Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1986, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1986, Blaðsíða 23
DV. MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 1986. 23 íþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir •Sigurjón Kristjánsson hefur hér skailað knöttinn i mark Skagamanna á 4. mínútu leiksins. Þetta mark Sigurjóns reyndist vera sigurmarkið þegar upp var staðið og Valsmenn eru á toppi 1. deildar ásamt Fram. DV-mynd Brynjar Gauti. Valur að hlið Fram á toppnum - Sigurjón Kristjánsson skoraði siguimark Vals gegn Akranesi á 4. mínútu „Við töpuðum tveimur leikjum í röð á sama tíma í fyrra þannig að svona lagað hefur skeð áður. Við erum alls ekki úr myndinni og verðum með í toppbaráttunni," sagði Skagamaður- inn Ámi Sveinsson í samtali við DV á laugardag eftir að Valur hafði unnið fA, 1-0, á Hlíðarendavelli í 1. deild íslandsmótsins í knattspymu. Ámi Sveinsson lék ekki með ÍÁ gegn Val vegna meiðsla en er óðum að ná sér og verður líklega með félögum sínum eftir viku er ÍA mætir Fram. Valsmenn fengu mikla óskabyrjun í leiknum á laugardag er þeir skomðu strax á 4. mínútu. Ingvar Guðmunds- son gaf þá fyrir mark ÍA og Sigurjón Kristjánsson skoraði sigmmark leiks- ins með skalla af stuttu færi. Vel gert hjá Siguijóni en ef til vill hefði Birkir markvörður átt að geta komið í veg fyrir þetta mark. Eftir mark Sigurjóns var mikil deyfð yfir leiknum en Vals- menn þó mun skárri aðilinn. Skaga- menn gersamlega máttlausir og liðið baráttulaust. Meira fór fyrir rifrildi marma innbyrðis en getu þeirra á knattspymuvellinum. Þó munaði litlu að Skagamenn jöfhuðu leikinn á 35. mínútu. Þorgrímur Þráinsson Vals- maður óð þá fram í sóknina, lék á hvem Skagamanninn á fætur öðrum en var loks stöðvaður. Skagamenn geystust í sókn og Valsmenn gættu þess ekki að Þorgrímur vamarmaður var einn fremsti maður þeirra á vellin- um. Sókn Skagamanna endaði á þann veg að Guðbjöm Tryggvason komst í dauðafæri í vítateig Vals en Guð- mundur Hreiðarsson varði skot hans vel. Skagamenn frískari í síðari hálfleik Skagamenn börðust betur í síðari Jón Gunnar Bergs skoraði „hattrick“ - þegar Selfoss vann ÍBÍ1-3 Selfyssingar halda enn toppsætinu í 2. deild eftir að þeir unnu góðan sigur á fsfirðingum á laugardag á ísafirði. Lokatölur 1-3. Hinn hávaxni leikmaður Selfoss, Jón Gunnar Bergs, kom mikið við sögu í þessum leik og skoraði hann öll mörk Selfyssinga. Mark heima- manna skoraði körfuknattleiksmað- urinn Guðmundur Jóhannsson. Selfyssingum gekk erfiðlega að kom- ast til ísafjarðar. Leikurinn átti að hefjast klukkan tvö en langt var liðið á daginn þegar leikvuinn gat loks haf- ist og virtist ferðalagið ekki hafa haft slæm áhrif á leikmenn Selfoss sem oft á tíðum sýndu ágætis knattspymu. -SK. Ballesteros frábær á endasprettinum - Lék 18 holur tvívegis á 64 höggum Spánverjinn Severiano Ballesteros vann góðan sigur á Monte Carlo golf- mótinu í Frakklandi um helgina. Ballesteros tryggði sér sigurinn á mót- inu með frábærri spilamennsku síð- ustu tvo hringina. Þá lék hann báða á 64 höggum en samtals lék hann hringina fjóra á 265 höggum. í öðm sæti varð Mark McNulty frá Suður-Afríku en hann lék á 267 högg- um og var einn í öðm sæti. Fjórir urðu jafriir í þriðja sæti, Mike McLe- an, Bretlandi, John Bland, Suður-Afríku, Peter Senior frá Ástralíu og Spán- verjinn Antonio Garrido. Allir léku þeir á 268 höggum. hálfleik en þeim fyrri án þess þó að ná að skapa sér mörg umtalsverð marktækifæri. Þijú marktækifæri litu dagsins ljós í hálfleiknum. Valsmenn áttu það fyrsta er Bergþór Magnússon gaf góða sendingu fyrir markið og Sig- uijón skallaði yfir af markteig. Skagamenn áttu síðan möguleika á að skora þegar Valgeir Barðason hitti ekki knöttinn í ákjósanlegu færi eftir fyrirgjöf Heimis Guðmundssonar. Seint í hálfleiknum munaði aðeins hársbreidd að Ámundi Sigmundsson skoraði annað mark Vals. Hann skaut að markinu, knötturinn fór í vamar- mann ÍA og breytti algerlega um stefhu. Stefiich hann í markhomið en Birkir Kristinsson markvörður, sem kastað hafði sér í hitt homið, náði naumlega að bjarga á síðustu stundu. Slakur leikur í góðu veðri Þegar á heildina er litið var leikur liðanna slakur og kom það nokkuð á óvart. Aðstæður voru hinar bestu og tvö af toppliðum 1. deildar áttu hlut að máli. Engu að síður var fátt um fína drætti. Lið Vals: Guðmundur Hreiðarsson, Þorgrímur Þráinsson, Bergþór Magn- ússon, Ársæll Kristjánsson, Guðni Bergsson, Magni Blöndal Pétursson, Ingvar Guðmundsson, Hilmar Sig- hvatsson, Sigurjón Kristjánsson, Valur Valsson og Amundi Sigmunds- son. ÍA: Birkir Kristinsson, Engilbert Jó- hannesson, Heimir Guðmundsson, Sigurður Lárusson, Sigurður B. Jóns- son, Júlíus Pétur Ingólfsson, Ölafur Þórðarson, Guðbjöm Tryggvason, Valgeir Barðason (Stefán Viðarsson), Hörður Jóhannesson (Hörður Rafns- son), Sveinbjöm Hákonarson. Leikinn dæmdi Bragi Bergmann frá Akureyri og var langt frá því að vera lélegasti maðurinn á vellinum. Línu- verðir voru Sveinn Sveinsson og Magnús Jónatansson. Maður leiksins: Ársæll Kristjánsson HANDKNATTLEIKS- ÞJÁLFARI Annarrar deildar félag í nágrenni Reykjavíkur óskar eftir þjálfara næsta vetur. Nafn og símanúmer skilist inn á auglýsingadeild DV í lokuðu umslagi merkt „T- 3575". AÐALLEIKVANGI I KVÖLD KL. 20.00. NYTT EKTA KEBAB NYR MATSEÐILL AMERICAN STYLE SKIPHOLTI 70 SIMI 686838 -SK.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.