Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1986, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1986, Síða 8
8 DV. MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 1986. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Heitast í Vestur- Þýskalandi Mikil hitabylgja hefur gengið yfir Vestur-Evrópu að undanfómu. Hefur hitastigið í norður- og vesturhluta álfunnar víða verið töluvert yfir hitastigi sólríkari sumarleyfislanda í suðri, svo sem Ítalíu, Spáni og Grikklandi- Hlýjast hefur þó verið í ýmsum borgum Vestur-Þýskalands að undanfömu, til dæmis náði hitinn 33 stigum í Köln, 31 í Frankfurt og 29 í Miinchen. Á sama tíma var hitastigið í Aþenu, á Rimini á ftalíu og Ma- deira á Spáni „aðeins" rétt rúm- Iega 25 gráður á Celsíus. Argentínumenn í skýjunum eftir úrslitaleikinn á HM Milljónir fögnuðu á gótum úti Milljónir Argentínumanna flykkt- ust í sigurvímu út á götur borga og bæja eftir 3-2 sigur argentínska landsliðsins í úrslitaleik heimsmeist- arakeppninnar í Mexíkó gegn Vestur-Þjóðverjum. Að sögn lögregluyfirvalda hafa að minnsta kosti tveir látið lífið í gífur- legum fagnaðarlátum landsmanna eftir sigurleikinn og orðið hefur að handtaka yfir 200 æsta stuðnings- menn landsliðsins er gengu ber- ' serksgang eftir að flautað hafði verið til leiksloka. Ekki sást sála á ferli á meðan á úrslitaleiknum stóð en eftir leikinn fylltust götumar af sigri hrósandi Argentínumönnum er öskruðu „Argentína og Maradona" á meðan ökumenn þeyttu bílflautur sínar. „Þetta er gleðistund í lífi Argen- tínubúa," sagði forseti Argentínu, Raúl Alfonsín, í símtalið við Carlos Bilardo, þjálfara landsliðsins, um leið og hann þakkaði honum fyrir stórglæsilegan árangur. Blöð og tímarit í Argentínu voru með sérstök aukablöð í morgun þar sem fjallað var um sigurleikinn og er þessa stundina um fátt annað rætt í Argentínu. „Sigur fólksins“ Ríkissjónvarpið spáði því að yfir ein milljón fagnandi landsliðsað- dáenda hefði komið saman á Lýðveldistorginu í Buenos Aires, einu stærsta torgi í höfuðborginni, þar sem þjóðfána Argentínu hafði verið komið fyrir á risastórri brodds- úlu. „Þetta er fyrst og fremst sigur fólksins í landinu," er haft eftir verkalýðsleiðtoganum Saul Ubald- ini eftir leikinn. „Það er þessum leikmönnum að þakka að alþjóð þekkir nú heimsmeistarana frá Arg- entínu og frá þessari stundu verðum við að beijast fyrir því að umheimur- inn líti einnig á Argentínu sem frjálst, réttlátt og sjálfstætt þjóð- félag,“ sagði verkalýðsleiðtoginn. Hindúar i ríkinu Punjab á Indlandi, þar sem ákkar eru í meirihluta, hafa boðað skæruverkfali í dag til að mótmæla auknum ófbeldisaðgerðum sikka í garð minnihluta hindúa Fjoldahandtokur í Chandigarh Yfirvöld í norðurhluta Punjab-fylkis á Indlandi hafa undanfarinn sólar- hring handtekið á þriðja hundrað herskáa hindúa í tilraun til að koma í veg fyrir ofbeldisaðgerðir vegna mót- mælaverkfalls hindúa í ríkinu sem boðað hefur verið í dag. Segist lögregla í borginni Chandig- arh hafa handtekið velflesta forystu- menn úr flokki öfgasinnaðra hindúa er kallast Hermenn guðsins Shíva, en forystumenn flokksins boða í dag til skæruverkfalla hindúa til að mótmæla ofbeldisaðgerðum öfgasinnaðra síkka gegn hindúum í Punjab, en þar eru síkkar í meirihluta. Forystumenn hindúa hafa fram að þessu vísað öllum tilmælum yfirvalda í Punjab á bug um að aflýsa skæru- verkfalli sínu. í fregnum frá Punjab í morgun segir að svo virðist sem þátttaka verði lítil í boðuðu skæruverkfalli, að minnsta kosti líti út fyrir að það hafi takmörk- uð áhrif á verslun ög viðskipti í ríkinu en flestar verslanir í eigu hindúa voru opnar í morgun eins og venjulega. Lögreglan taldi þó að búast mætti við meiri þátttöku í verkfallinu á svæði er liggur að hinni helgu borg Amritsar, höfuðvígi síkka í Punjab, og útilokaði ekki möguleikann á átök- um öfgamanna úr' röðum hindúa og síkka. Hrísgrjón á stærð við hnetur Japanskir vísindamenn sögðu í gær En einn galli er þó á gjöf Njarðar. Bru hærri og því viðkvæmari fyrii að þeim hefði tekist að rækta nýtt af- Risahrísgij ónin bragðast ekki allt regni og vindum en hefðbundnar hris- brigði af hrísgijónum er væru á stærð of vel, auk þess sem stönglar þeirra gijónaplöntur. við hnetur og væru svipuð að þyngd. Að þeirra sögn er ræktun risahrís- gijónanna afleiðing tíu ára ítarlegra rannsókna við Kyushu landbúnaðar vísindastofnunina. Umsjón: Ólafur Arnarson og Hannes Heimisson Viðræður um framtíð Macao Kínverjar hófu í dag viðræður við Portúgali um framtíð Macao, sem er portúgölsk nýlenda og er rekin á mjög kapítalískan hátt. Macao hefur verið undir stjóm Portúgals í meira en fjögur hundr- uð ár. Zhou Nan, aðalsamningamaður Kínveija, sagði við viðsemjanda sinn, Rui Medina, að báðar þjóðir myndu hagnast á þessum tveggja daga viðræðum um framtíð Macao sem er miðstöð spilavíta og mikil vefriaðarvörumiðstöð með um hálfa milljón íbúa rétt hjá Hong Kong. Portúgölsk stjómvöld viður- kenna yfirráðarétt Kínveija yfir Macao og hafa tvisvar reynt að skila nýlendunni en Kínverjar hafa hafiiað því í bæði skiptin. Viðræðumar núna koma í kjölfer samninga milli Breta og Kínveija um að Bretar skili Hong Kong árið 1997. Búist er við að viðræðumar verði hreinskilnar og árangursrík- ar. Ekki er vitað hvenær Kínverjar vilja fá yfirráð yfir Macao, sem Portúgalir hafa haft á sínum snær- um í 429 ár. Kínversk stjómvöld hafa ítrekað lýst yfir að þau vilji að framtíð Macao verði í samræmi við fram- tíð Hong Kong sem mun halda nær óskertu sjáifstæði þrátt fyrir kín- verska stjóm. Enn ósamkomulag hjáOPEC Búist er við því að ráðstefnu olíu- málaráðherra OPEC ríkjanna, á eyjunni Brioni í Júgóslavíu, ljúki í dag. Litlar líkur em taldar á því að einróma niðurstaða verði á fundinum um leiðir til að hækka olíuverð aftur og ná fyrri áhrifum á olíumarkaðnum. Fulltrúar á fundinum sögðu að í mesta lagi mætti búast_ við því að meirihlutasamþykkt fengist um að á næstu mánuðum skuli stefht að ákveðnu framleiðslumagni og verði á framleiðslunni. Fjögur ríki, íran, Algería, Lýbía og Gabon, hafa neitað að taka þátt í umræðum um minnkun framleiðslu- magns, sem leið til að ná verðinu á olíu upp í 17-20 dollara, en nú er það 11,50 dollarar. í dag átti að fastsetja kvóta ein- stakra ríkja, en Tchioba, olíuráðherra Gabon, sagði að slíkt væri fáránlegt vegna þess að ekkert heildarþak fyrir framleiðslu væri til. Olíumálaráðherrar OPEC rikjanna virðast ekki ætla að geta komið sér saman um aðgerðir til aö hækka oliuverö. Þaö eru helst fjögur riki, íran, Algería, Lýbia og Gabon, sem strandar á.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.