Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1986, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1986, Page 2
2 DV. MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 1986. Fréttir Fréttir Fréttir Fréttir Miklar skemmdir vegna flóða Við Syðriskálaá í Ljósavatns- hreppi fór brúin í sundur nú fyrir helgi vegna mikils flóðs og er hún talin ónýt. Áin varð mjög vatns- mikil og gróf frá brúarstólpa með fyrrgreindum afleiðingum. Nokk- urt tjón varð við rafetöð, m.a. braut áin niður rafetöðvarstíflu. Við Nípá varð líka mikið flóð og mun- aði litlu að illa færi. Áin flæddi yfir tún og engi og er erfitt að segja hvaða afleiðingar það muni hafa fyrir jarðveginn. Stórgrýti hefur verið keyrt i ám- ar nótt sem nýtan dag að undan- fömu til að koma í veg fyrir frekari 8kemmdir. -RóG Rúta lenti út Við Hofeá í Amarfirði varð það óhapp síðdegis á laugardag að rúta með 30 bömum lenti út i ánni. Undanfarið hefur verið unnið að lagfæringum við brúna og stóðst bráðabirgðabúnaður, sem komið hefur verið fyrir, ekki vöxtinn sem hefur verið í ánni en vegna mikils hita hafa ár víðs vegar um landið flætt yfir bakka sina. Engin slys urðu á bömunum og tókst að ná þeim út úr rútunni gegnum neyð- ardyr. -RóG Eskrfjörður Nýkjörinn bæjarstjóri Fegína Thorarensen, DV, Eskifirði Bjami Stefánsson, sýslufulltrúi á Eskifirði, var ráðinn bæjarstjóri Eskifjarðarbæjar næstu 4 ár með öllum greiddum atkvaeðum hinnar nýkjömu bæjarstjómar Eskiijarð- arbæjar. Er mér sagt að það sé nýjung á Eskifirði að sveitarstjóri eða bæj- arstjóri Eskifjarðarbæjar sé ráðinn með öllum greiddum atkvæðum. Þess má geta að lokum að Bjarni Stefánsson hefur verið sýslufull- trúi á Eskifirði undanfarin ár og er hann vel kynntur eins og yfir- boðari hans, sýslumaðurinn. Tveir í sjóinn Nú á laugardag féllu tveir ölvað- ir menn í sjóinn niðri við Reykja- víkurhöfn, rétt á bak við lögregluvarðstöðina. Fyrri atburð- urinn átti sér stað um tíuleytið um morguninn en þá var um að ræða grænlenskan ríkisborgara . Fljót- lega tókst að bjarga manninum. í hinu tilvikinu var um að ræða mjög ölvaðan mann og átti sá at- burður sér stað upp úr klukkan m'u á laugardagkvöld. Er björg- unaraðgerðum varð komið við reyndist erfitt að ná manninum upp úr sjónum. Að lokum var hon- um þó náð upp í gúmmíbát sem notaður var við björgunina. Mönnunum tveimur varð ekki meint af volkinu. -RóG Teknirmeðriffil Um hálfellefuleytið á laugardags- kvöld varð Kópavogslögi-eglan vör við tvo unga drengi sem voru að dunda sér við að skjóta fugla í Leirdal. Tækið, sem drengimir notuðu við þessa iðju sína, var fullkominn riffill, hlaðinn skotum. Sem betur fer haföi ekkert slys hlotist af. Ekki er enn vitað hvem- ig drengimir komust yfir þetta verkfæri. -RóG Álafoss fær nýja peningasprautu Framkvæmdasjóður stefnir að sólu fyrirtækisins Ákveðið var á aðalfundi Álafoss hf. á laugardag að auka hlutafé úr 120 í 180 milljónir króna með útgáfu jöfnunarhlutabréfa og leita eftir 100 milljóna króna hlutafé til viðbótar. Miklir erfiðleikar em í ullariðnaðin- um. Framkvæmdasjóður á 98% núverandi 180 milljóna hlutafjár og þar er stefnt að sölu fyrirtækisins um leið og það þykir seljanlegt. Að sögn Ingjalds Hannibalssonar, framkvæmdastjóra Álafoss hf., er þegar ákveðið að Framkvæmdasjóð- ur leggi fram 30 af þeim 100 milljón- um króna sem auka á hlutaféð um nú. Iðnlánasjóður mun leggja til aðrar 30 milljónir. Þá verður leitað eftir nýjum hluthöfum. Ekki er vist að öll aukningin náist. Af núverandi hlutafé eiga á annað hundrað starfe- menn og fyrrverandi starfemenn 2%. Ingjaldur sagði að gera þyrfti átak í vöruþróun og markaðssetningu í ullariðnaðinum. Hann kvaðst hafa mikla trú á að með því móti næðist nauðsynlegur árangur í rekstri fyrir- tækja í þessari grein. Að því gæti komið eftir tvö eða þrjú ár að Fram- kvæmdasjóður seldi Álafoss hf. HERB Fjölmenni var við fyrstu sýningu á Njálu, sem fram fór í Rauðhólum í gaer, eftir talsverða hraknmga um Reykjavík og nágrenni. Leikgerð verksins er> eftir Jóhann Sigurjónsson og Helgu Bachmann, en Helga er jafnframt einn af aðstandendum sýningarinnar. DV-mynd GVA/-ai «■ MtíHðMMMMfiMlMHHHI Kaupstaðarlest í tengslum við landsmót hestamanna kom til Reykjavíkur í gær eftir þriggja daga ferð frá Hellu. Farið var eftir gömlum reiðleiðum og var Hvitá meðal annars sundlögð en farangur ferjaður yfir á bát. Við Árbæ i Reykjavik tók Magnús L. Sveinsson, forseti borgarstjórnar, á móti lestinni en þá höfðu bæst í hana sýslumenn, prestar og alþingismenn Sunnlendinga. I dag munu lestarmenn selja afurðir þær er þeir komu með á Lækjartorgi og hefst salan klukkan 12.00. DV-mynd GVA/ej

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.