Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1986, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1986, Blaðsíða 15
DV. MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 1986. 15 Verði Ijós Guðmundur J. Guðmundsson á að segja af sér þingmennsku. Albert Guðmundsson á að segja af sér þing- mennsku og ráðherradómi. Ekki sjálfe sín vegna heldur okkar og stjómkerfisins vegna. Lög og siðir Ekkert lagalega saknæmt hefur sannast á þá félaga. Þessu virðast margir hafa gleymt í hita umræð- unnar síðustu daga. Það er ekki okkar hlutverk, almennings eða fjöl- miðla, að setjast í dómarastól varðandi sekt og sýknu. Það gera þar til skipaðir dómarar. Allt annað eru ofeóknir og mannorðsmorð. Hins vegar eru Albert og Guð- mundur í bullandi siðferðisklandri. Fjármunatilfærslur á borð við þær sem frétzt hefur af samrýmast ekki stöðum þeirra sem ráðherra og þing- manns. Hér skipta einstaklingamir Guðmundur og Albert og vinátta þeirra engu máli. Reglur em alltaf almenns eðlis og em aldrei skrifaðar fyrir einstakar persónur. Þingmað- urinn, sama hvað hann hét, átti ekki að taka við peningunum frá ráð- herranum, hver sem hann var. Afstæðishyggjan I Hafekips-Útvegsbanka-Guð- mundar-Albertsmáli heíur afetæðis- hyggju í siðferðismálum verið óspart hampað. Sagt er að það eigi að byggjast á persónulegu mati Alberts og Guðmundar hvort þeir segi af sér. Þetta hafa jafhvel greindarle- gustu menn sagt og horfir nú illa. Það er undarlegt réttarfar að láta sakbominginn sjálfan segja til um sekt sína eða sýknu eða láta hinn KjáUaxinn Karl Th. Birgisson, starfsmaður Bandalags jafnaðarmanna sakfellda sjálfan ákveða refeingu sína. Þetta eiga Albert og Guðmund- ur heldur ekki að gera, jafhvel þótt valinkunnir heiðursmenn séu, að sögn kunnugra. Andstæðingar okkar bandalags- manna bera okkur stundum á brýn að vera sjálfekipaðir siðgæðisverðir sem vilji segja öðrum fyrir verkum í siðferðisefiium. Við afþökkum pent titilinn þótt vissulega væri gott ef við hefðum fundið hinn eina sann- leik í þeim málum. Svo er ekki. Hins vegar höfum við að marggefhu til- efni bent siðblindum stjómmála- mönnum á að fara eftir settum reglum. Ekki okkar prívatreglum, vel að merkja, heldur leikreglum lýðræðisins. Það er nefiiileg náið og merkilegt samband á milli lýðræðis og siðferðis. Reglur lýðræðisins Lýðræði er byggt á mjög ákveðn- um siðferðisgrunni. Það byggist á þeirri hugmynd að hver einstakling- ur skuli ráða yfir sjálfum sér, gerðum sínum og hugsunum. Af praktískum ástæðum koma menn saman í þjóð- félagi og framselja hluta þessara valda í hendur þar til kjörinna stjómenda. Þessu afeali fylgir þó það skilyrði að þegnamir geti verið þess fullvissir að völdin séu ekki misnot- uð og að handhafar þeirra gæti eingöngu almenningshagsmuna við notkun þeirra. Af þessu leiðir m.a. að almenning- ur verður að geta fylgzt grannt með því sem gerist í stjómkerfinu og framferði fulltrúa sinna þar. Einnig verður fólk að geta haft fyllsta traust á stjómkerfinu, heiðarleika þess og hreinskilni. Aldrei má leika minnsti vafi á heilindum stjómmálamanna og heilbrigði stjómkerfisins. Allt byggist þetta á siðferðisreglu um frelsi og sjálfstæði einstaklingsis. Við dæmum ekki sovézkt stjórnk- efi eingöngu vegna þess að það er óhagkvæmt og miðstýrt. Við for- dæmum það miklu fremur vegna þess að hið sovézka alræði er skipu- lagt niðurrif á mannréttindum, einstaklingurinn skiptir engu máli og kerfið er orðið eign yfirstéttarinn- ar sem fer með það að eigin vild. Á sama hátt hljótum við að dæma íslenzkt stjómkerfi. Það er ekki ein- ungis miðstýrt kerfi pólitískrar verðmætasóunar. Það er lokað og samtryggt, almenningur hefur lítinn aðgang að því og stjómmálamenn haga sér þar eins og þeim sýnist, enda aðhalds- og eftirlitslausir. Opnum dyrnar Við þurfum að gera róttækar breytingar á stjómarháttum í átt til lýðræðis. Stjómmál eiga að fara fram í dagsljósinu, ekki i bakher- bergjum stjómmálaflokka. Stjóm- málamenn eiga að bera ábyrgð á gerðum sínum og fara frá þegar þeim verða á mistök. Á meðan þeim lærist sú einfalda regla getum við byrjað á að gera eftirfarandi breytingar: 1. Skilja algerlega á milli vald- þáttanna og gera stjómkerfið þannig skilvirkara. 2. Kjósa forsætisráðherra (ríkis- stjóm) beinni kosningu og auka þannig áhrif þegnanna á raun- vemlega stjóm landsins. 3. Taka upp fylkjaskipúlag, dreifa valdi og ábyrgð. 4. Skýra opinberlega frá fjármálum og einkaumsvifum þingmanna, ráðherra og helztu embættis- manna. 5. Setja strangar reglur um hags- munaárekstra. 6. Jafna atkvæðisrétt þegnanna. 7. Útvarpa beint frá Alþingi. 8. Halda fúndi í nefridum, ráðum og stjómum ríkisins fyrir opnum tjöldum nema þegar rætt er um viðkvæm ijármál og einkamál starfemanna. 9. Kjósa ýmsa helztu embættismenn beinni kosningu. 10. Selja ríkisbankana almennings- hlutafélögum. Þetta em ekki einkahugmyndir Bandalags jafhaðarmanna heldur rökrétt þróun á því stjómsýslufyrir- komulagi sem við höfúm valið okkur, lýðræðinu. Niðurstaðan verður heilbrigt stjómkerfi sem vinnur fyrir fólkið en ekki stjóm- málamennina. Á meðan krefjast þeir Guðmundur og Albert rannsókna sem ekki er þörf á stjómkerfisins vegna. Guð- mundur tekur sér leyfi frá annasöm- um sumarþingstörfúm en Albert situr sem hallærislegur þumbari og neitar að tala við kjósendur sína í fjölmiðlum. Eigum við ekki annað og betra ski- lið? Karl Th. Birgisson „Lýðræðið er byggt á mjög ákveðnum sið- ferðisgrunni. Það byggist á þeirri hugmynd að hver einstaklingur skuli ráða yfir sjálf- um sér, gerðum sínum og hugsunum.“ Til hvers kjósum við? Til hvers kjósum við? Viljum við leita í átt til aukins lýðræðis, eða viljum við starfa í kerfi, sem við völdum okkur þegar við skriðum undan oki Danakon- ungs? Kaust þú núverandi forsætisráðherra? Samkvæmt upplýsingum Hagstof- unnar er forsætisráðherra einungis með 1510 atkvæði á bak við sig sem þingmaður, en það er aðeins 1,13% af þeim er kusu í síðustu kosningum. I alþingiskosningum kjósum við menn sem gefa okkur kjósendum ótal kosn- ingaloforð sem verðandi þingmenn. En hvemig er það svo þegar ríkis- stjóm tveggja eða fleiri flokka er mynduð? Þá semja þessir sömu þing- menn af sér flest kosningaloforðin og pólitísk hrossakaup em viðhöfð á allar hendur. Eftir situr stefhulaus ríkis- stjóm sem framkvæmir fæst af kosn- ingaloforðunum sem þingmennimir gáfu. Við næstu kosningar er það síð- an notað sem yfirvarp að hinir flokk- amir í ríkisstjóminni hafi komið í veg fyrir hitt, hindrað þetta, stöðvað sumt. Síðan er kosið aftur. Stjómarstefnan býður ef til vill afhroð og ríkisstjórnar- flokkarnir missa fylgi. Samkvæmt núgildandi kerfi er ekkert, nákvæm- lega ekkert, sem kemur í veg fyrir að við sitjum uppi með sömu ráðherra, sömu stefhu, sömu þreyttu loforðin, sömu svikin. Til hvers vorum við eig- inlega að kjósa? Ég vil aukið lýðræði Þeirri ríkisstjóm, sem mynduð er eftir kosningar, felum við vald yfír hluta af lífi okkar. Þess vegna skiptir það okkur verulegu máli hvemig með þetta vald er farið. Ég vil fá að kjósa menn á alþingi og í ríkisstjóm milli- liðalaust. Ég vil vita hver stefha ríkisstjómar- innar er áður en ég kýs hana og ég vil að hún standi og falli með gerðum sínum. Eftir íjögur ár vil ég geta lagt minn dóm á verk ríkisstjómarinnar, hafnað henni eða veitt henni áfram- haldandi brautargengi ef mér býður svo við að horfa. Eg vil líka fá að vita hverjir verða ráðherrar ríkisstjómar- innar áður en ég kýs og einnig vil ég að ríkisstjómin hafi meirihluta þjóð- arinnar á bak við sig, þannig að kosið verði aftur ef hann næst ekki í fyrstu umferð. Með þessu yrði aðskilnaðurinn á milli framkvæmdavalds og löggjafar- valds mun skýrari. Alþingi sæi um að setja okkur lög og leikreglur að fara eftir og setti fjárlög en síðan ætti ríkis- stjómin að sjá um framkvæmd þeirra og að öðm leyti að vinna innan þess ramma sem Alþingi þannig setti. Skæ- rist í odda milli þings og ríkisstjómar KjaUaiinn Snædís Gunnlaugsdóttir lögfræðingur Húsavík „Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar er forsætisráðherra einungis með 1510 atkvæði á bak við sig sem þingmaður..." „Ég vil vita hver stefna ríkistjórnarinnar er áður en ég kýs hana og ég vil að hún standi og falli með gerðum sínum.“ er eðlilegast að efha til þjóðarat- kvæðagreiðslu um það tiltekna mál. Reynslan hefur sýnt að í þeim löndum, sem þetta kerfi er við lýði, svo sem í Frakklandi, þá gerist þess ekki oft þörf. Þjóðaratkvæði, hvers vegna? Því menntaðri og upplýstari sem þjóðin verður þeim mun áleitnari verður krafa fólks um að fá að ráða meira sjálft einhverju um gang mála. í raun ætti að efha til þjóðaratkvæða- greiðslu mun oftar en gert er um mál, sem greinilegur ágreiningur er um. Það er nefnilega svo undarlegt með suma að um leið og þeir komast í valdaaðstöðu eða embætti fyllast þeir hroka og líta á fólk sem óupplýstan lýð sem hafa þarf vit fyrir. Gengur þetta jafnvel svo langt að þjóðkjömir þingmenn meina okkur með atkvæða- greiðslu á Alþingi að fá að kjósa sjálf um mál sem varða okkur öll. Gott dæmi um slíkt er afgreiðsla bjórfrum- varpsins í lok síðasta þings. Em þeir betur í stakk búnir en við, ég og þú, til að ákveða hvað okkur er fyrir bestu? Nei! Ég vil aukin mann- réttindi, aukið lýðræði. Ég vil hafa meiri áhrif á hvemig stjómmálamenn- imir fara með vald sitt, hveijir fari með þessi völd og hvaða völd þeim séu fengin. Hvað með þig? Snædís Gunnlaugsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.