Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1986, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1986, Blaðsíða 26
26 DV. MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 1986. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir • Þorsteinn Hilmarsson skorar sigurmark Breiðabliks gegn FH á Kópavogsvelli eftir mistök markvarðar FH. Ingi Björn, númer sjö, kemur ekki vörnum viö. Hann skoraði mark FH í leiknum. DV-mynd Brynjar Gauti. „Við emm á uppleið - sagði ión Hermannsson eftir sigur á FH í 1. deild „Nike Air“ Teg. Pegasus Frábærir hlaupa- skór, dökkgráir/silfur. Stærð 39-45. Kr. 2760,- Teg. Challenge Court Níðsterkir skór, góðir I tennis, skokk o.fl., hvítir/bláir. Stærð 39-44. Kr. 2595,- Teg. Metro Mjög léttir og góðir skokkskór, gráir/dökkbláir. Stærð 37-45. Kr. 1750,- Teg. Tiempo Turf Bestu gervigrasskórnir á markaðinum, svartir/silfur. Stærð 36-44. Kr. 2950,- Teg. Flame Gaddaskór. Ódýrir skór í hlaup og stökk, tauðir/gulir. Stærð 35-43. Kr. 2070,- Teg. Conditioner Mjög vinsælir aerobik-skór, mjúkt leður, hvítir, fóðraðir. Stærð 36'/2-40. Kr. 3450,- Ath. einnig lægri gerð, kr. 2900,- Nike bolir frá kr. 400 - 5 litir, 4 gerðir. Nike stuttbuxur frá kr. 425 - 6 litir, 5 gerðir. Nike trimmgallar frá kr. 2250,- 3 lit ir, 4 gerðir. Sendum í póstkröfu samdægurs. ÍÞRÓTTABÚÐIN BORGARTÚN20 SlMI 20011 „Þessi leikur er með þeim skárri sem við höfum spilað í sumar. Við höfum verið í mikilli lségð en nú erum við á uppleið," sagði Jón Hermannsson, þjálfari Breiðabliks, eftir að lið hans hafði sigrað FH 2-1 í Kópavogi á föstudagskvöldið. Hart var barist í leiknum, sérstak- lega í síðari hálfleik, en leikurinn var ekkert augnayndi, mikið um langar sendingar fram völlinn. Sigur Breiða- bliksmanna var sanngjam, þeir voru frískari lengst af og fengu hættulegri marktækifæri. Daufurfyrri hálfleikur Leikurinn var ótrúlega daufur fram- an af og næstum ekkert gerðist þar til Guðmundur Guðmundsson fékk ágætis færi á 38. mín., þegar hann lék laglega inn í vítateig FH-inga en Gunnar Straumland varði mjög vel. Barist var um miðju vallarins og und- ir lok fyrri hálfleiks náðu Blikar undirtökunum. Og á síðustu mínútu hálfleiksins tókst þeim að skora. Mik- il þvaga var inni í vítateig FH og Jóni Þóri Jónssyni, besta manni leiksins, tókst að pota boltanum í netið. Þráinn Stefansson, DV, Akureyri. KA vann yfírburðarsigur á Njarð- víkingum, 4-0, á föstudag í 2. deild að viðstöddum um 500 áhorfendum og komst við sigurinn í efsta sæti deildar- innar. KA-menn höfðu undirtökin allan tímann á góðum grasvellinum og mörkin hefðu getað orðið miklu Qeiri. Tryggvi Gunnarsson skoraði þrennu fyrir KA og fékk nokkur góð FH-ingar jafna En FH-ingar komu hressir til leiks í síðari hálfleik og strax á 5. mín. kom jöfnunarmarkið. Sent var inn í víta- teig UBK. Þar mistókst Benedikt Guðmundssjmi að hreinsa frá marki og boltinn fór beint á Inga Bjöm Al- bertsson sem var einn á auðum sjó og skoraði af öryggi. Nú virtust FH-ingar taka við sér og skömmu síðar átti Ölafur Danivalsson gott skot en Öm Bjamason, markmað- ur Breiðabliks, varði. Hinum megin á vellinum átti Gunn- ar Gylfason skot í stöngina á marki FH og Guðmundur Sigurðsson komst stuttu seinna í dauðafæri en laust skot hans fór beint á Gunnar í markinu. Nú höfðu Blikar aftur náð undirtök- unum og Jón Þórir fékk boltann í dauðafæri eftir vamarmistök FH-inga en Gunnar varði glæsilega. Sigurmark Þorsteins En aðeins þremur mínútum fyrir leikslok urðu Gunnari markverði á hroðaleg mistök sem kostuðu mark. Fjnlrgjöf kom frá hægri, Gunnar virt- ist grípa boltann auðveldlega en missti tækifæri að auki sem honum tókst ekki að nýta. Ámi Freysteinsson var þó besti leikmaður KA í leiknum. Fyr- irgjafir hans frá kantinum sköpuðu mikinn usla í vöm Njarðvíkinga oft á tíðum. Tryggvi skoraði fyrsta mark sitt á 30. mín. eftir fyrirgjöf Áma. Spymti knettinum viðstöðulaust í mark. Glæsilegt mark, Annað markið skor- hann beint fyrir fætumar á Þorsteini Hilmarssyni, sem hafði komið inn á sem varamaður stuttu áður, og hann sendi knöttinn rakleitt í markið. FH-ingar reyndu nú í örvæntingu að jafiia en vöm Blikanna stóðst pressuna og leiktíminn rann út. Frekar tilþrifalítill leikur í heildina en þó komu ágætir kaflar af og til. FH-ingar reyndu að spila fyrir utan og opna þannig vöm UBK og þeim tókst stundum að ná upp ágætu spili en ógnuðu þó varla marki Breiðabliks. Breiðabliksmenn náðu þama í dýr- mæt stig. Liðið getur sýnt góðan fótbolta. Nokkrir stórskemmtilegir leikmenn em í liðinu og þá sérstaklega Jón Þórir Jónsson sem er frábær leik- maður. Hann átti mjög góðan leik og ógnaði mjög marki FH. Jóhann Grét- arsson og Guðmundur Guðmundsson sluppu vel frá sínu og Ólafur Bjöms- son var mjög sterkur að vanda í vöminni. FH-ingar sýndu ekki næga baráttu eins og gegn ÍBV á dögunum. Sóknin var ekki nógu beitt og vömin frekar slök. Enginn sérstakur skaraði fram úr en þó átti Gunnar Straumland góð- aði hann fimm mín. síðar og á lokamínútu hálfieiksins skoraði Frið- finnur Hermannsson þriðja markið með skalla eftir homspymu Áma. 3-0 í hálfleik og KÁ-menn héldu uppteknum hætti í þeim síðari. Fengu góð færi en skomðu þó aðeins eitt mark í hálfleiknum. Markvörður Njarðvíkinga bjargaði oft mjög vel. Langbesti leikmaður Njarðvíkinga. Á an leik, þrátt fyrir að síðara mark Blikanna verði skrifað á hann. Ólafúr Jóhannesson sýndi góða baráttu lengst af. En liðið verður að taka sig á í næstu leikjum til að forðast botn- baráttu. Þorvarður Bjömsson dæmdi leikinn og var slakur. Lið Breiðabliks: Öm Bjamason, Benedikt Guðmundsson, Ingvaldur Gústafeson, Magnús Magnússon, Ól- afur Bjömsson, Jón Þórir Jónsson, Hákon Gunnarsson, (Þorsteinn Hilm- arsson 78. míri.), Jóhann Grétarsson, Gunnar Gylfason, Guðmundur Sig- urðsson, Guðmundur Guðmundsson. Lið FH: Gunnar Straumland, Leifur Garðarsson, Ólafúr Kristjánsson, Ól- afur Jóhannesson, Henning Henn- ingsson, Guðmundur Hilmarsson, Ingi Bjöm Albertsson, Ólafur Danivalsson, Hörður Magnússon, Magnús Pálsson, Pálmi Jónsson (Kristján Hilmarsson 45. mín.). Gult spjald: Hörður Magnússon, FH. Áhorfendur: 429. Maður leiksins: Jón Þórir Jónsson, UBK. 75. mín. réð hann þó ekki við skot Tryggva af stuttu færi eftir undir- búning Áma, 4-0. Síðar komst Tryggvi tvívegis frír að markinu en markvörð- urinn sá við honum. Um miðjan hálfleikinn sendi Bjami Jónsson knöttinn í mark Njarðvíkinga. Línu- vörður veifaði á rangstöðu og markið dæmt af. Ekki vom allir sáttir við það. hsím Róbert DV-lið 8. umferðar: Loftur Ólafsson (3) (KR) Sigurður B. Jónsson (ÍA) Halldór Áskelssoníf) (Þór) Guðmundur Hreiðarsson (Val) Jón Sveinsson(2) (Fram) Ingvar Guðmundsson (ÍBK) Viðar Þorkelsson(2) (Fram) Gunnar Oddsson (ÍBK) Hörður Magnússon (FH) Guðmundur Torfason(5) (Fram) Ingi Bjöm Albertsson(3) (KH) Guðmundur Torfason hefur venð oflast allra leikmanna í liði vikunnar. Hann hefur líka leikið frábærlega það sem af er íslandsmótinu og er markhæstur með 8 mörk. Einherji vann að venju á Húsavík Anna Garðarsdóttir, DV, Húsavík: Vopnfirðingar gerðu sér lítið fyrir - að venju má segja - og sigruðu Völsung á Húsavik á föstudag í leik liðanna i 2. deild. Leikmenn Ein- herja hafa verið sigursælir á Húsavík gegnum árin og voru betra liðið i heldur döprum leik. Lakasti leikur Völsungs hér fyrir norðan í sumar. Sigur Einherja hefði meira að segja getað orðið stærri því þjálfari og leikmaður liðsins, Njáll Eiðsson, misnotaði vitaspyrnu i leiknum. Þorfinnur, markvörður Völsungs, varði en skömmu siðar tókst Páli Bergssyni að skora hjá honum. Það var eina mark leiksins - skorað um miðjan síðari hálfleikinn. hsim Einstefna á Akureyri - þegar KA skaust í efsta sætí 2. deildar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.