Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1986, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1986, Blaðsíða 40
40 DV. MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 1986. Andlát Auðbjörg Maria Guðlaugsdóttir frá Ártúnum, Rangárvöllum, Boða- hlein 18, Garðabæ, verður jarðsung- in að Odda á Rangárvöllum þriðjudaginn 1. júlí kl. 14. Guðrún Jónsdóttir, Skaftahlíð 25, verður jarðsungin frá Háteigskirkju þriðjudaginn 1. júlí kl. 13.30. Guðrún Sigurgarðsdóttir Hólm lést fimmtudaginn 19. júní. Jarðar- förin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Karl Söring lést í Landakotsspítala 18. júní. Jarðarförin hefur farið fram. Fríða Eggertsdóttir, Hringbraut 45, lést 26. júlí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Eggert Hannah úrsmíðameistari, Glaðheimum 4, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 1. júlí kl. 13.30. Lára M. Lárusdóttir Knudsen verður jarðsett frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 1. júlí kl. 15. Sigurlaug Guðmundsdóttir, Bar- ónsstíg 43, sem andaðist 21. júní, verður jarðsungin frá Fossvogs- kapellu þriðjudaginn 1. júlí kl. 10.30. Guðmundur Benediktsson lést 22. júní sl. Hann var fæddur á Sauð- húsum í Laxárdal f Dalasýslu 22. október 1898. Hann lauk námi í hús- gagnasmíði og vann alla tíð við þá iðn. Hann starfaði um 20 ára skeið hjá Húsgagnaverslun Reykjavíkur og í 25 ár á trésmíðaverkstæði Reykjavíkurborgar. Guðmundur giftist Helgu Sigurðardóttur en hún lést fyrir noKkrum árum. Þeim hjón- um varð fimm bama auðið. Utför Guðmundar verður gerð frá Foss- vogskirkju í dag kl. 15. Ýmislegt Timaritið Þroskahjálp, 2. tölublað 1986, er komið út. Útgefandi er Landssamtökin Þroskahjálp. Að venju eru í ritinu ýmsar greinar, upplýsingar og fróðleikur um málefni fatl- aðra. Sem dæmi má nefna leiðara sem ber yfirskriftina Mótmæli íklædd gamalkunnu gervi og er hann eftir Ástu Þorsteins- dóttur. Samantekt birtist írá Vestmanna- eyjum þar sem sitt af hverju kemur fram í viðtölum við foreldra, fagfólk og fram- kvæmdastjóra Svæðisstjómar Suður- lands. Fjallað er um skipulagsbreytingu á starfsemi í Kjarvalshúsi í spjalli við fyrr- verandi deildarstjóra, Önnu Hermanns- dóttur, og nýráðinn forstöðumann Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins, Stefán Hreiðarsson. Magnús Einarsson ritar grein sem hann nefnir Hvers vegna hlaup sem þáttur í þjálfun einhverfra? og Dagný Harðardóttir skrifar tvær ferðasög- ur. Þá er í ritinu frásögn frá fræðslunám- skeiði fyrir foreldra fatlaðra bama og sagt er frá norrænni ráðstefnu um bækur á léttu máli fyrir þroskahefta. Af öðm efni má nefna fasta þætti, s.s. Af starfi samtakanna þar sem jafnan er greint frá þeim verkefnum sem Þroska- hjálp vinnur að hveiju sinni. Tímaritið Þroskahjálp kemur út fjórum sinnum á ári. Það er sent áskrifendum og er til sölu á skrifstofu Þroskahjálpar að Nóatúni 17,105 Reykjavík. Ritið er einnig hægt að fá keypt í bókabúðum og blaðsölu- stöðinn. Áskriftarsíminn er 91-29901. AA-samtökin. Skrifstofa opin frá kl. 13-17. Símavakt kl. 17-20 alla daga vikunnar í síma 16373. Fréttatilkynning frá fjármálaráðuneytinu Fjármálaráðherra hefur skipað Gunnar Rafn Einarsson, viðskiptafræðing og lög- giltan endurskoðanda, i embætti skatt- stjóra Norðurlands eystra frá 1. júlí nk. að telja, en þá lætur Hallur Sigurbjöms- son af embætti að eigin ósk. Sex umsækjendur voru um embættið auk Gunnars. Þeir voru Grétar Már Sig- urðsson lögfræðingur, Guðmundur Gunnarsson skattendurskoðandi, Haukur Sigurðsson viðskiptaíræðingur og Jón Dalmann Ármannsson skrifstofustjóri. Tveir umsækjenda óskuðu nafnleyndar. Afmæli Bolvikingafélagsins í Reykjavík Um þessar mundir er Bolvíkingafélagið í Reykjavík 40 ára. Af því tilefni hefur stjóm þess ákveðið að efna til hópferðar þangað vestur um verslunarmannahelg- ina, dagana 1.-4. ágúst nk. Tónlistarskóli Rangæinga I tilefni af tíu ára afmæli Barnakórs Tón- listarskóla Rangæinga fór kórinn til Færeyja í söngferðalag. dagana 11.-20. júní. Tókst ferðin í alla staði mjög vel og var undirbúningur og móttökur af hálfu Færeyinga til fyrirmyndar. Bamakórinn hélt sex tónleika, þar af tvenna hér á landi. Kórinn söng tvisvar í Norðurlanda- húsinu í Þórshöfn. Ýmsir aðilar í héraði og utan styrktu ferð kórsins og em þeim færðar þakkir. Sumarhótel í Skálholti Sumarhótelið í Skálholti er tekið til starfa. Hótelið er í ágætum húsakynnum Lýð- háskólans. Boðið er upp á fullt fæði og gistingu í eins og tveggja manna her- bergjum auk þess svefnpokapláss er til reiðu. Góð aðstaða er fyrir minni ráðstefn- ur og námskeið. Þessi fornfrægi sögustað- ur hefur miklu að miðla bæði af fróðleik og sérstakri tilfinningu fyrir fortíðinni sem ein sér nægir til að gefa dvöl á þessum stað mikið gildi. Staðsetning hótelsins gerir það kjörið aðsetur fyrir þá sem vilja skoða sig um á Suðurlandi, t.d. er örstutt til allra helstu skoðunarstaða á fslandi eins og Gullfoss, Geysis og Þingvalla. Sundlaugar, heitir pottar og ljósabekkir, hestaleiga og veiðileyfi, allt er þetta fáan- legt innan seilingar. Um helgar em tónleikar í Skálholtskirkju sem Helga Ing- ólfsdóttir stendur fyrir. Sérleyfisbílar Selfoss hafa viðkomu daglega. Fréttatilkynning frá fjármála- ráðuneytinu Fjármálaráðherra hefur skipað Sigmund Stefánsson, núverandi skattstjóra á Skatt- stofi’ Reykjanesumdæmis, skattstjóra Reykjanesumdæmis frá 1. júlí nk. að telja en þá lætur Sveinn Þórðarson af störfum fyrir aldurs sakir. Auk Sigmundar sóttu þeir Ingvar J. Rögnvaldsson lögfræðingur og Magnús Jóhannesson um embættið. ; Útvárp . Sjónvarp Henny HeimannsdótHr danskennari: Fyrirmyndaifaðir uppáhaldsþátturinn Mér fannst helgardagskráin í sjón- varpinu alveg stóigóð og horfði hér um bil á hana alla enda var ég heima um helgina og slappaði af. Á föstu- dagskvöldið var sá gamli á sínum stað og bíómyndin var alveg ágæt. Hins vegar fannst mér vanta Kast- ljós eða annan góðan fréttaskýring- arþátt þetta kvöld, fréttimar eru of stuttaralegar, það ætti að vera meira af góðum fréttaskýringaþáttum til þess að kafa dýpra ofan í málin. Á laugardaginn passaði ég mig á að missa ekki af fótboltanum enda er ég mikil áhugamanneskja um þetta heimsmeistaramót og hef varla látið nokkum leik fara fram hjá mér. Um kvöldið kom þátturinn Kvöldstund með listamanni þar sem Björgvin Halldórsson var gesturinn. Skemmtilegur þáttur. Síðan kom eitt það besta sem birst hefur á sjón- varpsskjánum frá upphafi held ég, þátturinn um Fyrirmyndarfóðurinn. Hreint út sagt frábærir þættir og í algjöru uppáhaldi hjá mér. Laugar- dagsmyndin var þolanleg, það mátti alveg horfa á hana en annars fannst mér helgarmyndimar að þessu sinni í slappara lagi. Það var stórkostlegt að horfa á úrslitaleikinn á sunnudag og ég er fyllilega ánægð með úrslitin, hefði ekki þolað að sjá V-Þjóðverja vinna. Argentínumenn áttu sigurinn líka skilinn. Aftur til Eden var á dag- skránni um kvöldið og lífgaði upp á sunnudaginn því dagskráin þá er vanalega í lélegra lagi. Þótt helgardagskráin hafi verið góð vantaði tilfinnanlega bamaefhi á hana. Ég vona að það verði bætt úr því. Utvarpið var líka ágætt um helg- ina, mér finnst mjög góður þátturinn á sunnudagskvöldum, á milli mið- nættis og klukkan eitt, Milli svefiis og vöku. Réttur þáttur á réttum stað, og notalegur endir á helginni. -BTH Ferðalög Útivistarferðir Sumarleyfi í vistlegum skálum Útivistar í Básum, Þórsmörk. Hægt að fara á föstudagskvöldum, sunnu- dagsmorgnum og miðvikudögum. Mið- vikudagsferð verður 2. júlí kl. 8.00. Tilvalið að dvelja heila eða hálfa viku á einum friðsælasta stað Þórsmerkur. Ein skemmtilegasta og besta gistiaðstaða í óbyggðum. Sérstakt hús fyrir sumar- dvalargesti. Fullkomin snyrtiaðstaða með vatnssalernum og sturtum. Verð á viku- dvöl kr. 3.420,- (félagar) og 4.490,- (utan- félagsmenn). Kynnið ykkur ódýrasta ferðamöguíeika sumarsins. Sumarleyfisferðir á Hornstrandir. 8.-17. júlí Hornstrandir - Hornvík, tjaldbækistöð. 8.-17. júlí Hesteyri - Aðalvík - Hornvík. Bakpokaferð. 16.-20. júlí Hornvik - Reykjafiörður. 18.-25. júlí. Strandir - Reykjafjörður - Hornstrandir. Kjölur - Sprengisandur - Skagi. 2.-6. júlí. Einnig siglt í Drangey. Uppl. og farm. á skrifst., Grófmni 1, símar: 14606 og 23732. Sjáumst. Lögregla og slökkvilið var kallað út til að dæla vatni úr bátnum Hafsteini GK-131 í Reykjavíkurhöfn. Eigandi bátsins hafði komið að honum nokkuð signum í höfninni því vatn fossaði inn um gat meðfram stýrisstöng sem liggur eftir bátnum endilöngum. Höfð voru snör handtök við að dæla vatn- inu úr bátnum og fyllt í gatið. DV-mynd S. Veiðin í Laxá i Aðaldal hefur verið góð og laxarnir vænir og fallegir, sá stærsti 22 pund. Veiðimennirnir Gunnar Másson, Harry Harryson, Þröstur Elliðason, Ámi Baldursson, Valgerður Bjarnadóttir og Skúli Kristinsson veiddu þessa fallegu laxa í Laxá á þremur dögum, 10 laxa. Stærstu laxarnir voru 17 pund og sá minnsti 12 pund, glæsileg veiði. Veiðst hafa 314 laxar. Munið spumingakeppni Sprengisands

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.