Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1986, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1986, Blaðsíða 25
DV. MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 1986. 25 róttir íþróttir__________________íþróttir__________________íþróttir__________________Iþróttir numenn sigraðu Idinni á Azteca 'Þjóðveija, 3-2, í grófum en spennandi úrslitaleik Miðvörðurinn Jose Luis Brown skoraði fyrsta mark leikins á 22. mín. eftir aukaspyrnu Burruchaga. Skall- aði í mark eftir slæmt úthlaup Schumacher sem náði ekki til knattar- ins. Aukaspyman dæmd þegar Matthaeus braut á Maradona og var bókaður. Furðulegt hjá Beckenbauer að láta Matthaeus elta Maradona lengi vel - láta leikstjómanda liðsins og besta mann í það hlutverk. Loks þegar hann var látinn hætta því lagað- ist leikur þýskra. Jorge Valdano, miðherji Real Madrid, skoraði annað mark Argent- ínu á 56. mín. Maradona upphafsmað- ur upphlaupsins. Gaf á Enrique, Valdano komst írá gæslumanni sínum. Fékk knöttinn frír og skoraði á mjög sannfærandi hátt. í byrjun síðari hálf- leiksins meiddist miðvörðurinn Brown illa á öxl. „Ég hafði miklar áhyggjur af meiðslum hans þar sem hann er aftasti maður í vöm okkar. Þegar Þýskaland jaíhaði var leikurinn allt í einu orðinn miklu erfiðari en við héld- um að hann yrði. En guði sé lof fyrir mark Burruchaga," sagði hinn mið- vörður argentínska liðsins, Oscar Ruggeri, eftir leikinn. Brown slasaðist á hægii öxl og átti í miklum erfiðleik- um eftir það, handleggurinn máttlítill. Þó lék hann til loka og á fréttamanna- fundinum var Bilardo spurður hvers vegna hann hefði ekki skipt um leik- mann. „Hættið þessu nú - ekki spyija mig frekar. Ég get ekki sagt meira,“ og tárin streymdu niður kinnar hans. Rudi Völler hafði komið í stað All- ofs hjá þýskum í byijun síðari hálfleiks og á 61. mín. sendi Beckenbauer Diet- er Hoeness inn á í stað Magath jafnframt sem hann breytti leikaðferð liðsins. Argentinumenn drógu sig mjög í vöm, greinilega staðráðnir í að halda fengnum hlut. Það tókst þeim ekki. Á 74. mín. tók Bremhe hom- spymu. Knötturinn skallaður áfram til Rummenigge, sem var frir á mark- teig og skoraði. 2-1 og fyrsta skot þýskra á rammann í leiknum. Á 82. mín. tókst Rudi Völler að jafha. Breh- me gaf fyrir. Berthold skallaði til Völler sem stýrði knettinum með höfð- inu í mark. 2-2 en gleði þýskra var skammvinn. Aðeins þremur mín. síðar skoraði Burmchaga. Fékk langa send- ingu fram. Þýsku vamarmennimir allt of framarlega og eftirleikurinn var auðveldur, 3-2, og síðan rann leik- tíminn út. „Það vom mikil mistök hjá okkur að leika sóknarleik áfram eftir að við höfðum jafhað. Það var gert í ein- hverri sæluvímu. Áuðvitað er það frábær árangur að hafa komist í úrslit en ég er mjög vonsvikinn vegna taps- ins í þessum frábæra úrslitaleik. Ég veit ekki hvort ég hætti núna í lands- liðinu. Fer nú í fri og hugsa þá málið,“ sagði Rummenigge eftir leikinn. „Ég var sannfærður um að framlengt yrði eftir að ég hafði jafhað. Ég held að við hefðum þá átt góða sigurmögu- leika þar sem við erum sterkari líkamlega. Ég er ánægður með árang- urinn á HM þó ég sé nú í augnablikinu sár,“ sagði Rudi Völler eftir leikinn. „Þetta var síðasti landsleikur minn. Lið, sem leikur sóknarleik áffarn eins og við gerðum eftir að hafa jafhað í 2-2, á ekki skilið að sigra. Vonbrigði mín eru mikil," sagði Briegel eftir leik- inn. „I framtíðinni mun ég minnast HM sem yndislegs íþróttaviðburðar. í dag lék ég minn síðasta leik,“ sagði Felix Magath. Liðin í úrslitaleiknum voru þannig skipuð: Argentína. Pumpido, Cuciuffo, Brown, Ruggeri, Olarticoechea, En- rique, Giusti, Batista, Burruchaga (Trobbiani 89. mín) Maradona, Vald- ano. V-Þýskaland. Schumacher, Brehme, Eder, Jakobs, Föster, Briegel, Bert- hold, Matthaeus, Magath (Hoeness), Rummenigge, Allofs (Völler). Eftir leikinn tók fyrirliði Argentínu, Diego Maradona, við HM-styttunni, glaður mjög. Hann var stóra stjaman í keppninni - þetta var heimsmeistara- keppni Maradona þó oft hafí hann verið atkvæðameiri í öðrum leikjum en í gær. Síðan hlupu leikmenn Arg- entínu heiðurshring og voru hylltir mjög af 114 þúsund áhorfendum. Það voru lokin á heimsins mestu sýningu. hsím Burrachaga skorar hér sigurmark Argentínumanna og tvímælalaust mikilvægasta mark þeirra i HM-keppninni. Símamynd/Reuter „Diego Maradona - eina stjaman á HM I Heimsmet • Emilio Butrageno, Spáni, skor- aði eftir aðeins 63 sekúndur. Simamynd/Reuter 132 mörk í 52 leikjum f leikjunum 52 á HM í Mexíkó voru skoruð 132 mörk sem gerir að meðal- tali 2,8 mörk í leik. Metið í úrslita- keppni er síðan 1954 en þá voru skoruð að meðaltali 5,3 mörk í leik. • Heimsmeistarar Argentínuskoruðu flest mörk allra liðanna i Mexíkó eða 14. • Sá sem skoraði flest mörk í einum og sama leiknum var Spánveijinn Emilio Butrageno en hann skoraði fjögur mörk í 5-1 sigrinum gegn Dön- um. • Tveimur liðum tókst að skora sex mörk í einum leik. Dönum í leiknum gegn Uruguay og Sovétmönnum gegn Ungveijalandi. • I tveimur leikjum voru alls skomð sjö mörk. Annars vegar í leik Dana og Urugauy (6-1) og hins vegar í leik Belga og Sovétmanna (4-3). • Carlos, markvörður Brasilíu, hélt markinu lengst hreinu eða í heila 401 mínútu. Hann var 41 mínútu frá meti Englendingsins Gordon Banks frá 1966. • Spánverjinn, Emilio Butrageno, þurfti skemmstan tíma til að skora mark í leik í Mexíkó. Hann skoraði eftir aðeins 63 sekúndur í leik Spán- verja og Norður-íra. • Alls var átta leikmönnum vísað af leikvelli í leikjunum 52 á HM. Þeir sem fengu rauða spjaldið vom: Mike Sweeney, Kanada, Ray Wilkins, Eng- landi, Basil Gourgies, frak, Miguel Bossio, Uruguay, Jose Batista, Uragu- ay, Frank Amesen, Danmörku, Thomas Berthold, Vestur-Þýskalandi og Mexíkaninn Javier Aguirre. -SK Fagnað sem þjóðhetjum Knstján Bemburg, DV, Belgíu. Belgar sem lentu í fjórða sæti á HM, koma heim í dag eftir 20 klukkustunda erfiða ferð frá Mexíkó. Það verður tekið á móti þeim sem þjóðhetjum. Verða hylltir á svölum ráðhússins í Brússel og síðan verða skór þeir, sem þeir léku i á HM, seldir á uppboði. Allur ágóði rennur til munaðarlausra bama í Mexíkó. Eftir athöfnina á ráð- hústorginu í Brússel fer HM-hópurinn í veislu til Belgíukonungs. Þessu verð- ur öllu sjónvarpað beint. -hsím sagði Hidalgo, fyrrum landsliðsþjálfari Frakka móttökur hjá Þjóðverjum í gær en lék M sló eins virkilega i gegn í Mexikó Argentinu. Á þessari mynd er Mara- um“ sinum f úrslitaleiknum í gær. Símamynd/Reuter „Hann er sá besti síðan Pele hætti að leika í landsliði Brasilíu. Hann var langbesti leikmaðurinn á HM. Hann skorar mörk - hann býr til mörk og hann gerir það á yndislegan, einstakl- ingsbundinn hátt. Stórkostlegur leikmaður. Stendur einn á hátindi knattspymunnar og er svo ólíkur öðr- um. Það er hugarflug í leik hans,“ sagði Giovanni Facchetti, fyrrum fyr- irliði Ítalíu, eftir úrslitaleikinn á HM í gær. „Diego Maradona er virkileg stjama, eina stjaman í þessari heims- meistarakeppni. Stórkostlegur leik- maður, sem einn getur breytt gangi leiks og á sama tíma leikið fyrir liðs- heildina. Ég líki honum við Pele. Hann hefur hugmyndaflug og hæfni Pele. Enginn leikmaður heims nú á skilið að vera borinn saman við Mara- dona,“ sagði Michel Hidalgo, fyrrum landsliðsþjálfari Frakka. „Argentína treystir á Maradona, hann er innblástur leikmanna liðsins. Þó hans hafi verið stranglega gætt í úrslitaleiknum sannaði Maradona að hann er sá besti í heimi. En þó ég við- urkenni að hann er sá langbesti í dag stenst hann ekki samanburð við þá bestu áður - ekki enn,“ sagði Paul Breitner, fyrrum fyrirliði Vestur- Þýskalands. „Hann er án efa sá besti í dag en ég tel að hann verði að sanna enn betur að hann jafhist á við Pele. Það er mikill vamarleikur leikinn í dag en hæfhi Maradona til að leika á jafri- vel þá bestu með undraverðum hraða skilur hann nú frá öllum öðrum,“ sagði Trevor Brooking, sem skoraði þrennu í úrslitaleik HM 1966. hsím jafnað - tveir yfír 80 m Heike Drechsler, A-Þýskalandi, sem setti heimsmet nýlega í langstökki kvenna, jafnaði í gær heimsmetið í 200 m hlaupi á móti í Austur-Berlín. Hljóp á 21,71 sek. Sami tími og Marita Koch, A-Þýskalandi, hefúr hlaupið á. Á mót- inu sigraði Detlef Michel í spjótkasti. Kastaði 82,84 m. Gerald Weiss annar með 80,88 m og Thomas Scháffner þriðji með 79,86 m. hsím

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.