SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsögn 6 mán. uppsögn 1.0 3.5 1.0 3.0 1,0 2.5 1.0 2.5 1.0 3.5 1.0 2.5 1.0 3.0 1.0 3.0 1.0 3.0 INNLAN gengistryggð GJALDEYRISREIKNINGAR Bandarikjadollarar 7.0 7.5 6.0 6.0 6.0 6.5 6.25 7.0 6.25 Sterlingspund 11.5 11.5 9.5 9.0 9,0 10.0 10,0 11.5 9.5 Vestur-þýsk mörk Danskar krónur 4.0 7.5 4.0 7.5 3.5 7.0 3.5 7.0 3.5 6.0 3.5 7.5 3.5 7.0 3.5 7.0 3.5 7.0 ÚTLÁN överðtryggð ALNIENNIRVlXLAR (forvextir) 15,25 15.25 15.25 15,25 15,25 15,25 15.25 15.25 15.25 VIDSKIPTAVlXLAR 3) (forvextir) kge 19.5 kge 19,5 kge kge kge kge ALMENN SKULDABRÉF 2) 15.5 15,5 15.5 15.5 15,5 15,5 15.5 15.5 15.5 VIDSKIPTASKULDABRÉF 3) HLAUPAREIKNINGAR ÚTLÁN VERÐTRYGGÐ yfirdrAttur 9.0 kge 9.0 20,0 9.0 kge 9.0 20,0 7.0 kge 9.0 kge 9.0 kge 9,0 kge 9.0 SKULDABRÉF Aö 21/2 árí Lengri en2 1/2 ár 4.0 5.0 4.0 5.0 4,0 5.0 4.0 5.0 4.0 5.0 4.0 5.0 4.0 5.0 4.0 5,0 4.0 5.0 ÚTIÁN T1L FRAMLEIÐSLU sjAnedanmAisé) iiÍJHiilUfÍli! 1) Lán til framleiðslu á innanlandsmarkað eru á 15,0% vöxtum. Vegna útflutn- ings, í SDR 8%, í Bandaríkjadollurum 8,5%, í sterlingspundum 11,25%, í vestur- þýskum mörkum 6,0%. 2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2%, bæði á verðtryggð og óverðtryggð lán. 3) Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfum, á þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge, hjá þeim bönkum sem þannig er merkt. við, einnig hjá flestum stærstu sparisjóðunum. Viðskipti Viðskipti Viðskipti Hlutabréfamarkaðurinn hf.: Auglýsir gengi á hlutabréfum Hlutabréf í Eimskipafélagi íslands hf. eru í háu verði hjá Hlutabréfa- markaðnum hf. í Reykjavík sem auglýsir kaupgengi þeirra 85% yfir nafnverði eftir nýlega hækkun þess með útgáfu jöfnunarhlutabréfa. Hlutabréfamarkaðurinn selur svo Eimskipsbréfin aftur á tvöföldu nafn- verði. Að sögn Þorsteins Haraldssonar, sem veitir Hlutabréfamarkaðnum hf. forstöðu, er auglýst gengi á hlutabréf- um í þrem öðrum fyrirtækjum enn sem komið er. Búið er að þrefalda nafiiverð hlutafjár í Flugleiðum hf. Eftir það er kaupgengi hlutabréfanna samt 30% yfir nafhverði og sölugengi 40% y& nafiiverðinu. Hlutabréf í tveim bönkum eru ekki í jafhháu verði, miðað við nafnverð. Sölugengi á hlutabréfum i Eimskipa- félagi íslands er 85% yfir nafnverði. Báðir bankamir hafa verið eða eru að auka verulega hlutafé sitt. Það er skýringin á lægra markaðsverði hlutabréfanna. Hlutabréf í Iðnaðar- banka íslands hf. eru keypt á 91% af nafhverði og seld á 98%. Hlutabréf í Verslunarbanka íslands hf. eru hins vegar keypt á 90% af nafnverði og seld á 97% af nafhverði. Einungis mjög lítill hluti hlutabréfa í stórum fyrirtækjum ganga kaupum og sölum á almennum markaði. Þor- steinn sagði DV að býsna líflegt hefði verið fyrst eftir að Hlutabréfamarkað- urinn var opnaður í október og ffam- til áramóta. Síðan hefur verið hreyfing en enginn æsingur. Mat á bréfunum byggist á fyrirliggjandi reikningum fyrirtækjanna og annarri vitneskju um stöðu þeirra og rekstrarhorfur. HERB Stofnlánadeild lengir lánin: Skuldimar verða yfir 3 milljarðar í árslok „Við lögðum til hliðar 50 milljónir á lánsfjárlögum þessa érs til að hafa möguleika á að lengja lán bænda og lækka vextina," sagði Leifur Kr. Jó- hannesson, framkvæmdastjóri Stofhl- ánadeildar landbúnaðarins. Til þess að létta á greiðslubyrði bænda hefur Stofnlánadeildin ákveðið lengingu lána og lækkun vaxta. „50 milljónir nægja að vísu ekki til þessara aðgerða. Það er ljóst að láns- hæfhi Stofhlánadeildar minnkar um 60-70 milljónir á næstu árum. En nú vonumst við til að vanskil minnki. Þau voru 40% við Stofnlánadeild um síð- ustu mánaðamót og 60% við veðdeild Búnaðarbankanssagði Leifur. Lánstími á verðtryggðum og gengis- tryggðum lánum, sem Stofnlánadeild yfirtók nýlega frá veðdeild Búnaðar- bankans, verður lengdur um 15 ár, úr 10 til 12 árum í 25 ár. Vextir af þessum lánum verða lækkaðir í 2%. Lánstími bygginga- og jarðakaupalána og skuldbreytingalána verður lengdur um 5 ár. Bændur, sem eru með sérstak- lega erfiða greiðslustöðu, geta fengið lengingu í allt að 5 ár í viðbót. Afborgunum af lánum vegna loð- dýraræktar _.,verður frestað vegna erfiðrar stöðu þeirrar greinar. Umsóknarfrestur um lengingu lána rennur út 15. ágúst. „Skuldir bænda eru mjög miklar, örugg- lega yfir þrír milljarðar í lok ársins,“ sagði Leifur. -KB Til þess að koma til móts við bændur í greiðsluerfiðleikum verða lán Stofn- lánadeildar lengd um allt að 15 ár. Vextir verða einnig lækkaðir. Greiðslusföðvanir: Helmingur endar með gjaldþrotum Alls hafa komið 24 beiðnir um greiðslustöðvanir fyrirtækja til borg- arfógetans í Reykjavík það sem af er þessu ári og af þeim eru 10 enn í gangi. Af þessum greiðslustöðvimum hefur um helmingur endað með gjald- þrotum. Sömu sögu er að segja frá bæjarfógetaembættinu í Kópavogi. Ásgeir Magnússon bæjarfógeti þar tók sem dæmi að af þeim 6 fyrirtækjum sem beðið hefðu um greiðslustöðvun á síðasta ári hefðu 3 orðið gjaldþrota. Ragnar Hall, skiptaráðandi hjá borgarfógeta, sagði í samtali við DV að greiðslustöðvanir væru veittar til 1-3 mánaða, síðan væri hægt að sækja um framlengingu en greiðslustöðvun yrði aldrei lengur, en til 5 mánaða. í máli hans kom ennfremur fram að ekki gæti hver sem er fengið greiðslu- stöðvun. Aðilar yrðu að sýna fram á að einhver Kkindi væru á að þeir gætu náð tökum á greiðslustöðunni á þeim tíma sem greiðslustöðvun stæði yfir. -FRI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.