Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1986, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1986, Blaðsíða 17
DV. MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 1986. 17 ?r,í$:«SS! »*»««< tsmm Lesendur Lesendur Lesendur Sundlaugagestur vill fá að synda í friði í laugunum. Buslugangur í krökkunum Sundlaugagestur skrifar: Ég er einn þeirra sem stunda laug- amar reglulega og hef af því mikla ánægju. Oftast fer ég á morgnana en það kemur einnig fyrir að ég fari eftir vinnu. Þá hef ég tekið eftir að allt annað fólk er í laugunum. Þetta er aðallega ungt fólk sem mér virðist koma til þess eins að busla og leika sér í laug- inni. Hamagangurinn í þessum krökkum er oft svo mikill að maður kemst vart laugina á enda án þess að gangi yfir mann gusur og oft verður maður að stoppa vegna bægslagangs- ins. Hvemig er það, em laugamar ekki til að synda í þeim? Annars langar mig líka til að nota tækifærið og þakka fyrir hvað sund- laugamar í Laugardalnum em orðnar fínar. Búningsklefamir em stórglæsi- legir og allt svo skjannahvitt. En ég vil einnig mælast til þess að sund- laugayfirvöld sjái svo um að maður fái að synda í friði í lauginni. Til þess kemur maður. SUMARTIMI! Opnum klukkan átta virka daga og lokum klukkan fimm, nema föstudaga klukkan sex. Opið í há- deginu. Lokað á laugardögum til 1. sept. HARSNYRTISTOFA RnGnnRS & hprðpr a VESTURCÖTU 48 - SÍMI: 24738 ATHUGIÐ Lokað mánudaginn 30. júní ___vegna vörutalningar. Opnum kl. 10 þriðjudaginn 1. julí. Kringlunni 7 Málningarvinna Tilboð óskast í að mála að utan húseignina að Háaleit- isbraut 68 (Austurver). Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, miðviku- daginn 2. júlí 1986. Stjórn húsfélagsins. fFrá söludeild borgar- innar, Borgartúni 1 Til sölu er mjög fullkomið magnarakerfi fyrir tal og hljómflutning, úti sem inni. Hentar t.d. fyrir íþróttavelli og reyndar allan útvarpsflutn- ing. Gott verð. Einnig höfum við verkstæðis- hurðir á rennibrautum, hæð 3,44 cm, breidd 3,50 cm. Höfum einnig mikið af öðrum tegund- um hurða, skrifborð, stór og lítil, og margt fleira notadrjúgra muna. WIBAU BPF 50 M20/17 Steypudæla til sölu, árgerð 1972, á Mercedes Benz 1113. Lengd á bómu 18 m út á hlið. Lengd á bómu upp 21 m. Afköst 50 rúmmetrar á klukkustund. Verð tilboð. Ýmis skipti möguleg. Upplýsingar í síma 76827. Þvottavélar og þurrkarar .eins og hlutirnir gerast bestir: «l)::: <D <!)••• í _ Árangur náinnar samvinnu sænsku neytendastofnunarinnar KONSUMENTVERKET, textilrannsóknastofnunarinnar TEFO og tæknirisans ASEA. Nýsköpun sem fær hæstu einkunnir á upplýstasta og kröfuharðasta markaði heims fyrir árangur, taumeðferð og rekstrarhagkvæmni. ASEA CYLINDA tauþurrkari Skynjar sjálfur hvenær tauið er þurrt, en þú getur líka stillt á tíma. 114 lítra tromla, sú stærsta á markaðin- um. Það þarf nefnilega 2,5 sinnum stærri tromlu til að þurrka í en til að þvo í. Tekur því úr þvottavélinni í einu lagi. Mikið tromlurými og kröftugt útsog í stað innblásturs stytta þurrktíma, spara rafmagn og leyfa allt að 8m barka. Neytendarannsóknir sýna að tauið slitnar ekki né hleypur í þurrkaranum, heldur losnar aðeins um lóna af notkunarslitinu. Það er kostur, ekki síst fyrir ofnæmisfólk. Sparar tíma, snúrupláss og strauningu. Tauið verður mjúkt, þjált og slétt, og æ fleiri efni eru gerð fyrir þurrkara. Getur staðið á gólfi eða ofan á þvottavél- inni. ASEA CYLINDA þvottavélar Þvo best, skola best, vinda best, fara best með tauið, nota mtnnst rafmagn. Vottorð upp á það. Gerðar til að endast, og í búðinni bjóðum við þér að skyggnast undir glæsilegt yfirborðið, því þar er ekki síður að finna muninn sem máli skiptir: trausta og stöðuga undirstöðu, vöggu á dempurum í stað gormavpphengju, ekta sænskt ryðfrítt krómnikkelstál, SKF-kúlulegur á 35 mm öxli, jafnvægisklossa úr járni í stað sandpoka eða brothætts steins o.fl. Athyglisverð er líka 5-laga ryð-og rispu- vörn, hosulaus taulúga, hreinsilúga, grófsía, sápusparnaðarkerfi með lyktar- og hljóðgildru, stjórnkerfi með framtíð- arsýn og fjölhraða lotuvinding upp í 1100 snúninga. ASEA CYLINDA er nú eini framleiðandi heimilisþvottavéla á Norðurlöndum. Með stóraukinni framleiðslu og tollalækkun er verðið hagstætt. Og víst er, að gæðin borga sig, STRAX vegna betri og ódýrari þvottar, SÍÐAR vegna betri endingar. iFonix HÁTÚNI6A SlMI (91)24420

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.