Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1986, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1986, Blaðsíða 30
30 DV. MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 1986. SVEITARSTJÓRI Staða sveitarstjóra Stokkseyrarhrepps er laus til um- sóknar. Nánari upplýsingar veita sveitarstjóri í síma 99-3267 og oddviti í síma 99-3244. Umsóknarfrestur er til 15. júlí nk. Hreppsnefnd Stokkseyrarhrepps. Jörð til sölu Jörðin Gíslabær, Hellnum (gistiheimili um árabil), á sunnanverðu Snæfellsnesi er til sölu. Land 64 ha., þar af ræktað ca 6,5 ha. (búðarhús, 174 m2, vel byggt, á einni hæð. Véla- og verkfærageymsla (verk- stæði), 180 m2, með nýrri 62 m2 íbúð í öðrum enda. Fiskverkunarhús, 200 m2, með vatni og 3ja fasa raf- magni. Mjög stutt er á gjöful fiskimið og hafnarmann- virki er á Hellnum. Einstök náttúrufegurð. Makaskipti koma til greina á Reykjavíkursvæðinu. Uppl. í síma 93-5777. Nauðungaruppboð á lausafjármunum Eftir kröfu Brynjólfs Kjartanssonar hrl., f.h. Brunabótafélags íslands, verður spónlagningarpressa af teg. Joos, tal. eign Friðriks Kristjánssonar, Melabraut 44, Seltjarnarnesi, seld á opinberu uppboði sem fer fram mánudaginn 7. júlí 1986 kl. 14.00 í trésmíðaverkstæði Friðriks Kristjánssonar I tjóni við Nes á Seltjarnarnesi. Greiðsla við hamarshögg. Bæjarfógetinn á Seltjamarnesi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 149., 154. og 157. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Langeyrarvegi 13, Hafnarfirði, þingl. eign Guðrúnar I. Illugadóttur og Gunnars R. Sigurbjörnssonar, fer fram eftir kröfu Tryggingastofnunar ríkis- ins á eigninni sjálfri firr.mtudaginn 3. júlí 1986 kl. 14.00. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. Nauðungaruppboð annað og síðasta á eigninni Fjóluhvammi 3, Hafnarfirði, þingl. eign Þorsteins Sveinssonar, fer fram á eigninm sjálfri fimmtudaginn 3. júlí 1986 kl. 13.30. Bæjarfógetinn I Hafnarfirði. Nauðungaruppboð annað og síðasta á eigninni Sléttahrauni 29, 3. h.f.m., C, Hafnarfirði, tal. eign Stefaníu R. Guðjónsdóttur og Helga G. Júliussonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 3. júlí 1986 kl. 14.30. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 149., 154. og 157. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Smyrlahrauni 24, 1 .h., Hafnarfirði, þingl. eign Sigurðar Ketilssonar, fer fram eftir kröfu Guðjóns Steingrímssonar hrl. og Innheimtu rfkissjóðs á eigninni sjálfri fimmtudaginn 3. júlí 1986 kl. 14.45. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 149., 154. og 157. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Heliuhrauni 10, Hafnarfirði, þingl. eign Ásgeirs Sörensen, fer fram eftir kröfu Innheimtu ríkissjóðs á eigninni sjálfri fimmtudaginn 3. júlí 1986 kl. 15.00. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 149., 154. og 157. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Hraunkambi 5, e.h„ Hafnarfirði, þingl. eign Gunnars Jónssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar I Hafnarfirði, Ásgeirs Thoroddsen hdl., Veð- deildar Landsbanka íslands, Ara ísberg hdl. og Guðjóns Steingrímssonar hrl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 3. júlí 1986 kl. 15.30. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 149., 154. og 157. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Móaflöt 12, Garðakaupstað, þingl. eign Gísla Holgeirssonar, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbanka íslands og Ólafs Gústafssonar hrl. á eign- inni sjálfri fimmtudaginn 3. júlí 1986 kl. 16.00. Bæjarfógetinn í Garðakaupstað. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 149., 154. og 157. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Leirutanga 13 A, n.h., Mosfellshreppi, þingl. eign Helga Rúnars Auðunssonar, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbanka Tslands á eigninni sjálfri fimmtudaginn 3. júlí 1986 kl. 17.00. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu. Ekki versnaði Mogginn við að fá Bjama Ben. - segir Skúli Alexandersson „Fiskvinnslan stendur heldur betur í ár en í fyrra en þá var ástandið Kka alveg sérstaklega slæmt. Það er mál manna að saltfiskurinn bjargist í ár en menn kvarta mest undan frysting- unni,“ sagði Skúli Alexandersson, framkvæmdastjóri fiskvinnslunnar Jökuls og þingmaður Alþýðubanda- lagsins, er DV sótti hann heim á Hellissandi . „Því miður fáum við Snæfellingar ekki að nýta okkur fiskimiðin vegna óskynsamlegrar stjómunar fiskveiða. Það mætti margt betur fara, það ætti ekki að standa þannig að stjómun fiskveiða að dregið sé niður ágæti landshluta. Ég er á móti kvótakerfinu og tel að það eigi að leita annarra leiða. Hugmynd um veiðirétt fyrir ein- staka báta getur gengið. Það getur gengið í vissum tilfellum að skammta bátum ákveðinn afla en ég er á móti því að gera það ár frá ári. Ég er and- snúinn hugmyndum Friðriks Pálsson- ar um að fiskvinnslustöðvar fái rétt til að stjóma fiskveiðum. Kvótinn nær ekki markmiðinu Ég er þeirrar sköðunar að nægilegt sé að stjóma veiðum á þorski og ýsu. Það verður að vera hemill á sókn til þess að tryggja gæðin. Á netavertíð má banna að hafa net í sjó yfir helgi og takmarka netafjölda. Stytta má svo úthald togara. Kvótakerfið nær ekki markmiði sínu. Fiskifrseðingar hafa mælt með 300 þúsund tonna afla, aflinn stefriir hins vegar í 400 til 450 þúsund tonn. Stjómun fiskveiða er því ekki nær því en áður að hlíta sjónarmiðum fiski- fræðinga. Markmið stjómunarinnar náðist ekki í fyrra og næst ekki núna. Skömmtunin er þvi byggð á blekk- ingu.“ Verðum að fá aukið fjármagn - Skúli, það er ekki aðeins talað illa um kvótakerfið á Snæfellsnesi, veg- irnir þykja slæmir. „Já. Núverandi ríkisstjóm hefúr horfið frá langtímaáætlun um upp- byggingu vegakerfisins. í stað þess að eytt sé 2,4% af þjóðarframleiðslu til vegagerðar er nú aðeins eytt 1,8%. Framkvæmdir hafa ekki verið eins htlar frá 1981. Vegimir á Snæfellsnesi batna ekki af sjálfu sér. Við verðum að fá aukið fjármagn og það hlýtur að verða sótt til sameiginlegra sjóða landsmanna eða að vegagerð hér verði gerð að for- gangsverkefni Vegagerðarinnar. Þrátt fyrir andóf Matthiasar Bjamasonar virðist lítið munu gerast í vegamálum á næstunni." Galli í kerfinu - Nú er gagnrýnt að uppbygging Holtavörðuheiðar er tekin af fjár- magni Vesturlands. „Þama er galli í kerfinu. Ég tel eðli- legt að sumir kaflar í vegakerfinu séu borgaðir af sameiginlegum sjóðum landsmanna. Holtavörðuheiðin og Norðurárdalur em á leiðinni út/úr kjördæmi okkar en nýtast íbúum að- „Kvótakerfið nær ekki markmiði sínu,“ segir Skúli Alexandersson, þingmaður og framkvæmdastjóri á Hellissandi. eins til jafhs við aðra landsmenn. íbúar Norðurárdals em óánægðir með ' hversu seint gengur. En euis em Vest- lendingar hissa á hversu Reyknesing- ar fara hægt í að byggja upp vegi í sunnanverðum Hvalfirði á meðan fé Vestlendinga er ausið í Holtavörðu- heiði. Vegir þáttur í atvinnuþróun Ef til vill gerir það aðstöðu okkar Snæfellinga erfiðari að umferðin skiptist á 2 leiðir. Vegakerfið hér ligg- ur í hring eftir nesinu og gerir erfitt fyrir um að lagst sé af sameiginlegum þunga á að fá ákveðna kafla bætta. Stjómin verður hins vegar að átta sig á að stór þáttur í atvinnuþróun er góðir vegir.“ - Stundum er sagt að landsbygðar- þingmenn eigi meira sameiginlegt hver með öðrum en með þingmönnum, félögum úr eigin stjómmálaflokkum, frá Reykjavík. „Auðvitað er fullt af málum sem þingmenn hvers kjördæmis standa saman um. Við stöndum saman um að kjördæmið beri ekki skertan hlut frá borði þegar ríkiskökunni er skipt. Við vinnum saman í ótal málum burt- séð frá flokkunum. En sem betur fer erum við ekki sammála um allt. Við erum ekki efni í einn flokk, svo mikið er víst.“ Ekki afgerandi hópar í Alþýðu- bandalaginu - Gætir skiptingar milli landsbyggð- ar- og þéttbýlisþingmanna í þingflokki Alþýðubandalagsins? „Það eru ýmsar nafhgiftir á flokkum. Ég get sagt þér að ég hef til dæmis aldrei orðið var við afgerandi hópa innan Alþýðubandalagsins, hvort sem um er að ræða „lýðræðisöfl", „flokk- seigendafélag" eða annað. Fjölmiðlar búa þetta til og það er gott og gilt í vissri umræðu. Nei, ég held að það sé engin skipting milli þingmánna lands- byggðar og þéttbýlis. Við landsbyggð- arþingmennimir í Alþýðubandalaginu- kjósum Geir Gunnarssön, þingmann Reyknesinga, í stjóm Byggðasjóðs og Framkvæmdastofiiunar, og ég fæ ekki betur séð en hann sé afskaplega góður fulltrúi landsbyggðarinnar þar. Mér finnst skipta meira máli að mér sýnist að við „allaballar" séum uppTil hópa tengdari grundvallaratvinnuvegunum en þingmenn annarra flokka." Ekki versnaði Mogginn... ■ - Blaðamaður DV hitti Skúla að máli þegar allt stefndi í að Svavar Gestsson yrði ritstjóri Þjóðviljans. Ekki var annað að heyra en Skúli væri ánægður með það. „Aðalatriðið er að smáhópur með löggilta skoðun verði ekki allsráðandi þar. Það er ekki verið að tala um að Svavar ritskoði blaðið en það finnst mörgum að opna beri blaðið fyrir breiðari umræðu en verið hefur. Það væri að mörgu leyti gott að fá formanninn inn á blaðið, ekki versnaði Mogginn þegar Bjami Ben. tók við ritstjóminni í þrjú ár.“ - Hefurðu verið óánægður með Þjóðviljann? „Nei, ekki get ég sagt að ég hafi verið óánægður, en ég held að þegar menn telja sig vera málsvara ákveðins hóps megi blað eins og Þjóðviljinn fara að vara sig. Blaðamennimir telja sig þurfa að verja ákveðna uppbyggingu en þeir mega ekki loka fyrir vissa umræðu. En rétta leiðin er vandrötuð, það veit ég.“ -ás. Eldri borgarar férðast um Suðurfirði Siguisteirm Melsteö, DV, Breiðdalsvík: Lionsklúbbamir á Djúpavogi, Breið- dalsvík, Stöðvarfirði og Fáskrúðsfirði buðu nýlega eldra fólkinu á svæðinu í dagsferð - sem þeir gera annað hvert ár - í blíðskaparveðri. Þátttakendur voru um 150 manns á 5 rútubílum. Farið var að Tungufelli í Breiðdal og skoðað glæsilegt steinasafn Björ- gólfs bónda þar. Eftir að snæddur hafði verið hádegisverður í Staðarborg lá leiðin upp yfir Breiðdalsheiði og var áð við Þingmúla í Skriðdal og nartað í nesti sem kaupfélögin lögðu til. Nokkrir stigu dans á grasinu, gamli þingstaðurinn var skoðaður. Eftir stuttan stans á Egilsstöðum var haldið til Reyðarfjarðar og áð við eyðibýlið Strönd, fræðst um staðinn en þar skammt frá er Hrúteyri þar sem á síð- ustu öld var verslun og síldarútgerð. Síðan lá leiðin fyrir Vattamesskriður þar sem Skrúður baðaði sig í kvöldsól- inni. í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar beið vel útilátinn kvöldverður eftir hópn- um. Undir borðum sungu tveir heið- ursmenn dúett. Þá var farið út í sólskinið á skólalóðinni. Þar fluttu tvær úr hópnum gamanmál. Síðan var dansað nokkra stund. Eftirminnileg- um degi var þá lokið og hélt hver til síns heima.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.